17. apríl 2019 kl. 16:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varabæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 9 atkvæðum í upphafi fundar að taka á dagskrá með afbrigðum mál nr. 10 og 13, fundargerð íþrótta og menningarmálanefndar og kosning í ráð og nefndir.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018201903440
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2018
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2018 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar: Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 11.252 mkr. Laun og launatengd gjöld 4.850 mkr. Annar rekstrarkostnaður 4.672 mkr. Afskriftir 343 mkr. Fjármagnsgjöld 555 mkr. Tekjuskattur 20 mkr. Rekstrarniðurstaða jákvæð um 812 mkr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 19.028 mKr. Skuldir og skuldbindingar: 12.246 mkr. Eigið fé: 6.782 mkr.
***
Bókun bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir sínar, sem fram voru settar við fyrri umræðu, til allra þeirra sem komu að undirbúningi og gerð ársreiknings fyrir Mosfellsbæ vegna ársins 2018.
Ársreikningurinn sýnir að tekjuflæði var meira á umliðnu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir á meðan að hefðbundin rekstarútgjöld héldu sjó.
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar minnir þó á að fljótt geta veður skipast í lofti og það er ekki sjálfgefið að tekjur af útsvari og fasteignaskatti aukist í þeim mæli sem verið hefur síðustu ár. Því verði ávallt að halda vel á spöðunum, því kostnaður af lögbundnum rekstri bæjarins s.s. skóla- og velferðarmálum eru nánast föst útgjöld um leið og tekjur og þá sérstaklega einskiptistekjur eins og t.d. af byggingarréttargjöldum geta lækkað snarlega.Bókun V- og D- lista:
Rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2018. Rekstrarniðurstaðan er jákvæð um 812 milljónir sem er um 500 milljóna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, meiri umsvifa í sveitarfélaginu og lægri fjármagnskostnaðar en ráð var fyrir gert.
Skuldaviðmið fer lækkandi og er 77,6% og því vel innan þess 150% hámarks sem kveðið er á um í lögum. Skuldastaða sveitarfélagsins er traust og í takti við þá uppbyggingu sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. Sú uppbygging er til samræmis við markmið sveitarfélagsins um framúrskarandi þjónustu við alla aldurshópa um leið og þörfum nýrra íbúa er mætt. Íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað um 1.000 tvö ár í röð og öflugur rekstur og sterk fjárhagsstaða auðveldar samfélaginu að taka vel á móti nýjum íbúum og tryggja öllum íbúum framúrskarandi þjónustu.
Áfram verður unnið að uppbygging innviða í Mosfellsbæ en stærstu verkefnin sem sveitarfélagið hefur með höndum nú er bygging Helgafellsskóla og fjölnota knatthúss sem tekið verður í notkun í haust.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun en rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnsliða námu 8.168 milljónum en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 8.226 milljónum til reksturs málaflokka. Hér er frávikið 58 milljónir sem er 0,7% undir fjárhagsáætlun.
Við viljum færa öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sérstakar þakkir fyrir að standa vel að rekstri bæjarfélagins á árinu 2018 og fyrir þá miklu eljusemi og ábyrgð sem sýnd hefur verið.Bókun S-lista við ársreikning 2018.
Starfsfólk Mosfellsbæjar á þakkir skildar fyrir að halda rekstrinum innan þess ramma sem settur er í stefnumörkun þess pólitíska meirihluta sem ræður ferðinni í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar er mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrist sú niðurstaða af hagfelldum ytri aðstæðum sveitarfélagsins, s.s lægri verðbólgu sem leiðir af sér lægri vaxtagjöld, meiri sölu byggingarréttar en áætlað var, mikilli fjölgun íbúa og hækkandi tekjum þeirra sem þýðir auknar útsvarsgreiðslur í bæjarsjóð.
