4. janúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) 2. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Borgarlínan, hágæða almenningssamgöngur201611131
Ábendingar vegna Borgarlínu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
2. Gjaldskrá SHS 2018201712261
Óskað samþykktar á gjaldskrá SHS árið 2018.
Framlögð gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. er samþykkt með þremur atkvæðum.
3. Sumarbústaðalóð í landi Úlfarsfells 2, landnr. 125503 - skráning lóðar.201702214
Óskað heimildar til afsals spildu undir vegstæði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að afsala Ingibjörgu Norðdahl landspildu úr Úlfarfelli undir veg, landnr. 226062, með kvöð um umferð í samræmi við framlagt afsal.
4. Heimili fyrir börn201706318
Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Önnu Maríu Aradóttur sem forstöðumann á heimili fyrir börn til eins árs frá og með 1. mars 2018.
5. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað um stöðu mála lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við þann framgang sem lýst er í fyrirliggjandi minnisblaði.
6. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela starfshópi um gerð húsnæðisáætlunar að vinna áfram að gerð hennar.
7. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ201712306
Endurnýjað ráðningarbréf endurskoðanda lagt fram ásamt kynningu í upphafi endurskoðunar.
Lagt fram.
8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017-2020201511068
Viðauki vegna fjárhagsáætlunar lagður fram til samþykktar.
Viðauki 2 við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2017 samþykktur með þremur atkvæðum ásamt verklagi við frágang viðauka.
Samantekin áhrif viðaukans eru eftirfarandi:
Tekjur eignasjóðs hækka um kr. 7.000.000.
Útgjöld eignasjóðs hækka um kr. 25.000.000.
Áætlaðar skatttekjur hækka um kr. 18.000.000
Fjárfestingar félagslegra íbúða v/stofnframlags hækka um kr. 4.805.994.
Handbært fé lækkar um kr. 4.805.994.9. Umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga201712244
Til umsagnar, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), fyrir 15. janúar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
10. Umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir201712243
Umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, fyrir 15. janúar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
11. Umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður)201712309
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður).
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
12. Umsögn um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)201712310
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til ungmennaráðs til kynningar.