Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

17. apríl 2019 kl. 16:35,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) 1. varabæjarfulltrúi
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) 1. varaforseti
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
 • Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um í upp­hafi fund­ar að taka á dagskrá með af­brigð­um mál nr. 10 og 13, fund­ar­gerð íþrótta og menn­ing­ar­mála­nefnd­ar og kosn­ing í ráð og nefnd­ir.


Dagskrá fundar

Afbrigði

 • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2018201903440

  Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2018

  For­seti bar upp árs­reikn­ing bæj­ar­ins og stofn­ana hans í einu lagi og var árs­reikn­ing­ur árs­ins 2018 ásamt ábyrgða- og skuld­bind­inga­yf­ir­liti stað­fest­ur með níu at­kvæð­um, en helstu nið­ur­stöðu­töl­ur eru þess­ar: Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta: Rekstr­ar­tekj­ur: 11.252 mkr. Laun og launa­tengd gjöld 4.850 mkr. Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 4.672 mkr. Af­skrift­ir 343 mkr. Fjár­magns­gjöld 555 mkr. Tekju­skatt­ur 20 mkr. Rekstr­arnið­ur­staða já­kvæð um 812 mkr. Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta: Eign­ir alls: 19.028 mKr. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 12.246 mkr. Eig­ið fé: 6.782 mkr.

  ***

  Bók­un bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar.
  Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar þakk­ir sín­ar, sem fram voru sett­ar við fyrri um­ræðu, til allra þeirra sem komu að und­ir­bún­ingi og gerð árs­reikn­ings fyr­ir Mos­fells­bæ vegna árs­ins 2018.
  Árs­reikn­ing­ur­inn sýn­ir að tekjuflæði var meira á umliðnu ári en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir á með­an að hefð­bund­in rekstar­út­gjöld héldu sjó.
  Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar minn­ir þó á að fljótt geta veð­ur skip­ast í lofti og það er ekki sjálf­gef­ið að tekj­ur af út­svari og fast­eigna­skatti auk­ist í þeim mæli sem ver­ið hef­ur síð­ustu ár. Því verði ávallt að halda vel á spöð­un­um, því kostn­að­ur af lög­bundn­um rekstri bæj­ar­ins s.s. skóla- og vel­ferð­ar­mál­um eru nánast föst út­gjöld um leið og tekj­ur og þá sér­stak­lega ein­skiptis­tekj­ur eins og t.d. af bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld­um geta lækkað snar­lega.

  Bók­un V- og D- lista:
  Rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2018. Rekstr­arnið­ur­stað­an er já­kvæð um 812 millj­ón­ir sem er um 500 millj­óna betri af­koma en ráð var fyr­ir gert í fjár­hags­áætlun árs­ins. Það skýrist af aukn­um tekj­um vegna hærri launa­tekna íbúa, meiri um­svifa í sveit­ar­fé­lag­inu og lægri fjár­magns­kostn­að­ar en ráð var fyr­ir gert.
  Skulda­við­mið fer lækk­andi og er 77,6% og því vel inn­an þess 150% há­marks sem kveð­ið er á um í lög­um. Skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins er traust og í takti við þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað á und­an­förn­um árum. Sú upp­bygg­ing er til sam­ræm­is við markmið sveit­ar­fé­lags­ins um framúrsk­ar­andi þjón­ustu við alla ald­urs­hópa um leið og þörf­um nýrra íbúa er mætt. Íbú­um í Mos­fells­bæ hef­ur fjölgað um 1.000 tvö ár í röð og öfl­ug­ur rekst­ur og sterk fjár­hags­staða auð­veld­ar sam­fé­lag­inu að taka vel á móti nýj­um íbú­um og tryggja öll­um íbú­um framúrsk­ar­andi þjón­ustu.
  Áfram verð­ur unn­ið að upp­bygg­ing inn­viða í Mos­fells­bæ en stærstu verk­efn­in sem sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur með hönd­um nú er bygg­ing Helga­fells­skóla og fjöl­nota knatt­húss sem tek­ið verð­ur í notk­un í haust.
  Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í ágætu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun en rekstr­ar­gjöld án af­skrifta og fjár­magnsliða námu 8.168 millj­ón­um en sam­kvæmt fjár­hags­áætlun var gert ráð fyr­ir að verja 8.226 millj­ón­um til rekst­urs mála­flokka. Hér er frá­vik­ið 58 millj­ón­ir sem er 0,7% und­ir fjár­hags­áætlun.
  Við vilj­um færa öllu starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar sér­stak­ar þakk­ir fyr­ir að standa vel að rekstri bæj­ar­fé­lag­ins á ár­inu 2018 og fyr­ir þá miklu elju­semi og ábyrgð sem sýnd hef­ur ver­ið.

