12. janúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka málið Umsókn um lóð við Lágafellslaug á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Farið var yfir rekstarstöðu Hamra hjúkrunarheimilis.
2. Markmið um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs árið 2020201701028
Umhverfisstofnun vekur athygli á markmiði sem er í gildi um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar í stjórn Sorpu bs.
3. Hesthúsalóð á Varmárbökkum201701072
Beiðni til Bæjarráðs um að það feli skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar að kanna stækkunar möguleika hesthúsahverfisins á Varmárbökkum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfissviðs.
4. Dómsmálið Pálmatré/Verkland gegn Mosfellsbæ201510328
Niðurstaða héraðsdóms kynnt.
Lagt fram.
5. Fyrirspurn um álag á fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis201611157
Beiðni um rökstuðning fyrir beitingu álags á fasteignaskatt.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fjármálastjóra að svara erindinu í samræmi við framlagt minnisblað.
6. Umsókn um lóð við Lágafellslaug201611134
Umsögn íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda og afla frekari gagna í samræmi við umræður á fundinum.