Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. september 2018 kl. 16:35,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) aðalmaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
  • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Fundargerð

Fundargerðir til staðfestingar

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1366201809014F

    Fund­ar­gerð 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2.1. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd 201503558

      Frestað frá síð­asta fundi. Óskað er heim­ild­ar bæj­ar­ráðs til að bjóða út (örút­boð inn­an ramma­samn­ings) bún­að­ar­kaup vegna 1 & 4 áfanga Helga­fells­skóla.

      Linda Udeng­a­ard, Fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs ger­ir grein fyr­ir vinnu tengdri vali á bún­aði.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.2. Reykja­hvoll 3.áfangi, Gatna­gerð í Reykjalandi 201805357

      Óskað er heim­ild­ar bæj­ar­ráðs til samn­inga­gerð­ar við lægst­bjóð­anda að loknu út­boði á gatna­gerð fyr­ir 9 lóð­ir við Reykja­hvol.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.3. Við­hald Varmár­skóla 201806317

      Minn­is­blað vegna við­halds­verk­efna í Varmár­skóla lagt fyr­ir bæj­ar­ráð til kynn­ing­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Til­laga C-, M-, S- og L- lista: Lagt er til að feng­inn verði óháð­ur að­ili til þess að gera út­tekt á allri máls­með­höndl­un er varð­ar minn­is­blað EFLU verk­fræði­stofu frá 12. júní 2017 svo unnt verði að svara þeim spurn­ing­um sem sett­ar eru fram í grein­ar­gerð­inni og jafn­framt að við­kom­andi geri til­lög­ur að bættu verklagi svo tryggja megi að slík máls­með­ferð end­ur­taki sig ekki.
      (Grein­ar­gerð færð und­ir fund­inn sem fylgiskjal).

      Til­lag­an felld með 5 at­kvæð­um 724. fund­ar bæj­ar­stjórn­ar. Bæj­ar­flut­trú­ar C-, M-, S- og L- lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

      Bók­un V- og D- lista:

      Eins og fram hef­ur kom­ið voru til stað­ar veik­leik­ar í und­ir­bún­ingi og skjölun þess máls en við því hef­ur ver­ið brugð­ist og því þarf enga sér­staka út­tekt á því. Það breyt­ir því ekki að sam­an­tek/minn­is­blað Eflu var hluti af þeim gögn­um sem nýtt voru við við­hald og end­ur­bæt­ur á Varmár­skóla.

      Bók­un C-, M-, S- og L- lista:

      Full­trú­ar minni­hlut­ans lýsa von­brigð­um yfir því að meiri­hluti V og D lista fall­ist ekki á til­lögu þeirra um óháða og fag­lega út­tekt á ferli máls­ins inn­an stjórn­sýsl­unn­ar. Ekki hef­ur kom­ið fram með hvaða hætti verk­ferl­ar hafi ver­ið lag­að­ir til þess að koma í veg fyr­ir að sam­bæri­leg mistök við máls­með­höndl­un end­ur­taki sig.

      ***

      Bók­un C-, M-, S- og L- lista:

      Í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga vor­ið 2018 var uppi orð­róm­ur um að gerð hefði ver­ið út­tekt á hús­næði Varmár­skóla. Í júní 2018 kom í ljós að for­eldra­fé­lag Varmár­skóla hafði sent bæj­ar­stjórn, bæj­ar­stjóra og skóla­stjórn­end­um bréf fyr­ir kosn­ing­ar þar sem m.a. er spurt: ,,Þar sem vitað hef­ur ver­ið um leka­vanda­mál bæði í Varmár­skóla og íþróttamið­stöð að Varmá í tals­verð­an tíma. Hef­ur ver­ið geng­ið úr skugga um að mygla sé ekki til stað­ar og skoð­að sér­stak­lega ástand á þaki og veggj­um þar sem leka­vand­inn hef­ur ver­ið hvað mest­ur? Í bréf­inu er vitn­að í út­tekt sem EFLA gerði í júní 2017 og var með­höndlað sem trún­að­ar­mál. For­eldra­fé­lag­ið sendi svo ann­að bréf þann 15. júní s.l. til að ít­reka fyrri fyr­ir­spurn sína.

      Bréf for­eldra­fé­lags­ins frá 15. júní var tek­ið fyr­ir á fundi bæj­ar­ráðs 28. júní s.l. og það er fyrst á þess­um bæj­ar­ráðs­fundi sem til­vist minn­is­blaðs­ins EFLU frá 12. júní 2017 er við­ur­kennd og það gert op­in­bert.