  Bók­un S-lista við árs­reikn­ing 2018.
  Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar á þakk­ir skild­ar fyr­ir að halda rekstr­in­um inn­an þess ramma sem sett­ur er í stefnu­mörk­un þess póli­tíska meiri­hluta sem ræð­ur ferð­inni í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Rekstr­arnið­ur­staða Mos­fells­bæj­ar er mun betri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og skýrist sú nið­ur­staða af hag­felld­um ytri að­stæð­um sveit­ar­fé­lags­ins, s.s lægri verð­bólgu sem leið­ir af sér lægri vaxta­gjöld, meiri sölu bygg­ing­ar­rétt­ar en áætlað var, mik­illi fjölg­un íbúa og hækk­andi tekj­um þeirra sem þýð­ir aukn­ar út­svars­greiðsl­ur í bæj­ar­sjóð.
  Mik­il fólks­fjölg­un hlýt­ur að kalla á aukin fjár­fram­lög í þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins, sér­stak­lega hvað varð­ar skóla- og leik­skóla. Þá er ótalin upp­söfn­uð við­halds­þörf fast­eigna sveit­ar­fé­lags­ins sem kall­ar á aukin út­gjöld til þeirra mála. Á þess­um svið­um þarf að gera bet­ur og byggja upp til fram­tíð­ar.
  Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
  ***

  Til­laga full­trúa S-lista Sam­fylk­ing­ar.
  Geri að til­lögu minni að all­ar ábend­ing­ar end­ur­skoð­anda bæj­ar­ins sem berast bæj­ar­stjóra og fjalla um mál­efni tengd innra eft­ir­liti, fjár­hags­kerfi og stjórn­sýslu sveit­ar­fé­lags­ins séu lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð til kynn­ing­ar. Til­lag­an er sam­þykkt með 9 at­kvæð­um.

  Fundargerð

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1393201903040F

   Fund­ar­gerð 1393. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 2.1. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is 201406128

    Upp­sögn samn­ings við Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1393. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    Bók­un M- lista:
    Full­trúi Mið­flokks­ins harm­ar að ráðu­neyti vel­ferð­ar­mála hef­ur ekki svarað Mos­fells­bæ eft­ir að samn­ingi Mos­fells­bæj­ar við rík­ið var sagt upp varð­andi rekst­ur við hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamra. Jafn­framt er skorað á bæj­ar­stjóra Mos­fells­bæj­ar að upp­lýsa vist­menn um stöðu máls­ins og að skora á ráð­herra að svara er­indi bæj­ar­ins í tengsl­um upp­sögn samn­ings­ins.

    Bók­un C- S- D- V- og L- lista:
    Full­trú­ar C- S- D- V- og L- lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar harma þau orð sem hafa ver­ið lát­in falla í mál­inu.
    Bæj­ar­stjórn mun halda áfram að vinna að fullri ein­urð að lausn máls­ins með hags­muni íbúa Hamra að leið­ar­ljósi.

   • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1394201904002F

    Fund­ar­gerð 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3.1. For­at­hug­un á vilja bæj­ar­yf­ir­valda vegna um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd 201903204

     Um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     Til­laga S-lista
     Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að mál­inu verði vísað aft­ur til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs með þeim fyr­ir­mæl­um að rætt verði við Út­lend­inga­stofn­un um mögu­leika á að taka á móti færri að­il­um í þjón­ustu í þeim til­gangi að fá nið­ur­stöðu um hvort skil­yrði séu fyr­ir hendi til þess. Til­lag­an er felld með 7 at­kvæð­um gegn 2. Full­trú­ar S og C lista greiða at­kvæði með til­lög­unni.

     Bók­un S- og C lista.
     Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar harma þá ákvörð­un Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks, Mið­flokks og Vina Mos­fells­bæj­ar að fella fram­komna til­lögu um frek­ari við­ræð­ur um beiðni Út­lend­inga­stofn­un­ar.
     Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
     Lovísa Jóns­dótt­ir

    • 3.2. Um­sókn um stöðu­leyfi við Þver­holt 1 201903307

     Hl­ölla­báta ehf., Há­holt 14 Mos­fells­bæ, sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir veit­inga­vagn á lóð­inni Þver­holt nr. 1, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­indi til um­sagn­ar bæj­ar­ráðs.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.3. Frum­varp til laga um töku gjalds vegna fisk­eld­is í sjó og fisk­eld­is­sjóð - beiðni um um­sögn 201903439

     Frum­varp til laga um töku gjalds vegna fisk­eld­is í sjó og fisk­eld­is­sjóð - beiðni um um­sögn fyr­ir 29. mars

