Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Ósk íbúa um bund­ið slitlag í Roða­móa201702017

    Lögð er fyrir bæjarráð umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara er­indnu í sam­ræmi við sjón­ar­mið sem fram koma í fram­lögðu minn­is­blaði.

    • 2. Um­sagn­ar­beiðni vegna rekstr­ar­leyf­is fyr­ir Þver­holt 2, Lukku-Láki201609107

      Umsögn lögmanns lögð fram.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni að gefa um­sækj­anda um rekst­ar­leyfi tæki­færi til að koma að at­huga­semd­um við þau sjón­ar­mið sem rakin eru í fyr­ir­liggj­andi um­sögn. Að þeim fengn­um mun bæj­ar­ráð veita um­sögn sína.

      • 3. Um­sögn um frum­varp til laga um far­þega­flutn­inga og farm­flutn­inga201702096

        Umbeðin umsögn um frumvarp um farþegaflutninga og farmflutninga.

        Lagt fram.

      • 4. Styrkt­ar­sjóð­ur EBÍ 2017201702300

        Styrktarsjóður EBÍ 2017. Boð um að senda inn umsókn um styrk.

        Lagt fram.

      • 5. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

        Upplýst um stöðu mála.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um upp­sögn, með 12 mán­aða fyr­ir­vara, á samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins frá 27. júní 2013 um þjón­ustu og rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra, sem send var ráðu­neyt­inu 28. fe­brú­ar sl. Ástæða upp­sagn­ar­inn­ar er sú að dag­gjöld rík­is­ins standa ekki und­ir kostn­aði við rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins og hef­ur rík­ið ekki sinnt ít­rek­uð­um beiðn­um Mos­fells­bæj­ar um aukin fjár­fram­lög eða aðra við­un­andi lausn á fjar­hags­vanda þess. Bæj­ar­ráð lýs­ir von­brigð­um með þá stöðu sem mál­ið er kom­ið í en ít­rek­ar jafn­framt að Mos­fells­bær er reiðu­bú­inn til við­ræðna við rík­ið um fram­tíð hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins hér eft­ir sem hing­að til.

        • 6. Verk­efn­istil­laga um stefnu­mót­un201702305

          Verkefnistillaga um stefnumótum lögð fram.

          Aldís Stef­áns­dótt­ir (AS), for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, mætti á fund­inn und­ir þess­um lið.

          Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um full­trúa D-lista að end­ur­skoða stefnu­mót­un Mos­fells­bæj­ar frá 2008 í sam­ræmi við það fyr­ir­komulag sem lýst er í verk­efn­istil­lögu Capacent ráð­gjaf­ar. Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:47