28. mars 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Herdís Kristín Sigurðardóttir (HKS) 3. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 2 atkvæðum í upphafi fundar að taka málið nr. 201406128 Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis á dagskrá með afbrigðum en það var ekki á útsendri dagskrá.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, fjöldi fulltrúa - beiðni um umsögn201903150
Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög, fjöldi fulltrúa - beiðni um umsögn fyrir 25. mars
Lagt fram
2. Tillöga til þingsályktunar um velferðartækni - beiðni um umsögn201902294
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunar um velferðartækni sbr. þskj. 343- 296. mál
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblaðs.
3. Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur201902299
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur sbr. þskj.273-255. mál.
Samþykkt með 2 atkvæðum að fela taka undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs er falið að koma þeirri afstöðu á framfæri.
4. Frumvarp til laga um breytingu á húsnæðisbætur (réttur námsmanna og fatlaðs fólk)201811329
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um frumvarp til laga umbreytingu á lögum um húsnæðisbætur nr. 75/2016 sbr. þskj. 140-149. mál.
Lagt fram. Fulltrúi M- lista mætir til fundar við upphaf umfjöllunar um þetta mál.
5. Almennt eftirlit með fjármálastjórn sveitarfélaga201903403
Erindi eftirlitsnefndar um fjármál sveitarstjórnar um almennt eftirlit með fjármálastjórn sveitarfélaga. - Þess óskað að erindið verði lagt fyrir sveitarsjórnir
Lagt fram.
6. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018201903440
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2018 lagður fyrir bæjarráð til undirritunar og tilvísunar til endurskoðunar og staðfestingar bæjarstjórnar.
Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG kynnir ársreikninginn. Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2018 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2018 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
Gestir
- Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur V. Ingólfsdóttir Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Linda Udengård Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Pétur Jens Lockton Fjármálastjóri mosfellsbæjar
- Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG
7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 - Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að fjárfestingar Eignasjóðs vegna íþróttamannvirkja hækka um kr. 25.000.000. Auknum fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2019 sem felst í því að fjárfestingar Eignasjóðs vegna íþróttamannvirkja hækka um kr. 25.000.000. Auknum fjárfestingum er mætt með lækkun handbærs fjár.
8. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Niðurstaða fundar fulltrúa Mosfellsbæjar og Velferðarráðuneytis.
Lagt fram. Samþykkt með 3 atkvæðum að haldinn verði aukafundur í bæjarráði kl. 11:00 á morgun 29.3.2019 til að ræða boðuð viðbrögð Velferðarráðuneytisins.