21. mars 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla201903118
Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá foreldrafélagi Varmárskóla um heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs og framkvæmdastjóri fræðslusviðs mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að svara erindinu með tilvísun til afgreiðslu samskonar erindis (Mál nr. 201903119) sem afgreitt var á síðasta fundi bæjarstjórnar:
***
Tillaga fulltrúa D- og V- lista varðandi útttekt á rakaskemdum:
Fulltrúar D- og V- lista leggja til að umhverfissviði verði falið að láta framkvæma skoðun á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar m.t.t. rakaskemda og hugsanlegs örveruvaxtar tengdum þeim. Ef fram koma merki um örveruvöxt í þeirri skoðun verði strax gerð áætlun um úrbætur og ráðist í þær.
Þrátt fyrir þær þrjár úttektir sem Efla hefur gert á húsnæði Varmárskóla og úrbætur í kjölfar þeirra eru enn uppi efasemdir í skólasamfélaginu í Mosfellsbæ um að nóg sé að gert. Því er mikilvægt að fyrsta verkefni tengt þessari skoðun verði að ráðast í heildstæða úttekt á Varmárskóla og mæla loftgæði þannig að ekki leiki vafi á að húsnæði skólans mæti kröfum sem gerðar eru til skólahúsnæðis.Fram kom breytingartillaga um að bæjarstjórn standi sameiginlega að tillögunni.
Tillagan ásamt breytingartillögunni er samþykkt með 9 atkvæðum 735. fundar bæjarstjórnar.
***2. Tillaga um úttekt á húsnæði Varmárskóla201903119
Tillaga um úttekt á Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs og framkvæmdastjóri fræðslusviðs mæta á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fram og rædd. Málið var efnislega afgreitt á 735. fundi bæjarstjórnar.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Linda Udengård Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- FylgiskjalTillaga Viðreisnar um ítarlega úttekt á húsnæði Varmárskóla.pdfFylgiskjal1831-081-MIN-01-V01-Varmárskóli yngri og eldri deild - Innlit (1).pdfFylgiskjalMinnisblað Eflu Verkfræðistofu um Varmárskóla.pdfFylgiskjal1831-081-MIN-004-V02-Varmárskóli Skólabraut - rakavandamál verklokaskýrsla -22.02.2019.pdfFylgiskjalUmsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.pdf
3. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað vegna fundar með ráðherra um stöðu Hamra
Minnisblað sem lagt var fram á fundi með heilbrigðisráðherra lagt fram og rætt. Umræður af fundi með heilbrigðisráðherra kynntar og ræddar. Samþykkt með 3 atkvæðum 1391. fundar bæjarráðs að lýsa yfir áhyggjum af rekstrarvanda Hamra og skora á heilbrigðisráðneytið að tryggja rekstrargrundvöllinn í samræmi við gerða samninga og raunverulegan kostnað við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð á að veitt sé.
Bókun M- lista:
Mosfellsbær ætti að láta meta hvort stefna eigi ríkinu vegna vanefnda á samningi aðila og réttar efndir. Má þar m.a. vísa í að sannarlegt er að að RAI mat, það sem er til viðmiðunar, endurspeglar á engan hátt umönnunarþyngd þeirra sem lagst hafa inn á heimilið Hamra frá því að framangreindur samningur var undirritaður.Fulltrúi Miðflokksins vill í þessu efni vísa m.a. í lög um málefni aldraða nr. 31/1999 og lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 þar sem kröfur eru uppi um þjónustu og samningsaðilinn, Mosfellsbær í þessu tilviki, getur ekki vikist undan við að veita alla þjónustu með aukinni umönnunnarþyngd án þess að fá greitt í samræmi við það. Lögum samkvæmt ber að veita þessa þjónustu enda um mannréttindi að ræða.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
4. Frumvarp til laga um ráðstafanir og uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta- beiðni um umsögn201903182
Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta - beiðni um umsögn fyrir 27. mars
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Umhverfissviðs.
5. Forathugun á vilja bæjaryfirvalda vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd201903204
Forathugun á vilja bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs.
- FylgiskjalForathugun á vilja bæjarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.pdfFylgiskjalsamningur Útl og Hfj_2019.pdfFylgiskjalForathugun á vilja bæjarráðs / sveitarstjórnar til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.pdf
6. Frumvarp til laga um fiskeldi - beiðni um umsögn201903225
Frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.)- beiðni um umsögn fyrir 29. mars
Erindið lagt fram og rætt.
7. Erindi KSÍ vegna framkvæmda við gervigrasvöll201903272
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ráðast í endurbætur við gervigrasvöll að Varmá til þess að Afturelding geti haldið þar heimaleiki sína sem og að heimila gerð viðauka vegna þessara framkvæmda.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela fjármálastjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun sem lögð verði fyrir bæjarráð. Samþykkt með 3 atkvæðum að heimila að ráðist verði í endurbætur við gervigrasvöll að Varmá í samræmi við framliggjandi minnisblað með fyrirvara um samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun.