2. mars 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ósk íbúa um bundið slitlag í Roðamóa201702017
Lögð er fyrir bæjarráð umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindnu í samræmi við sjónarmið sem fram koma í framlögðu minnisblaði.
2. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir Þverholt 2, Lukku-Láki201609107
Umsögn lögmanns lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að gefa umsækjanda um rekstarleyfi tækifæri til að koma að athugasemdum við þau sjónarmið sem rakin eru í fyrirliggjandi umsögn. Að þeim fengnum mun bæjarráð veita umsögn sína.
3. Umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga201702096
Umbeðin umsögn um frumvarp um farþegaflutninga og farmflutninga.
Lagt fram.
4. Styrktarsjóður EBÍ 2017201702300
Styrktarsjóður EBÍ 2017. Boð um að senda inn umsókn um styrk.
Lagt fram.
5. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Upplýst um stöðu mála.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum uppsögn, með 12 mánaða fyrirvara, á samningi Mosfellsbæjar og Velferðarráðuneytisins frá 27. júní 2013 um þjónustu og rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra, sem send var ráðuneytinu 28. febrúar sl. Ástæða uppsagnarinnar er sú að daggjöld ríkisins standa ekki undir kostnaði við rekstur hjúkrunarheimilisins og hefur ríkið ekki sinnt ítrekuðum beiðnum Mosfellsbæjar um aukin fjárframlög eða aðra viðunandi lausn á fjarhagsvanda þess. Bæjarráð lýsir vonbrigðum með þá stöðu sem málið er komið í en ítrekar jafnframt að Mosfellsbær er reiðubúinn til viðræðna við ríkið um framtíð hjúkrunarheimilisins hér eftir sem hingað til.
6. Verkefnistillaga um stefnumótun201702305
Verkefnistillaga um stefnumótum lögð fram.
Aldís Stefánsdóttir (AS), forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með tveimur atkvæðum fulltrúa D-lista að endurskoða stefnumótun Mosfellsbæjar frá 2008 í samræmi við það fyrirkomulag sem lýst er í verkefnistillögu Capacent ráðgjafar. Fulltrúi S-lista situr hjá.