Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. desember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stefna Mos­fells­bæj­ar um for­varn­ir gegn einelti, áreitni og van­líð­an á vinnustað.201712169

    Erindi á dagskrá að ósk Önnu Sigríðar Guðnadóttur.

    Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, og Hanna Guð­laugs­dótt­ir (HG), mannauðs­stjóri, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Til­laga bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar um að­gerð­ir til að bregð­ast við kyn­bund­inni og kyn­ferð­is­legri áreitni og kyn­bundnu of­beldi #met­oo #ískugga­valds­ins.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að stefnu­mörk­un, verklags­regl­ur og við­bragð­áætlan­ir um einelti og áreitni þ.m.t. kyn­ferð­is­lega áreitni verði yf­ir­farn­ar m.t.t. þess hvort nægj­an­lega skýrt sé kveð­ið á um að kyn­ferð­is­leg eða kyn­bund­in áreitni eða of­beldi verði ekki lið­ið á starfs­stöðv­um Mos­fells­bæj­ar. Siða­regl­ur kjör­inna full­trúa verði yf­ir­farn­ar og gerð­ar til­lög­ur um við­bæt­ur sem taka á þess­um at­rið­um eft­ir því sem við á. Áfram verði um­fang vand­ans inn­an starfs­um­hverf­is bæj­ar­ins met­ið í starfs­manna­könn­un­um.

    • 2. Ósk vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins um að Mos­fells­bær taki á móti flótta­mönn­um201710100

      Minnisblað vegna móttöku flóttafólks.

      Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ganga til samn­inga við vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið um gerð samn­ings um mót­töku flótta­manna í sam­ræmi við er­indi ráðu­neyt­is­ins 9. októ­ber 2017. Þá er fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs heim­ilað að ann­ast ráðn­ingu verk­efna­stjóra fyr­ir verk­efn­ið og aug­lýsa eft­ir íbúð­um til leigu fyr­ir flótta­fólk­ið.

      • 3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

        Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrár og samningar 2018.

        Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

        Lögð fram til kynn­ing­ar breytt fram­setn­ing á neð­an­greind­um gjald­skrám og samn­ing­um sem sam­þykkt­ir voru við aðra um­ræðu um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018 - 2021.
        Sam­þykkt um nið­ur­greiðslu og vist­un­ar­kostn­aði.
        Þjón­ustu­samn­ing­ur við sjálf­stætt starfs­andi leik­skóla um leik­skóla­vist og greiðslu leik­skóla­gjalda.
        Gjaldskrá leik­skóla.
        Gjaldskrá dag­for­eldra.

        • 4. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

          Minnisblað um stöðu mála lagt fram.

          Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI), fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra fram­hald máls­ins.

          • 5. Hús­næð­isáætlun Mos­fells­bæj­ar201701243

            Drög að húsnæðisáætlun lögð fram.

            Frestað.

            • 6. Beiðni um náms­leyfi JBH201710340

              Beiðni um námsleyfi.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að veita Jó­hönnu B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs, laun­að náms­leyfi frá 15. fe­brú­ar 2018 til 30. apríl 2018.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:07