Mikil fólksfjölgun hlýtur að kalla á aukin fjárframlög í þjónustu sveitarfélagsins, sérstaklega hvað varðar skóla- og leikskóla. Þá er ótalin uppsöfnuð viðhaldsþörf fasteigna sveitarfélagsins sem kallar á aukin útgjöld til þeirra mála. Á þessum sviðum þarf að gera betur og byggja upp til framtíðar.
Anna Sigríður Guðnadóttir
***Tillaga fulltrúa S-lista Samfylkingar.
Geri að tillögu minni að allar ábendingar endurskoðanda bæjarins sem berast bæjarstjóra og fjalla um málefni tengd innra eftirliti, fjárhagskerfi og stjórnsýslu sveitarfélagsins séu lagðar fyrir bæjarráð til kynningar. Tillagan er samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1393201903040F
Fundargerð 1393. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis 201406128
Uppsögn samnings við Velferðarráðuneytið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1393. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Bókun M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins harmar að ráðuneyti velferðarmála hefur ekki svarað Mosfellsbæ eftir að samningi Mosfellsbæjar við ríkið var sagt upp varðandi rekstur við hjúkrunarheimilið Hamra. Jafnframt er skorað á bæjarstjóra Mosfellsbæjar að upplýsa vistmenn um stöðu málsins og að skora á ráðherra að svara erindi bæjarins í tengslum uppsögn samningsins.Bókun C- S- D- V- og L- lista:
Fulltrúar C- S- D- V- og L- lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar harma þau orð sem hafa verið látin falla í málinu.
Bæjarstjórn mun halda áfram að vinna að fullri einurð að lausn málsins með hagsmuni íbúa Hamra að leiðarljósi.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1394201904002F
Fundargerð 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Forathugun á vilja bæjaryfirvalda vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd 201903204
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Tillaga S-lista
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að málinu verði vísað aftur til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs með þeim fyrirmælum að rætt verði við Útlendingastofnun um möguleika á að taka á móti færri aðilum í þjónustu í þeim tilgangi að fá niðurstöðu um hvort skilyrði séu fyrir hendi til þess. Tillagan er felld með 7 atkvæðum gegn 2. Fulltrúar S og C lista greiða atkvæði með tillögunni.Bókun S- og C lista.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar harma þá ákvörðun Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Vina Mosfellsbæjar að fella framkomna tillögu um frekari viðræður um beiðni Útlendingastofnunar.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Lovísa Jónsdóttir3.2. Umsókn um stöðuleyfi við Þverholt 1 201903307
Hlöllabáta ehf., Háholt 14 Mosfellsbæ, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóðinni Þverholt nr. 1, í samræmi við framlögð gögn.
Byggingarfulltrúi vísar erindi til umsagnar bæjarráðs.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð - beiðni um umsögn 201903439
Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð - beiðni um umsögn fyrir 29. mars
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími) - beiðni um umsögn 201903468
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími) - beiðni um umsögn fyrir 15. apríl
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Færsla vatnsbóls í Mosfellsdal, Veitur Mosfellsbæjar 201903273
Brynjólfur Björnsson frá Mannviti mætir á fund kl. 8:00 bæjarráðs og gerir grein fyrir mögulegum tilraunaborunum í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Umsókn um launað námsleyfi 201903136
Skólastjóri hefur óskað eftir launuðu námsleyfi frá 1. september til 31. desember 2019. Umsókn og umsögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis 201406128
Uppsagnarbréf sent Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingum íslands.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Brúarland sem skólahúsnæði 201503529
Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Seta í skólaráðum grunnskóla í Mosfellsbæ. Fyrirspurn um innleiðingu grunnskólalaga 201904020
Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir umfjöllun og skýringum varðandi innleiðingu grunnskólalaga innan vébanda grunnskóla Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í tengslum við setu í skólaráðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Þinglýsing kvaða 201904021
Þrjár beiðnir um þinglýsingu/samþykkt kvaða í tengslum við það verkefni að taka niður rafmagns loftlínur og koma þeim í jörðna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1394. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1395201904008F
Fundargerð 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Brúarland sem skólahúsnæði 201503529
Frestað frá síðasta fundi. Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalLeiðbeiningar_Hljóðvistarkröfur í umhverfi barna_2012.pdfFylgiskjalRyk Minnisblað Uppfært 290416.pdfFylgiskjalHljóð Minnisblað - uppfært 290416.pdfFylgiskjalKort 3 Hljóð - 3m veggur við leiksvæði.pdfFylgiskjalKort 2 Hljóð - 4m veggur við hús.pdfFylgiskjalKort 1 Hljóð - Núverandi ástand.pdfFylgiskjal20190411-uttekt-vBruarland-loft-hljod04.pdf
4.2. Seta í skólaráðum grunnskóla í Mosfellsbæ ? fyrirspurn um innleiðingu grunnskólalaga 201904020
Frestað frá síðasta fundi. Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir umfjöllun og skýringum varðandi innleiðingu grunnskólalaga innan vébanda grunnskóla Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í tengslum við setu í skólaráðum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum gegn 1. Fulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn afgreiðlsunni.