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.4. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um áv­ana- og fíkni­efni (neyslurími) - beiðni um um­sögn 201903468

     Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um áv­ana- og fíkni­efni (neyslurími) - beiðni um um­sögn fyr­ir 15. apríl

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.5. Færsla vatns­bóls í Mos­fells­dal, Veit­ur Mos­fells­bæj­ar 201903273

     Brynj­ólf­ur Björns­son frá Mann­viti mæt­ir á fund kl. 8:00 bæj­ar­ráðs og ger­ir grein fyr­ir mögu­leg­um til­rauna­bor­un­um í Mos­fells­dal.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.6. Um­sókn um laun­að náms­leyfi 201903136

     Skóla­stjóri hef­ur óskað eft­ir laun­uðu náms­leyfi frá 1. sept­em­ber til 31. des­em­ber 2019. Um­sókn og um­sögn.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.7. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is 201406128

     Upp­sagn­ar­bréf sent Heil­brigð­is­ráð­herra og Sjúkra­trygg­ing­um ís­lands.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.8. Brú­ar­land sem skóla­hús­næði 201503529

     Full­trúi Mið­flokks­ins ósk­ar eft­ir óháðu mati á að­bún­aði grunn­skóla­barna að Brú­ar­landi, hljóð­vist, að­gengi fatl­aðra, meng­un­ar­varn­ir og stað­setn­ing við Vest­ur­landsveg. Þar skal mið­ast við að hús­næð­ið verði að upp­fylla öll skil­yrði varð­andi að­bún­að, holl­ustu­hætti og um­hverfi sem skóla­hús­næði.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.9. Seta í skóla­ráð­um grunn­skóla í Mos­fells­bæ. Fyr­ir­spurn um inn­leið­ingu grunn­skóla­laga 201904020

     Full­trúi Mið­flokks­ins ósk­ar eft­ir um­fjöllun og skýr­ing­um varð­andi inn­leið­ingu grunn­skóla­laga inn­an vé­banda grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar og þá sér­stak­lega í tengsl­um við setu í skóla­ráð­um.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.10. Þing­lýs­ing kvaða 201904021

     Þrjár beiðn­ir um þing­lýs­ingu/sam­þykkt kvaða í tengsl­um við það verk­efni að taka nið­ur raf­magns loftlín­ur og koma þeim í jörðna.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 1394. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 4. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1395201904008F

     Fund­ar­gerð 1395. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 5. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 362201904009F

      Fund­ar­gerð 362. fund­ar fræðslu­nefnd­ar Sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 5.1. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar á fræðslu­sviði 2018-2019 201809312

       Lagt fram til upp­lýs­inga

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 362. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.2. Yf­ir­lit yfir leik­skóla­vist­un vor­ið 2019 201901318

       Lagt fram til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 362. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.3. Skóla­svæði 201902330

       Regl­ur um skóla­svæði í Mos­fells­bæ

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 362. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.4. Sjálfs­mats­skýrsla Krika­skóla 2017-18 201904144

       Kynn­ing á sjálfs­mati Krika­skóla 2017-18

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 362. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 6. Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd - 3201903039F

       Fund­ar­gerð 3. fund­ar lýð­ræð­is-og mann­rétt­inda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

       • 6.1. Nor­rænt sam­st­arf um betri bæi og íbúa­lýð­ræði 201706309

        Upp­lýs­ing­ar úr náms­ferð sem farin var til að skoða sam­bæri­leg verk­efni á Norð­ur­lönd­um.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 3. fund­ar lýð­ræð­is-og mann­rétt­inda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.2. Jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar 2014-2017 2014081479

        Upp­haf vinnu við gerð fram­kvæmda­áætl­un­ar fyr­ir árin 2018-2022.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 3. fund­ar lýð­ræð­is-og mann­rétt­inda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.3. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2018 201901489

        Nið­ur­stöðu þjón­ustu­könn­un­ar Gallup 2018 fyr­ir Mos­fells­bæ.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 3. fund­ar lýð­ræð­is-og mann­rétt­inda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 6.4. Um­sókn um þátt­töku í íbúa­sam­ráðs­verk­efni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Ak­ur­eyr­ar 201903029

        Mos­fells­bæ býðst að óska eft­ir þátt­töku í íbúa­sam­ráðs­verk­efni Sam­band­is ís­lenkra sveit­ar­fé­lag og Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 3. fund­ar lýð­ræð­is-og mann­rétt­inda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

       • 7. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd - 6201903037F

        Fund­ar­gerð 6. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 7.1. Vina­bæj­ar­ráð­stefna 2018 í Mos­fells­bæ 201705218

