21. desember 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefna Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað.201712169
Erindi á dagskrá að ósk Önnu Sigríðar Guðnadóttur.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, og Hanna Guðlaugsdóttir (HG), mannauðsstjóri, mættu á fundinn undir þessum lið.
Tillaga bæjarráðs Mosfellsbæjar um aðgerðir til að bregðast við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi #metoo #ískuggavaldsins.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að stefnumörkun, verklagsreglur og viðbragðáætlanir um einelti og áreitni þ.m.t. kynferðislega áreitni verði yfirfarnar m.t.t. þess hvort nægjanlega skýrt sé kveðið á um að kynferðisleg eða kynbundin áreitni eða ofbeldi verði ekki liðið á starfsstöðvum Mosfellsbæjar. Siðareglur kjörinna fulltrúa verði yfirfarnar og gerðar tillögur um viðbætur sem taka á þessum atriðum eftir því sem við á. Áfram verði umfang vandans innan starfsumhverfis bæjarins metið í starfsmannakönnunum.
2. Ósk velferðarráðuneytisins um að Mosfellsbær taki á móti flóttamönnum201710100
Minnisblað vegna móttöku flóttafólks.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ganga til samninga við velferðarráðuneytið um gerð samnings um móttöku flóttamanna í samræmi við erindi ráðuneytisins 9. október 2017. Þá er framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs heimilað að annast ráðningu verkefnastjóra fyrir verkefnið og auglýsa eftir íbúðum til leigu fyrir flóttafólkið.
3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Leikskólar og dagforeldrar, gjaldskrár og samningar 2018.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Lögð fram til kynningar breytt framsetning á neðangreindum gjaldskrám og samningum sem samþykktir voru við aðra umræðu um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018 - 2021.
Samþykkt um niðurgreiðslu og vistunarkostnaði.
Þjónustusamningur við sjálfstætt starfsandi leikskóla um leikskólavist og greiðslu leikskólagjalda.
Gjaldskrá leikskóla.
Gjaldskrá dagforeldra.4. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað um stöðu mála lagt fram.
Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI), framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra framhald málsins.
5. Húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar201701243
Drög að húsnæðisáætlun lögð fram.
Frestað.
6. Beiðni um námsleyfi JBH201710340
Beiðni um námsleyfi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að veita Jóhönnu B. Hansen, framkvæmdastjóra umhverfissviðs, launað námsleyfi frá 15. febrúar 2018 til 30. apríl 2018.