Mál númer 201406128
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Hamra hjúkrunarheimilis. Samkomulag milli Sjúkratrygginga Íslands, Hamra hjúkrunarheimilis og Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1446. fundar bæjarráðs samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. júní 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1446
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Hamra hjúkrunarheimilis. Samkomulag milli Sjúkratrygginga Íslands, Hamra hjúkrunarheimilis og Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag milli Sjúkratrygginga Íslands, hjúkrunarheimilisins Hamra og Mosfellsbæjar
Bókun:
Með undirritun Rammasamnings milli Hamra og Sjúkratrygginga liggur ljóst
fyrir að Mosfellsbæ er óskylt að standa straum af rekstri Hamra. Mosfellsbær áskilur sér allan rétt til þess að sækja frekari greiðslur til Sjúkratrygginga Íslands og/eða íslenska ríkisins vegna þeirra fjármuna sem Mosfellsbær hefur lagt til reksturs hjúkrunarheimilisins Hamra fyrir gildistöku samkomulagsins. Bæjarstjóra er falið að halda áfram viðræðum við stjórnvöld um endurgreiðslu þess kostnaðar. - 16. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #747
Samþykkt var á 1401. fundi bæjarráð að heimila bæjarstjóra að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði um 1-3 mánuði í senn. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samningsins kemur til skoðuna að framlengja samninginn um einn mánuð til marsloka en þá er litið svo á að samningur Mosfellsbæjar við ríkið sé úr gildi fallinn sbr. bréf Mosfellsbæjar dags. 31. mars 2019 til félagsmálaráðherra.
Afgreiðsla 1415. fundar bæjarráðs samþykkt á 747. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. október 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1415
Samþykkt var á 1401. fundi bæjarráð að heimila bæjarstjóra að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði um 1-3 mánuði í senn. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samningsins kemur til skoðuna að framlengja samninginn um einn mánuð til marsloka en þá er litið svo á að samningur Mosfellsbæjar við ríkið sé úr gildi fallinn sbr. bréf Mosfellsbæjar dags. 31. mars 2019 til félagsmálaráðherra.
Samþykkt með 3 atkvæðum að framlengja heimild bæjarstjóra sem veitt var á 1401. fundi bæjarráðs, til að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði, um 1 mánuð til viðbótar þannig að hún nái allt til 31. mars 2019.
- 12. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #741
Samþykkt var á 1394. fundi bæjarráðs að fela bæjarstjóra að framlengja fyrirliggjandi samning við Hamra frá 20. febrúar 2019 um einn mánuð þannig að hann gildi til 30. apríl 2019. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samnings við ríkið kemur til skoðunar að framlengja samningnum við Hamra að nýju til allt að 11 mánaða.
Afgreiðsla 1401. fundar bæjarráðs samþykkt á 741. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. júní 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1401
Samþykkt var á 1394. fundi bæjarráðs að fela bæjarstjóra að framlengja fyrirliggjandi samning við Hamra frá 20. febrúar 2019 um einn mánuð þannig að hann gildi til 30. apríl 2019. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samnings við ríkið kemur til skoðunar að framlengja samningnum við Hamra að nýju til allt að 11 mánaða.
Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila bæjarstjóra að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði um 1-3 mánuði í senn.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins vísar í bókun sína þann 17.3.2019. Fulltrúi Miðflokksins áréttar að sveitarfélagið hefur skyldur gagnvart íbúum sínum. Þær skyldur ber sveitarfélaginu að standa við. Varast ber að valda íbúum Hamra áhyggjum enda verða þeir að geta treyst því að bærinn standi við skyldur sínar gagnvart þeim. Samningur Mosfellsbæjar við ríkið er því miður ófrágenginn en fulltrúi Miðflokksins leggur áherslu á að báðir samningsaðilar standi við sínar skyldur og að á meðan samningur er ekki til staðar muni þjónusta við íbúanna ekki skerðast og lög nr. 31/1999 og lög nr. 38/2018 verði virt í hvívetna. - 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Uppsögn samnings við velferðarráðuneytið. Annað svarbréf ráðuneytis.
