29. mars 2019 kl. 11:00,
utan bæjarskrifstofu
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Uppsögn samnings við Velferðarráðuneytið.
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1393. fundi bæjarráðs að veita bæjarstjóra umboð til að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra á grundvelli vanefnda og/eða ófullnægjandi greiðslna til að standa undir kostnaði. Bæjarráð ítrekar áskorun sína til heilbrigðisráðherra um að tryggja rekstrargrundvöllinn í samræmi við gerða samninga og raunverulegan kostnað við veitingu þeirrar þjónustu sem ríkið gerir kröfu um og ber ábyrgð á að veitt sé.
Bókun M- lista: Fulltrúi M- lista ítrekar bókun sína þess efnis að Mosfellsbær eigi að láta meta hvort stefna eigi ríkinu vegna vanefnda á samningi aðila.