9. nóvember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Íbúasamtök Leirvogstungu - ósk um pöntunarþjónustu fyrir Strætó201711020
Erindi til bæjarráðs Mosfellsbæjar - ósk um pöntunarþjónustu í strætó í Leirvogstungu
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við Strætó bs. um þjónustu þess við Leirvogstunguhverfi.
2. Ósk um bætta lýsingu í Leirvogstungu201711019
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
3. Rekstraráætlun SORPU bs 2018 - 2022201710361
Rekstraráætlun SORPU bs 2018 - 2022
Lagt fram.
4. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Óskað eftir heimild til uppsagnar á rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að segja upp rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og hjúkrunarheimila um þjónustu hjúkrunarheimila.
5. Ósk um úthlutun lóða við Sunnukrika 3-7201609340
Ósk um breytingu á samkomulagi um úthlutun lóða við Sunnukrika.
Frestað.
6. Ósk um að afstaða verði tekin til forkaupsréttar201711050
Óskað eftir því að Mosfellsbær taki afstöðu til þess hvort bærinn vilji nýta forkaupsrétt að landi við Lynghólsveg
Samþykkt með þremur atkvæðum að nýta ekki forkaupsrétt á landi nr. 125351 við Lynghólsveg.