Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. janúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
  • Hildur Margrétardóttir (HMa) 2. varabæjarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Borg­ar­lín­an, há­gæða al­menn­ings­sam­göng­ur201611131

    Ábendingar vegna Borgarlínu.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

  • 2. Gjaldskrá SHS 2018201712261

    Óskað samþykktar á gjaldskrá SHS árið 2018.

    Fram­lögð gjaldskrá Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins bs. er sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

  • 3. Sum­ar­bú­stað­alóð í landi Úlfars­fells 2, landnr. 125503 - skrán­ing lóð­ar.201702214

    Óskað heimildar til afsals spildu undir vegstæði.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að af­sala Ingi­björgu Norð­dahl land­spildu úr Úlf­ar­felli und­ir veg, landnr. 226062, með kvöð um um­ferð í sam­ræmi við fram­lagt af­sal.

    • 4. Heim­ili fyr­ir börn201706318

      Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

      Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ráða Önnu Maríu Ara­dótt­ur sem for­stöðu­mann á heim­ili fyr­ir börn til eins árs frá og með 1. mars 2018.

      • 5. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

        Minnisblað um stöðu mála lagt fram.

        Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að vinna mál­ið áfram í sam­ræmi við þann fram­gang sem lýst er í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði.

        • 6. Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar201701243

          Drög að húsnæðisáætlun lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.

          Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela starfs­hópi um gerð hús­næð­isáætl­un­ar að vinna áfram að gerð henn­ar.

          • 7. End­ur­skoð­un hjá Mos­fells­bæ201712306

            Endurnýjað ráðningarbréf endurskoðanda lagt fram ásamt kynningu í upphafi endurskoðunar.

            Lagt fram.

          • 8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017-2020201511068

            Viðauki vegna fjárhagsáætlunar lagður fram til samþykktar.

            Við­auki 2 við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2017 sam­þykkt­ur með þrem­ur at­kvæð­um ásamt verklagi við frá­g­ang við­auka.

            Sam­an­tekin áhrif við­auk­ans eru eft­ir­far­andi:
            Tekj­ur eigna­sjóðs hækka um kr. 7.000.000.
            Út­gjöld eigna­sjóðs hækka um kr. 25.000.000.
            Áætl­að­ar skatt­tekj­ur hækka um kr. 18.000.000
            Fjár­fest­ing­ar fé­lags­legra íbúða v/stofn­fram­lags hækka um kr. 4.805.994.
            Hand­bært fé lækk­ar um kr. 4.805.994.

            • 9. Um­sögn um frum­varp til laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga201712244

              Til umsagnar, frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (samningur Sþ um réttindi fatlaðs fólks, stjórnsýsla og húsnæðismál), fyrir 15. janúar.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

            • 10. Um­sögn um frum­varp til laga um þjón­ustu við fatlað fólk með mikl­ar stuðn­ings­þarf­ir201712243

              Umsögn um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, fyrir 15. janúar.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

            • 11. Um­sögn um frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga (fast­eigna­sjóð­ur)201712309

              Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður).

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

            • 12. Um­sögn um frum­varp til laga um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna (kosn­inga­ald­ur)201712310

              Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til ung­menna­ráðs til kynn­ing­ar.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:33