14. nóvember 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými201911107
Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými - beiðni um umsögn
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa frumvarpinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin verði send bæjarráði til afgreiðslu og fjölskyldunefnd til kynningar.
2. Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda201911134
Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta - beiðni um umsögn fyrir 2. desember
Lagt fram
3. Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn- beiðni um umsögn201911066
Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn- beiðni um umsögn
Lagt fram.
5. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál201910174
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunartillögu um upplýsingarmiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Tré lífsins - minningargarðar201909420
Lögð fram umsögn umhverfissviðs varðandi ósk Trés lífsins um minningargarð í Mosfellsbæ.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
7. Minna-Mosfell 2 - nýtt rekstrarleyfi veitingar fl. II201911065
Umsagnarbeiðni - Minna-Mosfell 2 - nýtt rekstrarleyfi veitingar fl. II
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis.
8. Hlégarður - Umsagnarbeiðni vegna tímabundið áfengisleyfi201911114
Hlégarður - Umsagnarbeiðni vegna tímabundið áfengisleyfi
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að gera ekki athugasemdir við veitingu tímabundis áfengisleyfis.
9. Súluhöfði - Úthlutun lóða201911061
Kynning á vinnu við val tilboða í 15 lóðir. Úthlutun 15 lóða til hæstbjóðenda. Minnisblað um tilfærslu golfbrauta. Tillaga um auglýsingu þeirra 4 lóða sem eftir standa.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að úthluta 15 lóðum við Súluhöfða í samræmi við framlagt mat á tilboðum gegn greiðslu þeirra tilboðsverða sem þar koma fram.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að heimila framhvæmdir við breytingar á golfvelli GM sem lagðar eru til í fyrirliggjandi minnisblaði. Þá er samþykkt með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að auglýsa þær 4 lóðar sem eftir eru við Súluhöfða lausar til umsóknar með sama hætti og þær fyrri 15 voru auglýstar.10. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ201706050
Drög að þríhliða samkomulagi.
Bæjarráð samykkir með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við Landsbankann og Golfklúbb Mosfellsbæjar á grundvelli fyrirliggjandi draga að þríhliða samkomulagi með þeim breytingum að ákvæði greinar 4.b verði gert að forsendu gildistöku samkomulagsins.