Afgreiðsla 1397. fundar bæjarráðs samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1397
Uppsögn samnings við velferðarráðuneytið. Annað svarbréf ráðuneytis.
Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara heilbrigðisráðuneytinu og áréttar að það er ráðuneytisins að tryggja efndir ríkisins á gerðum samningum eða ella axla ábyrgð á því lögbundna hlutverki sínu að reka hjúkrunarheimili.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Uppsagnarbréf sent Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingum íslands.
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #737
Uppsögn samnings við Velferðarráðuneytið.
Afgreiðsla 1393. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins harmar að ráðuneyti velferðarmála hefur ekki svarað Mosfellsbæ eftir að samningi Mosfellsbæjar við ríkið var sagt upp varðandi rekstur við hjúkrunarheimilið Hamra. Jafnframt er skorað á bæjarstjóra Mosfellsbæjar að upplýsa vistmenn um stöðu málsins og að skora á ráðherra að svara erindi bæjarins í tengslum uppsögn samningsins.Bókun C- S- D- V- og L- lista:
Fulltrúar C- S- D- V- og L- lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar harma þau orð sem hafa verið látin falla í málinu.
Bæjarstjórn mun halda áfram að vinna að fullri einurð að lausn málsins með hagsmuni íbúa Hamra að leiðarljósi. - 4. apríl 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1394
Uppsagnarbréf sent Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingum íslands.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að framlengja fyrirliggjandi samning við Hamra frá 20. febrúar 2019 um einn mánuð þannig að hann gildi til 30. apríl 2019 sem er í samræmi við uppsagnarfrest samnings við ríkið um þjónustuna.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Niðurstaða fundar fulltrúa Mosfellsbæjar og Velferðarráðuneytis.
Afgreiðsla 1392. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. apríl 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #736
Minnisblað vegna fundar með ráðherra um stöðu Hamra
Afgreiðsla 1391. fundar bæjarráðs samþykkt á 736. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1393
Uppsögn samnings við Velferðarráðuneytið.
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1393. fundi bæjarráðs að veita bæjarstjóra umboð til að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra á grundvelli vanefnda og/eða ófullnægjandi greiðslna til að standa undir kostnaði. Bæjarráð ítrekar áskorun sína til heilbrigðisráðherra um að tryggja rekstrargrundvöllinn í samræmi við gerða samninga og raunverulegan kostnað við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð á að veitt sé.
Bókun M- lista: Fulltrúi M- lista ítrekar bókun sína þess efnis að Mosfellsbær eigi að láta meta hvort stefna eigi ríkinu vegna vanefnda á samningi aðila.
- 28. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1392
Niðurstaða fundar fulltrúa Mosfellsbæjar og Velferðarráðuneytis.
Lagt fram. Samþykkt með 3 atkvæðum að haldinn verði aukafundur í bæjarráði kl. 11:00 á morgun 29.3.2019 til að ræða boðuð viðbrögð Velferðarráðuneytisins.
- 21. mars 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1391
Minnisblað vegna fundar með ráðherra um stöðu Hamra
Minnisblað sem lagt var fram á fundi með heilbrigðisráðherra lagt fram og rætt. Umræður af fundi með heilbrigðisráðherra kynntar og ræddar. Samþykkt með 3 atkvæðum 1391. fundar bæjarráðs að lýsa yfir áhyggjum af rekstrarvanda Hamra og skora á heilbrigðisráðneytið að tryggja rekstrargrundvöllinn í samræmi við gerða samninga og raunverulegan kostnað við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð á að veitt sé.
Bókun M- lista:
Mosfellsbær ætti að láta meta hvort stefna eigi ríkinu vegna vanefnda á samningi aðila og réttar efndir. Má þar m.a. vísa í að sannarlegt er að að RAI mat, það sem er til viðmiðunar, endurspeglar á engan hátt umönnunarþyngd þeirra sem lagst hafa inn á heimilið Hamra frá því að framangreindur samningur var undirritaður.Fulltrúi Miðflokksins vill í þessu efni vísa m.a. í lög um málefni aldraða nr. 31/1999 og lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 þar sem kröfur eru uppi um þjónustu og samningsaðilinn, Mosfellsbær í þessu tilviki, getur ekki vikist undan við að veita alla þjónustu með aukinni umönnunnarþyngd án þess að fá greitt í samræmi við það. Lögum samkvæmt ber að veita þessa þjónustu enda um mannréttindi að ræða.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Minnisblað um rekstur Hamra
Afgreiðsla 1384. fundar bæjarráðs samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 31. janúar 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1384
Minnisblað um rekstur Hamra
Minnisblað um rekstur Hamra, Hjúkrunarheimilis lagt fram og rætt.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að bæjarráð lýsi sig jákvætt fyrir tillögum í fyrirliggjandi minnisblaði.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Minnisblað um stöðu mála lagt fram.
