Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

20. september 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um í upp­hafi fund­ar að næsti reglu­legi fund­ur bæj­ar­ráðs verði felld­ur nið­ur sök­um lands­þings Sam­bands Ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

    Frestað frá síðasta fundi. Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1367. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra sem óski nán­ari upp­lýs­inga og út­skýr­inga frá GM.

  • 2. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi201809062

    Frestað frá síðasta fundi. Varmárbakki - ósk um lóðir fyrir hesthús og breytingu á deiliskipulagi.

    Bók­un M- lista: Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð­ur hef­ur óskað lengi eft­ir því, sbr. fund skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar nr. 445 í sept­em­ber 2017, að skipu­lag verði unn­ið svo byggja megi og þróa frek­ar hest­húsa­hverfi fé­lags­ins á svæði þess. Nú er lag að nýta lóð­ir við Sorpu og hanna, sbr. með­fylgj­andi drög að deili­skipu­lagi á svæð­inu, bygg­inga­svæði án þess að skerða að­komu að Sorpu. Það að draga það að skipu­leggja verð­ur til þess að fé­lag­ið get­ur ekki þró­að frek­ar starf­semi sína, fjölgað fé­lags­mönn­um sem vilja byggja á svæð­inu og efla vöxt hesta­mennsk­unn­ar í stækk­andi bæj­ar­fé­lagi. Full­trúi Mið­flokks­ins skor­ar á bæj­ar­full­trúa alla að koma á móts við hesta­manna­fé­lag­ið Hörð hér í Mos­fells­bæ og skipu­leggja meira svæði til upp­bygg­ing­ar hestaí­þrótt­ar­inn­ar á svæði fé­lag­ins.

    Bók­un D- og V- lista: Full­trú­ar D og V lista í bæj­ar­ráði eru já­kvæð­ir fyr­ir skoð­un á mögu­leika á frek­ari upp­bygg­ing­ar/stækk­un­ar á nú­ver­andi hest­húsa­svæði fé­lags­ins I Mos­fells­bæ.
    Í gildi er deili­skipu­lag svæð­is­ins og þarf að fara fram vinna við að skoða hvaða stækk­un­ar mögu­leik­ar eru fyr­ir hendi á svæð­inu sem væri í sátt við um­hverfi nátt­úru og nær­liggj­andi íbúða­byggð.
    Bæj­ar­ráð vis­ar má­inu til um­fjöll­un­ar í Skipu­lags­nefnd Mosa­fells­bæj­ar og til við­ræðna við full­trúa hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til Skipu­lags­nefnd­ar.

  • 3. Eini­teig­ur 1 - um­sókn um færslu lóð­ar­marka2018084564

    Frestað frá síðasta fundi. Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarráðs."

    Bæj­ar­ráð lýs­ir sig já­kvætt fyr­ir er­ind­inu og sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um 1367. fund­ar að vísa því til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar í tengsl­um við gjald­töku og úr­vinnslu.

  • 4. Ósk um lög­heim­ili að Hamra­brekk­um 5201809151

    Ósk um lögheimili að Hamrabrekkum 5

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1367. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar lög­manns Mos­fells­bæj­ar.

  • 5. Fram­lag 2018 vegna Skála­túns201802290

    Samkomulag við Skálatún vegna fjárframlaga 2018. Heimild til undirritunar.

    Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að veita um­sögn um lengd og efni bók­ana. Sam­þykkt með 2 at­kvæð­um 1367. fund­ar bæj­ar­ráðs að fresta af­greiðslu máls­ins til næsta fund­ar. Full­trúi M- lista er kýs gegn af­greiðsl­unni.

    Gestir
    • Ásgeir Sigurgestsson verkefnastjóri þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar
  • 6. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022201805277

    Kynnt drög að áætlun skatttekna 2019 og dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1367. fund­ar bæj­ar­ráðs að fresta af­greiðslu máls­ins til næsta fund­ar.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:17