19. janúar 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Úthlutun leikskólaplássa201701117
Reglur og um úthlutun leikskólaplássa og samþykkt um niðurgreiðslu á vistunargjaldi.
Linda Undengard (LU), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, og Gunnhildur Sæmundsdóttur, skólafulltrúi, mættu á fundinn undir þessum lið.
Framlögð drög að reglum um úthlutun plássa í ungbarnaþjónustu í leikskólum Mosfellsbæjar, breytingar á reglum um úthlutun leikskólaplássa í leikskólum Mosfellsbæjar og breytingar á samþykkt vegna niðurgreiðslu á vistunarkostnaði barna samþykktar með þremur atkvæðum.
2. Sérstakur húsnæðisstuðningur.201612244
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur í bæjarráð til frekari skoðunar.
Framlögð drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning samþykkt með þremur atkvæðum með þeirri breytingu á 4. gr. reglnanna að heimilt er að veita 700 krónur í sérstakan húsnæðisstuðning fyrir hverjar 1000 krónur sem leigjandi fær í húsnæðisbætur.
3. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Upplýst um stöðu mála.
Farið var yfir stöðu mála vegna hjúkrunarheimilisins Hamra.
4. Afskrift viðskiptakrafna201701193
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna.
Pétur J. Lockton (PJL), fjármálastjóri, mætti á fundinn undir þessum lið.
Fjármálastjóri kynnti yfirlit um afskriftir krafna fyrir tímabilið 2013 til 2016.
5. Okkar Mosó201701209
Upplýst um næstu skref í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó
Lagt fram.