      Það hef­ur nú kom­ið á dag­inn að þessi fyrri at­hug­un EFLU verk­fræði­stofu um myglu í skól­an­um var unn­in að frum­kvæði skóla­stjórn­enda Varmár­skóla og fengu þær minn­is­blað frá EFLU um nið­ur­stöð­ur at­hug­un­ar­inn­ar. Henni var svo stung­ið und­ir stól og til­vist henn­ar neitað. Í minni­blað­inu koma fram skýr­ar að­var­an­ir og ráð­legg­ing­ar um hvað þurfi að gera til þess að að tryggja að hús­næð­ið sé ekki heilsu­spill­andi en þrátt fyr­ir þetta þá virð­ist sem ekki hafa ver­ið grip­ið til við­eig­anda ráð­staf­ana fyrr en eft­ir á mál­ið kemst aft­ur í há­mæli einu ári seinna eða í júní 2018. Rétt er að taka fram að þessi skýrsla rat­aði ekki í skjala­safn Mos­fells­bæj­ar og virð­ist af því er við kom­umst næst ekki hafa far­ið eðli­lega leið í stjórn­kerf­inu. Það er mik­il­vægt að upp­lýsa hvers vegna það var gert svo við kom­um í veg fyr­ir að slíkt ger­ist aft­ur.

      Það er að okk­ar viti áríð­andi að við klár­um þetta mál með því að upp­lýsa það að fullu. Af hverju var þessu minn­is­blað hald­ið leyndu? Hver tók ákvörð­un um það? Skila­boð um að gagn­sæi er alltaf betra og það þarf mjög rík­ar ástæð­ur til þess að halda leynd. Í þessu til­felli telj­um við að nem­end­ur og starfs­fólk hefðu átt að njóta vaf­ans.

      Bók­un V- og D- lista:

      Úr­bæt­ur og við­hald vegna leka og raka í Varmár­skóla eru nú sem fyrr í fag­leg­um far­vegi og unn­ið hef­ur ver­ið skipu­lega og mark­visst í skól­an­um að við­haldi og end­ur­bót­um.

      Brugð­ist hef­ur ver­ið við þeim at­huga­semd­um sem komu fram hjá verk­fræði­stof­unni Eflu og úr­bót­um lýk­ur í sept­em­ber 2018.

      Sam­an­tekt/minn­is­blað Eflu í kjöl­far sjón­skoð­un­ar var lögð fyr­ir skólaráð í apríl 2018.

      Það er mjög al­var­legt þeg­ar bæj­ar­full­trú­ar minni­hlut­ans ásaka stjórn­end­ur skóla og emb­ætt­is­menn bæj­ar­ins um að halda upp­lýs­ing­um vís­vit­andi leynd­um þeg­ar raun­in er sú að svo er ekki. Svör emb­ætt­is­manna við spurn­ing­um Við­reisn­ar varpa skýru ljósi á að engu var leynt.

      Full­yrð­ing­um full­trúa C,L,M og S lista um slæl­eg vinnu­brögð inn­an stjórn­kerf­is Mos­fells­bæj­ar og þar sé ver­ið að halda upp­lýs­ing­um vís­vit­andi leynd­um er al­far­ið hafn­að.

      ***

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.4. Eini­teig­ur 1 - um­sókn um færslu lóð­ar­marka 2018084564

      Á 466. fundi skipu­lags­nefnd­ar 31. ág­úst 2018 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd er já­kvæð gagn­vart er­ind­inu og vís­ar því til bæj­ar­ráðs."

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.5. Ósk um bætta lýs­ingu í Leir­vogstungu 201711019

      Fram­hald er­ind­is varð­andi úr­bæt­ur við stoppistöð fyr­ir skólar­út­una sem fer með börn úr Leir­vogstungu­hverfi.

      Staða fram­kvæmda í tengsl­um við fyrra er­indi og skort­ur á gang­braut á svæð­inu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.6. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201809062

      Varmár­bakki - ósk um lóð­ir fyr­ir hest­hús og breyt­ingu á deili­skipu­lagi

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.7. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ 201706050

      Er­indi varð­andi fjár­mögn­un GM og upp­bygg­ingu æf­inga­að­stöðu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1366. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 724. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

Fundargerðir til kynningar

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 21:10