- FylgiskjalSkyrsla-ráðherra_til_Alþingis_um-framkvaemd-skolastarfs-i-grunnskolum-eftir2010.pdfFylgiskjalsjalfsmatskyrsla_2017-2018_lokaskjal-11 mars.pdfFylgiskjalHorduvallaskoli-Fundur2018-2019-30.agust2018-2018_08_30_skolarad.pdfFylgiskjalHandbók-um-skólaráð.pdfFylgiskjal360.fundur-fraedslunefndar-13.mars2019.pdfFylgiskjalreglugerd-skilarad_1157_2008 (1).pdfFylgiskjal20190411-innleiding-grunnskolalaga02.pdf
4.3. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018 201903440
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2018 lagður fram til staðfestingar. Rekstraryfirlit Mosfellsbæjar 1.1.2018-31.12.2018 lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Samningur um barnavernd 2019-2021 201812193
Drög að samningi við Kjósarhrepp um barnaverndarstarf
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Samningur um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir 2019-2022 201812194
Drög að samningi Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Þverholt 21-23 og 25-27 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu 201804104
Samningur um tilfærslu kvaða í samræmi við bókun bæjarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar 201701243
Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Varmárskóli ytra byrði, endurbætur 201904149
Óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa útboð á endurbótum ytra byrðis Varmáskóla yngri deildar 1.áfangi. Um er að ræða endurbætur á kennaraálmu og vesturálmu samkvæmt verklýsingu Verksýnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Vegtenging Mosfellsdal 201812133
Tilboð um makaskipti á landi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Kvíslartunga 84 - ósk um stækkun lóðar 201902109
Á 479. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd er jákvæð gagnvart erindinu."
