Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. apríl 2019 kl. 07:34,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. For­at­hug­un á vilja bæj­ar­yf­ir­valda vegna um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd201903204

    Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að gera að svo stöddu ekki þjón­ustu­samn­ing við Út­lend­inga­stofn­un um að tryggja þjón­ustu við 40-50 um­sækj­end­ur um al­þjóð­lega vernd.

  • 2. Um­sókn um stöðu­leyfi við Þver­holt 1201903307

    Hlöllabáta ehf., Háholt 14 Mosfellsbæ, sækir um stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóðinni Þverholt nr. 1, í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi vísar erindi til umsagnar bæjarráðs.

    Þar sem fyr­ir­hug­að er að veit­inga­vagn­inn standi inn­an lóð­ar um­sækj­anda sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með 2 at­kvæð­um að veita já­kvæða um­sögn um um­sókn­ina en þó þann­ig að stöðu­leyf­ið verði tíma­bund­ið í 6 mán­uði til reynslu. Full­trúi M lista sit­ur hjá.

  • 3. Frum­varp til laga um töku gjalds vegna fisk­eld­is í sjó og fisk­eld­is­sjóð - beiðni um um­sögn201903439

    Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð - beiðni um umsögn fyrir 29. mars

    Lagt fram

  • 4. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um áv­ana- og fíkni­efni (neyslurími) - beiðni um um­sögn201903468

    Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurími) - beiðni um umsögn fyrir 15. apríl

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

  • 5. Færsla vatns­bóls í Mos­fells­dal, Veit­ur Mos­fells­bæj­ar201903273

    Brynj­ólf­ur Björns­son komst ekki til fund­ar. Í hans stað hélt Sverr­ir Ósk­ar Elef­sen kynn­ingu.

    Brynjólfur Björnsson frá Mannviti mætir á fund kl. 8:00 bæjarráðs og gerir grein fyrir mögulegum tilraunaborunum í Mosfellsdal.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að veita heim­ild til þess að hefja til­rauna­bor­an­ir í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

    Gestir
    • Sverrir Óskar Elefsen, Mannvit
    • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissviðs
    • 6. Um­sókn um laun­að náms­leyfi201903136

      Skólastjóri hefur óskað eftir launuðu námsleyfi frá 1. september til 31. desember 2019. Umsókn og umsögn.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að sam­þykkja fyr­ir­liggj­andi um­sókn og fela fram­kvæmda­stjóra fræðslu­svið að sjá um fram­kvæmd máls­ins.

      • 7. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

        Uppsagnarbréf sent Heilbrigðisráðherra og Sjúkratryggingum íslands.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að fram­lengja fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Hamra frá 20. fe­brú­ar 2019 um einn mán­uð þann­ig að hann gildi til 30. apríl 2019 sem er í sam­ræmi við upp­sagn­ar­frest samn­ings við rík­ið um þjón­ust­una.

      • 8. Brú­ar­land sem skóla­hús­næði201503529

        Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir óháðu mati á aðbúnaði grunnskólabarna að Brúarlandi, hljóðvist, aðgengi fatlaðra, mengunarvarnir og staðsetning við Vesturlandsveg. Þar skal miðast við að húsnæðið verði að uppfylla öll skilyrði varðandi aðbúnað, hollustuhætti og umhverfi sem skólahúsnæði.

        Frestað vegna tíma­skorts

        • 9. Seta í skóla­ráð­um grunn­skóla í Mos­fells­bæ. Fyr­ir­spurn um inn­leið­ingu grunn­skóla­laga201904020

          Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir umfjöllun og skýringum varðandi innleiðingu grunnskólalaga innan vébanda grunnskóla Mosfellsbæjar og þá sérstaklega í tengslum við setu í skólaráðum.

          Frestað vegna tíma­skorts

          • 10. Þing­lýs­ing kvaða201904021

            Þrjár beiðnir um þinglýsingu/samþykkt kvaða í tengslum við það verkefni að taka niður rafmagns loftlínur og koma þeim í jörðna.

            Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi kvað­ir.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:09