2. maí 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða - beiðni um umsögn201904250
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða - beiðni um umsögn fyrir 9. maí
Lagt fram.
2. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl) - beiðni um umsögn201904249
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir ofl)- beiðni um umsögn fyrir 26. apríl.
Lagt fram.
3. Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - beiðni um umsögn201904240
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald - beiðni um umsögn
Lagt fram.
4. Frumvarp til laga um lýðskóla - beiðni um umsögn201904232
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um lýðskóla - beiðni um umsögn fyrir 3. maí.
Lagt fram.
5. Frumvarp til laga um menntun skólastarfsmanna - beiðni um umsögn201904229
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla - beiðni um umsögn fyrir 2. maí
Lagt fram.
6. Frumvarptil laga um breytingu á raforkulögum - beiðni um umsögn201904251
Frestað frá síðasta fundi. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)- beiðni um umsögn fyrir 2. maí.
Lagt fram.
7. Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann - beiðni um umsögn201904221
Frestað frá síðasta fundi. Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann - beiðni um umsögn fyrir 29. apríl.
Lagt fram.
8. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Óskað er eftir að umhverfissviði verði heimilað að ganga til samningaviðræðna við tilgreinda lægstbjóðendur og að umhverfissviði sé veitt heimild til að undirrita samning við þann bjóðanda sem lægst hefur boðið og uppfyllir hæfniskröfur útboðsgagna.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins getur ekki samþykkt undirritun á samningi við verktaka sem liggur ekki fyrir bæjarráði. Mikilvægt er að lokadrög að verksamningum liggi fyrir áður en bæjarráð og bæjarstjórn veiti samþykki sitt til undirritunnar. Situr því fulltrúi Miðflokksins hjá við þessa afgreiðslu.
Bókun V og D
Verksamningsdrög á grunni útboðsgagna liggja fyrir ásamt öllum tilboðstölum. Fulltrúar V og D lista telja rétt að veita umhverfissviði heimild til að ljúka málinu.Bókun C lista
Bygging Helgafellsskóla er stærsta framkvæmd Mosfellsbæjar um þessar mundir. Þetta útboð er að fjárhæð 1.6 milljarður samkvæmt lægsta tilboði. Við teljum að það sé nauðsinlegt að tefja ekki framgang verkssins og veita Umhverfissviði leyfi til þess að semja við lægstbjóðanda. Bæjarráði og bæjarstjórnarfólki ætti að halda upplýstum um framgang þessa útboðs og að þeir séu upplýstir um þá samninga sem er verið að undirrita.Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að heimila umhverfissviði að undirrita samning við lægstbjóðanda að uppfylltum hæfniskröfum útboðsgagna. Fulltrúi Miðflokksins sat hjá.
9. Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Samb ísl sveitarfélaga og Akureyrar201903029
Umsókn um þátttöku í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrarkaupstaðar
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum umsókn Mosfellsbæjar í íbúasamráðsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og Akureyrar.
10. Ný lög um opinber innkaup201904285
Undirritaður óskar vinsamlega eftir því f.h. sambandsins að meðfylgjandi bréf verði kynnt með viðeigandi hætti í ykkur sveitarfélaga, t.d. með framlagningu í byggðarráði eða sveitarstjórn. Jafnframt verði námskeið kynnt fyrir þeim starfsmönnum sveitarfélaga sem helst koma að opinberum innkaupum. F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjón Bragason
Lagt fram.
11. Gatnamót Reykja- og Hafravatnsvegar að strætóstöð og inn Reykjahvol201903043
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs lögð fyrir bæjarráð.
Bæjarráð felur umhverfissviði að vinna áfram að framgangi málsins.
12. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Uppsögn samnings við velferðarráðuneytið. Annað svarbréf ráðuneytis.
Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum að fela bæjarstjóra að svara heilbrigðisráðuneytinu og áréttar að það er ráðuneytisins að tryggja efndir ríkisins á gerðum samningum eða ella axla ábyrgð á því lögbundna hlutverki sínu að reka hjúkrunarheimili.