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Styrkur til friðlýstra svæða í Landsáætlun um uppbyggingu innviða 201904088
Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingu til friðlýstra svæða í Mosfellsbæ í verkefnaáætlun 2019-2021 í Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalStyrkveiting til friðlýstra svæða í mosfellsbæ 2019 - minnisblaðFylgiskjalEndurskodun verkefnaaaetlun landsaaetlunar 2019-2021 mars 2019 (1).pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_Framkvæmdir_tillogur.pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdfFylgiskjalTungufoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdf
4.12. Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl (innflutningur búfjárafurða) - beiðni um umsögn 201904125
Frumvarp til laga um dýrasjúkdóma ofl(innflutningur búfjárafurða) - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Nýliðun og nýútskrifaða kennara til starfa 201903541
Bæjarstjórn vísar erindi til afgreiðslu bæjarráðs.Nýverið kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hugmyndir sínar, Sambands ísl. Sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands o.fl., um að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna lokaverkefnum samhliða starfsnáminu. Í tilefni þessa er því neðangreind tillaga lögð fram til umræðu og afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1395. fundar bæjarráðs samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 362201904009F
Fundargerð 362. fundar fræðslunefndar Samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2018-2019 201809312
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar fræðslunefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Yfirlit yfir leikskólavistun vorið 2019 201901318
Lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar fræðslunefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Skólasvæði 201902330
Reglur um skólasvæði í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar fræðslunefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Sjálfsmatsskýrsla Krikaskóla 2017-18 201904144
Kynning á sjálfsmati Krikaskóla 2017-18
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar fræðslunefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 3201903039F
Fundargerð 3. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Norrænt samstarf um betri bæi og íbúalýðræði 201706309
Upplýsingar úr námsferð sem farin var til að skoða sambærileg verkefni á Norðurlöndum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 3. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar 2014-2017 2014081479
Upphaf vinnu við gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árin 2018-2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 3. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2018 201901489
Niðurstöðu þjónustukönnunar Gallup 2018 fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 3. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrar 201903029
Mosfellsbæ býðst að óska eftir þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambandis íslenkra sveitarfélag og Akureyrarbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 3. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 6201903037F
Fundargerð 6. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Vinabæjarráðstefna 2018 í Mosfellsbæ 201705218
Vinabæjarráðstefna var haldin í Mosfellsbæ 16. til 19. ágúst sl. Helga Jónsdóttir verkefnastjóri vinabæjarsamstarfsins og Hugrún Ósk Ólafsdóttir verkefnisstjóri þjónustu og ritari vinabæjasamstarfsins koma á fundinn og segja frá því helsta sem þar fór fram og verkefnum sem fram undan eru í vinabæjarsamstarfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Ævintýragarður - deiliskipulag 201710251
Deiliskipulagslýsing skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir væntanlegt deiliskipulag yfir Ævintýragarð í Mosfellsbæ sent til umsagnar menningar- og nýsköpunarnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2019 201903519
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2019 teknar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 6. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 7201904011F
Fundargerð 7. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar 201809317
Vinnufundur vegna endurskoðunar Menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 7. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 199201904004F
Fundargerð 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag. 201710345
Mál varðandi gerð deiliskipulags við frístundalóð við Langavatn, sent til umsagnar umhverfisnefndar á 480.fundi skipulagsnefndar þann 15.03.2019, sbr. eftirfarandi bókun nefndarinnar: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis, Umverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisnefndar Mosfellsbæjar sbr. meðfylgjandi erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis."
Fulltrúi frá embætti skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar kemur á fundinn undir þessu máli.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.2. Ævintýragarður - deiliskipulag 201710251
Deiliskipulagslýsing skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir væntanlegt deiliskipulag yfir Ævintýragarð í Mosfellsbæ sent til umsagnar umhverfisnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.3. Erindi Hjólafærni á Íslandi varðandi Bíllausa daginn 201902136
Lagður fram tölvupóstur verkefnastjórnar um Bíllausa daginn 2019 með tillögum að áherslum dagsins í sveitarfélögum
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.4. Friðlýsing gamla Þingvallavegarins 201802151
Lagt fram svar frá Minjastofnun Íslands vegna hugmynda um friðlýsingu Gamla Þingvallavegarins
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9.5. Styrkur til friðlýstra svæða í Landsáætlun um uppbyggingu innviða 201904088
Lagðar fram upplýsingar um styrkveitingu til friðlýstra svæða í Mosfellsbæ í verkefnaáætlun 2019-2021 í Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalStyrkveiting til friðlýstra svæða í mosfellsbæ 2019 - minnisblaðFylgiskjalEndurskodun verkefnaaaetlun landsaaetlunar 2019-2021 mars 2019 (1).pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_Framkvæmdir_tillogur.pdfFylgiskjalAlafoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdfFylgiskjalTungufoss_natturuvaetti_framkvaemdir_tillogur_uppdrattur.pdf
9.6. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ 201710064
Lögð fram uppfærð drög að umhverfisstefnu Mosfellsbæjar í samræmi við ábendingar og tillögur frostöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar varðandi samspil umhverfisstefnu Mosfellsbæjar og heildarstefnu bæjarins sem samþykkt var um mitt ár 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 199. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 228201904016F
Haraldur Sverrisson víkur af fundi undir afgreiðslu 1. liðar vegan vanhæfis.Fundargerð 228. fundar Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Styrkir til efnilegra ungmenna 2019 201904022
Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna, farið yfir umsóknir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum. HS tók ekki þátt í afgreiðslu málsins sökum vanhæfis.
