Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

19. janúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Út­hlut­un leik­skóla­plássa201701117

  Reglur og um úthlutun leikskólaplássa og samþykkt um niðurgreiðslu á vistunargjaldi.

  Linda Und­engard (LU), fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, og Gunn­hild­ur Sæ­munds­dótt­ur, skóla­full­trúi, mættu á fund­inn und­ir þess­um lið.

  Fram­lögð drög að regl­um um út­hlut­un plássa í ung­barna­þjón­ustu í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar, breyt­ing­ar á regl­um um út­hlut­un leik­skóla­plássa í leik­skól­um Mos­fells­bæj­ar og breyt­ing­ar á sam­þykkt vegna nið­ur­greiðslu á vist­un­ar­kostn­aði barna sam­þykkt­ar með þrem­ur at­kvæð­um.

 • 2. Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur.201612244

  Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í bæjarráð til frekari skoðunar.

  Fram­lögð drög að regl­um um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um með þeirri breyt­ingu á 4. gr. regln­anna að heim­ilt er að veita 700 krón­ur í sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing fyr­ir hverj­ar 1000 krón­ur sem leigj­andi fær í hús­næð­is­bæt­ur.

  • 3. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

   Upplýst um stöðu mála.

   Far­ið var yfir stöðu mála vegna hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra.

   • 4. Af­skrift við­skiptakrafna201701193

    Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna.

    Pét­ur J. Lockton (PJL), fjár­mála­stjóri, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

    Fjár­mála­stjóri kynnti yf­ir­lit um af­skrift­ir krafna fyr­ir tíma­bil­ið 2013 til 2016.

    • 5. Okk­ar Mosó201701209

     Upplýst um næstu skref í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó

     Lagt fram.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:54