20. september 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 3 atkvæðum í upphafi fundar að næsti reglulegi fundur bæjarráðs verði felldur niður sökum landsþings Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Frestað frá síðasta fundi. Erindi varðandi fjármögnun GM og uppbyggingu æfingaaðstöðu.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til bæjarstjóra sem óski nánari upplýsinga og útskýringa frá GM.
2. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Frestað frá síðasta fundi. Varmárbakki - ósk um lóðir fyrir hesthús og breytingu á deiliskipulagi.
Bókun M- lista: Hestamannafélagið Hörður hefur óskað lengi eftir því, sbr. fund skipulagsnefndar Mosfellsbæjar nr. 445 í september 2017, að skipulag verði unnið svo byggja megi og þróa frekar hesthúsahverfi félagsins á svæði þess. Nú er lag að nýta lóðir við Sorpu og hanna, sbr. meðfylgjandi drög að deiliskipulagi á svæðinu, byggingasvæði án þess að skerða aðkomu að Sorpu. Það að draga það að skipuleggja verður til þess að félagið getur ekki þróað frekar starfsemi sína, fjölgað félagsmönnum sem vilja byggja á svæðinu og efla vöxt hestamennskunnar í stækkandi bæjarfélagi. Fulltrúi Miðflokksins skorar á bæjarfulltrúa alla að koma á móts við hestamannafélagið Hörð hér í Mosfellsbæ og skipuleggja meira svæði til uppbyggingar hestaíþróttarinnar á svæði félagins.
Bókun D- og V- lista: Fulltrúar D og V lista í bæjarráði eru jákvæðir fyrir skoðun á möguleika á frekari uppbyggingar/stækkunar á núverandi hesthúsasvæði félagsins I Mosfellsbæ.
Í gildi er deiliskipulag svæðisins og þarf að fara fram vinna við að skoða hvaða stækkunar möguleikar eru fyrir hendi á svæðinu sem væri í sátt við umhverfi náttúru og nærliggjandi íbúðabyggð.
Bæjarráð visar máinu til umfjöllunar í Skipulagsnefnd Mosafellsbæjar og til viðræðna við fulltrúa hestamannafélagsins Harðar.Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til Skipulagsnefndar.
3. Einiteigur 1 - umsókn um færslu lóðarmarka2018084564
Frestað frá síðasta fundi. Á 466. fundi skipulagsnefndar 31. ágúst 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu og vísar því til bæjarráðs."
Bæjarráð lýsir sig jákvætt fyrir erindinu og samþykkir með 3 atkvæðum 1367. fundar að vísa því til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar í tengslum við gjaldtöku og úrvinnslu.
4. Ósk um lögheimili að Hamrabrekkum 5201809151
Ósk um lögheimili að Hamrabrekkum 5
Samþykkt með 3 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar lögmanns Mosfellsbæjar.
5. Framlag 2018 vegna Skálatúns201802290
Samkomulag við Skálatún vegna fjárframlaga 2018. Heimild til undirritunar.
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að veita umsögn um lengd og efni bókana. Samþykkt með 2 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Fulltrúi M- lista er kýs gegn afgreiðslunni.
Gestir
- Ásgeir Sigurgestsson verkefnastjóri þróunar- og gæðamála á fjölskyldusviði Mosfellsbæjar
6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Kynnt drög að áætlun skatttekna 2019 og dagskrá vinnu við fjárhagsáætlun.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1367. fundar bæjarráðs að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.