Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. nóvember 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Bréf varð­andi að­stöðu­mál Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar201804343

    Bæjarráð samþykkti á 1352. fundi sínum að fela umhverfissviði Mosfellsbæjar að mynda starfshóp með Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar til að leggja til hugmyndir að staðsetningu fyrir aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar. Lagt fram minnisblað starfshóps um aðstöðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar.

    • 2. Gjaldskrá SHS 2019201810362

      Ósk um samþykkt Mosfellsbæjar á gjaldskrá SHS fyrir árið 2019.

      Gjaldskrá SHS fyr­ir árið 2019 sam­þykkt með þrem at­kvæð­um.

    • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022201805277

      Tillögur Viðreisnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa til­lögu um mæl­ingu loft­gæða í Mos­fells­bæ til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs og til­lögu um vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara til um­sagn­ar for­stöðu­manns þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar.

    • 4. Upp­bygg­ing íþróttamið­stöðv­ar og æf­ing­ar­svæð­is við Hlíð­ar­völl í Mos­fells­bæ201706050

      Tillaga að úttekt á fjárhagsstöðu Golfklúbbs Mosfellsbæjar.

      Til­laga M-lista. Bæj­ar­ráð vís­ar mál­inu frá enda ekki rétt að Mos­fells­bær hlut­ist til með þess­um hætti um innra starf íþrótta­fé­laga í bæn­um.

      Fram kom til­laga um að vísa mál­inu til bæj­ar­stjórn­ar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa mál­inu til bæj­ar­stjórn­ar.

    • 5. Út­tekt á rekstri og fjár­mögn­un Skála­túns í Mos­fells­bæ201811045

      Úttekt RR ráðgjafar á rekstri og fjármögnun Skálatúns í Mosfellsbæ. Úttekt unnin fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

      Til­laga
      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að ganga til samn­inga við Skála­tún um kröfu að fjár­hæð kr. 280.177.000,-.

      Grein­ar­gerð
      Vísað er í er­indi frá full­trúa Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ dags. 30. októ­ber 2018 sem vísað hef­ur ver­ið til um­ræðu um fjár­hags­áætlun bæj­ar­ins.

      Bók­un M-lista
      Þessi skýrsla birt­ist of seint hér í bæj­ar­ráði en hún var gef­in út í des­em­ber 2017.

      Lögð var fram frá­vís­un­ar­til­laga og var hún sam­þykkt með tveim at­kvæð­um. Full­trúi M-lista greiddi at­kvæði gegn frá­vís­un­ar­til­lög­unni.

      Gestir
      • Unnur V. Ingólfsdóttir
      • Ásgeir Sigurgestsson
      • 6. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stofn­un ráð­gjaf­ar­stofu inn­flytj­enda201809393

        Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að gera um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að sinni og fel­ur fram­kvæmda­stjóra að senda um­sögn­ina til nefnda­sviðs Al­þing­is.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55