10.2. Staða framkvæmda við íþróttasvæði og knattspyrnuvelli í Mosfellsbæ 201904023
Staða verkefna kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.3. Vinnuskóli Mosfellsbæjar 2019 201904227
Vinnuskóli 2019
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.4. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar 201810279
Fundagerðir þriðja og fjórða fundar samstarfshópsins
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.5. Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 22 201809355
Stjórn UMFÍ óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ og sveitarstjórnum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.6. Samstarfssamningur sveitarfélaga um rekstur Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 201609096
Bæjarráð samþykkti á 1273. fundi drög að nýjum samstarfssamningi um rekstur skíðasvæðanna og jafnframt að senda málið til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 228. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 737. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Almenn erindi
11. Tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar201806071
Fyrri umræða um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Viðbót vegna Notendaráðs um máefni fatlaðs fólks.
Samþykkt með 9 atkvæðum 737. fundar bæjarráðs að vísa breytingum á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar er varða notendaráð um málefni fatlaðs fólks til annarar umræðu.
12. Notendaráð um málefni fatlaðs fólks201806289
Ný samþykkt um Notendaráð um málefni fatlaðs fólks
Ný samþykkt um Notendaráð um málefni fatlaðs fólks samþykkt með 9 atkvæðum.
13. Kosning í nefndir og ráð201806075
Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að gera breytingar á fulltrúum í nefndir.
Fram kemur tillaga um að aðalmaður S lista í menningar- og nýsköpunarnefnd verði Rafn Hafberg Guðlaugsson sem tekur sæti Samsonar Bjarnar Harðarssonar
Varamaður S lista í menningar- og nýsköpunarnefnd verði Sólborg Alda Pétursdóttir sem tekur sæti Rafns Hafbergs Guðlaugssonar. Áheyrnarfulltrúi S lista í umhverfisnefnd verði Anna Sigríður Guðnadóttir sem tekur sæti Samsonar Bjarnar Harðarssonar.Tillagan er samþykkt með 9 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 362201904013F
Fundargerð 362. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 737. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
14.1. Háholt 13-15 / Umsókn um byggingarleyfi 201902280
Festi fasteignir, Skarfagarðar 2 Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta rými 0104 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Háholt nr. 13-15, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 737. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 180. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201904011
Fundargerð 180. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 180. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 737. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalSHS 180 1.5 Samþykkt ER á umsögn um ársreikning.pdfFylgiskjalSHS 180 1.4 Umsögn ER um ársreikning 2018.pdfFylgiskjalSHS 180 1.3 Ábendingar og athugasemdir vegna endurskoðunar á ársreikningi 2018.pdfFylgiskjalSHS 180 1.2 Endurskoðunarskýrsla vegna ársreiknings 2018.pdfFylgiskjalSHS 180 1.1 Ársreikningur 2018 samstæða með áritun.pdfFylgiskjal180. stjórnarfundur SHS.pdfFylgiskjalFundargerð 180. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdf
16. Fundargerð 88. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201904148
Fundargerð 88. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 88. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 737. fundi bæjarstjórnar
17. Fundargerð 45. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis201904150
Fundargerð 45. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Fundargerð 45. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 737. fundi bæjarstjórnar.
18. Fundargerð 18. eigendafundar Strætó bs201904196
Fundargerð 18. eigendafundar Strætó bs
Fundargerð 18. eigendafundar Strætó bs. lögð fram á 737. fundi bæjarstjórnar.