         Vina­bæj­ar­ráð­stefna var hald­in í Mos­fells­bæ 16. til 19. ág­úst sl. Helga Jóns­dótt­ir verk­efna­stjóri vina­bæj­ar­sam­starfs­ins og Hug­rún Ósk Ólafs­dótt­ir verk­efn­is­stjóri þjón­ustu og rit­ari vina­bæja­sam­starfs­ins koma á fund­inn og segja frá því helsta sem þar fór fram og verk­efn­um sem fram und­an eru í vina­bæj­ar­sam­starfi.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.2. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag 201710251

         Deili­skipu­lags­lýs­ing skv. 40. gr. skipu­lagslaga fyr­ir vænt­an­legt deili­skipu­lag yfir Æv­in­týra­garð í Mos­fells­bæ sent til um­sagn­ar menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 7.3. Fjár­fram­lög til lista- og menn­ing­ar­starf­semi 2019 201903519

         Um­sókn­ir um styrki til úr lista- og mennn­ing­ar­sjóði Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2019 tekn­ar til um­fjöll­un­ar.

         Niðurstaða þessa fundar:

         Af­greiðsla 6. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 8. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd - 7201904011F

         Fund­ar­gerð 7. fund­ar menn­ing­ar-og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

         • 9. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 199201904004F

          Fund­ar­gerð 199. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 10. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 228201904016F

           Har­ald­ur Sverris­son vík­ur af fundi und­ir af­greiðslu 1. lið­ar veg­an van­hæf­is.

           Fund­ar­gerð 228. fund­ar Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

           • 10.1. Styrk­ir til efni­legra ung­menna 2019 201904022

            Styrk­ir til ungra og efni­legra ung­menna, far­ið yfir um­sókn­ir.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 228. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 8 at­kvæð­um. HS tók ekki þátt í af­greiðslu máls­ins sök­um van­hæf­is.

           • 10.2. Staða fram­kvæmda við íþrótta­svæði og knatt­spyrnu­velli í Mos­fells­bæ 201904023

            Staða verk­efna kynnt.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 228. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

           • 10.3. Vinnu­skóli Mos­fells­bæj­ar 2019 201904227

            Vinnu­skóli 2019

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 228. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

           • 10.4. Sam­starfs­vett­vang­ur Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar 201810279

            Funda­gerð­ir þriðja og fjórða fund­ar sam­starfs­hóps­ins

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 228. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

           • 10.5. Ung­linga­lands­mót UMFÍ 2021 og 22 201809355

            Stjórn UMFÍ ósk­ar eft­ir um­sókn­um frá sam­bands­að­il­um UMFÍ og sveit­ar­stjórn­um um að taka að sér und­ir­bún­ing og fram­kvæmd 24. Ung­linga­lands­móts UMFÍ 2021 og 25. Ung­linga­lands­móts UMFÍ 2022.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 228. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

           • 10.6. Sam­starfs­samn­ing­ur sveit­ar­fé­laga um rekst­ur Skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 201609096

            Bæj­ar­ráð sam­þykkti á 1273. fundi drög að nýj­um sam­starfs­samn­ingi um rekst­ur skíða­svæð­anna og jafn­framt að senda mál­ið til kynn­ing­ar í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 228. fund­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar sam­þykkt á 737. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

           Almenn erindi

           • 11. Til­lög­ur að breyt­ing­um á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar201806071

            Fyrri umræða um breytingu á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Viðbót vegna Notendaráðs um máefni fatlaðs fólks.

            Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um 737. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa breyt­ing­um á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar er varða not­endaráð um mál­efni fatl­aðs fólks til ann­ar­ar um­ræðu.

            • 12. Not­endaráð um mál­efni fatl­aðs fólks201806289

             Ný samþykkt um Notendaráð um málefni fatlaðs fólks

             Ný sam­þykkt um Not­endaráð um mál­efni fatl­aðs fólks sam­þykkt með 9 at­kvæð­um.

            • 13. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð201806075

             Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir að gera breytingar á fulltrúum í nefndir.

             Fram kem­ur til­laga um að aðal­mað­ur S lista í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd verði Rafn Haf­berg Guð­laugs­son sem tek­ur sæti Sam­son­ar Bjarn­ar Harð­ars­son­ar
             Vara­mað­ur S lista í menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd verði Sól­borg Alda Pét­urs­dótt­ir sem tek­ur sæti Rafns Haf­bergs Guð­laugs­son­ar. Áheyrn­ar­full­trúi S lista í um­hverf­is­nefnd verði Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir sem tek­ur sæti Sam­son­ar Bjarn­ar Harð­ars­son­ar.Til­lag­an er sam­þykkt með 9 at­kvæð­um.

             Fundargerðir til kynningar

             Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:50