23. desember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varamaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Samþykkt með tveimur atkvæðum að taka mál 201406128 varðandi rekstur Hamra hjúkrunarheimils á dagskrá fundarins.[line][line]Anna Sígður Guðnadóttir mætir á fundinn kl. 8.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi frá eigendum Álafossvegar 20201511232
Umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá eigendum Álafossvegar 20 lögð fram.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að mynda teymi lykilstarfsmanna bæjarins er vinni skýrslu um mögulegar varnaraðgerðir og úrbætur vegna stærri flóða í samræmi við framlagt minnisblað. Skýrslan verði lögð fyrir bæjarráð þegar hún er tilbúin til kynningar og til frekari ákvarðanatöku. Jafnframt samþykkt að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
2. Áramótabrenna - Umsagnarbeiðni201512220
Áramótabrenna - Óskað er umsagnar vegna áramótabrennu.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir við umsókn um áramótabrennu.
3. Þrettándabrenna - Umsagnarbeiðni201512221
Þrettándabrenna - Óskað er umsagnar vegna þréttándabrennu.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að bæjarráð Mosfellsbæjar geri ekki athugasemdir við umsókn um þrettándabrennu.
4. Desjamýri 8 /Umsókn um lóð201512246
Desjamýri 8 /Umsókn um lóð.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjanda.
5. Ósk um útskýringar á frávikum í rekstri vegna ársreikninga 2014201507182
Svarbréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um að ekki verði óskað frekari útskýringa á frávikum í rekstri fyrir árið 2014 lagt fram.
Lagt fram.
6. EFS - Ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar201510201
Bréf eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga lagt fram.
Lagt fram.
7. Klapparhlíð 1-skemmdir vegna óveðurs201511173
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna beiðni íbúa við Klapparhlíð 1 lögð fram.
Bæjarráð hefur þegar samþykkt að hefja vinnu við að kortleggja hvernig unnt sé að koma í veg fyrir tjón vegna flóða í Mosfellsbæ. Framkvæmdir innan lóðar Klapparhlíðar 1 verða hins vegar að vera á kostnað og ábyrgð lóðarhafa, en sveitarfélagið er tilbúið að veita þá ráðgjöf og aðstoð sem því er mögulegt.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfritara í samræmi við framlagt minnisblað.
8. Ósk um endurskoðun á greiðslu sumarlauna201510018
Umsögn mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs lögð fram.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við óskum bréfritara enda er sú afgreiðsla í samræmi við leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir að bæjarstjóri afli nánari upplýsinga um áhrif verkfalls á greiðslu sumarlauna til kennara Listaskólans. Einnig magn þeirrar kennslu sem kennarar unnu launalaust og rætt er um í bréfi kennara og hver tók ákvörðun um hana.
Íbúahreyfingin óskar ennfremur eftir upplýsingum um hvernig önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu leystu þessi mál, þ.e. hvort sumarlaun voru felld niður og hvort kennslutap var unnið upp9. Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla201511211
Umsögn vegna erindis umhverfisnefndar Varmárskóla lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu skólastjórnenda Varmárskóla.
10. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um framkvæmdir við Baugshlíð201511270
Samantekt framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna fyrirspurnar Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi umferðaröryggi við Baugshlíð lögð fram.
Frestað.
11. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Ásgeir Sigurgestsson, verkefnastjóri á fjölskyldusviði, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir rekstur Hamra hjúkrunarheimilis og samskipti við heilbrigðisráðherra vegna hans.
Bæjarráð lýsir miklum áhyggjum af fyrirséðum rekstrarhalla Hamra hjúkrunarheimilis og skorar á heilbrigðisráðherra að bregðast við ítrekuðum beiðnum þar að lútandi.
Stefnt er að því að næsti fundur bæjarráðs verði haldinn 7. janúar 2016.