Afgreiðsla 1336. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Minnisblað um stöðu mála lagt fram.
Afgreiðsla 1335. fundar bæjarráðs samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. janúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1336
Minnisblað um stöðu mála lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við þann framgang sem lýst er í fyrirliggjandi minnisblaði.
- 21. desember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1335
Minnisblað um stöðu mála lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra framhald málsins.
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Óskað eftir heimild til uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila.
Afgreiðsla 1329. fundar bæjarráðs samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1329
Óskað eftir heimild til uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að segja upp rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila.
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Upplýst um stöðu mála.
Afgreiðsla 1296. fundar bæjarráðs samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 2. mars 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1296
Upplýst um stöðu mála.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum uppsögn, með 12 mánaða fyrirvara, á samningi Mosfellsbæjar og Velferðarráðuneytisins frá 27. júní 2013 um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra, sem send var ráðuneytinu 28. febrúar sl. Ástæða uppsagnarinnar er sú að daggjöld ríkisins standa ekki undir kostnaði við rekstur hjúkrunarheimilisins og hefur ríkið ekki sinnt ítrekuðum beiðnum Mosfellsbæjar um aukin fjárframlög eða aðra viðunandi lausn á fjarhagsvanda þess. Bæjarráð lýsir vonbrigðum með þá stöðu sem málið er komið í en ítrekar jafnframt að Mosfellsbær er reiðubúinn til viðræðna við ríkið um framtíð hjúkrunarheimilisins hér eftir sem hingað til.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Upplýst um stöðu mála.
Afgreiðsla 1290. fundar bæjarráðs samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #687
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Afgreiðsla 1289. fundar bæjarráðs samþykkt á 687. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. janúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1290
Upplýst um stöðu mála.
Farið var yfir stöðu mála vegna hjúkrunarheimilisins Hamra.
- 12. janúar 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1289
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Farið var yfir rekstarstöðu Hamra hjúkrunarheimilis.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. desember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1241
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Ásgeir Sigurgestsson, verkefnastjóri á fjölskyldusviði, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir rekstur Hamra hjúkrunarheimilis og samskipti við heilbrigðisráðherra vegna hans.
Bæjarráð lýsir miklum áhyggjum af fyrirséðum rekstrarhalla Hamra hjúkrunarheimilis og skorar á heilbrigðisráðherra að bregðast við ítrekuðum beiðnum þar að lútandi.
- 17. desember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1240
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Frestað.
- 26. ágúst 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #654
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis
Afgreiðsla 1222. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 654. fundi bæjarstjórnar.
- 30. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1222
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna að þeim verkefnum sem til umfjöllunar eru í minnisblaðinu.
Þess verði farið á leit við velferðarráðuneytið að aukin daggjöld komi til vegna íbúa á Hömrum sem eru undir 67 ára aldri hverju sinni.
Þá verði þess ennfremur farið á leit við velferðarráðuneytið að í áætlunum ríkisins um fjölgun hjúkrunarrýma verði litið til stækkunar á Hömrum. Hjúkrunarheimilið Hamrar sem tók til starfa á árinu 2013 er eitt glæsilegasta hjúkrunarheimili landsins og er langur biðlisti eftir plássi þar. Bent hefur verið á rekstrarlegt óhagræði vegna smæðar þess og því hlýtur stækkun að koma vel til greina í væntanlegri framkvæmdaáætlun velferðarráðherra um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem til stendur að kynna fljótlega.Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson verkefnastjóri á Fjölskyldusviði sátu fundinn undir þessum lið.