Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

29. mars 2019 kl. 11:00,
utan bæjarskrifstofu


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

    Uppsögn samnings við Velferðarráðuneytið.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um á 1393. fundi bæj­ar­ráðs að veita bæj­ar­stjóra um­boð til að segja upp samn­ing­um um rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra á grund­velli vanefnda og/eða ófull­nægj­andi greiðslna til að standa und­ir kostn­aði. Bæj­ar­ráð ít­rek­ar áskor­un sína til heil­brigð­is­ráð­herra um að tryggja rekstr­ar­grund­völl­inn í sam­ræmi við gerða samn­inga og raun­veru­leg­an kostn­að við veit­ingu þeirr­ar þjón­ustu sem rík­ið ger­ir kröfu um og ber ábyrgð á að veitt sé.

    Bók­un M- lista: Full­trúi M- lista ít­rek­ar bók­un sína þess efn­is að Mos­fells­bær eigi að láta meta hvort stefna eigi rík­inu vegna vanefnda á samn­ingi að­ila.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 11:30