31. janúar 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 3. varabæjarfulltrúi
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Leitað afbrigða við upphaf fundar til að taka fyrir málið: Skrá yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild, sem ekki var á útsendri dagskrá. Samþykkt með 3 atkvæðum að taka málið fyrir.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skrá yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild 2019201901341
Skrá yfir störf sem njóta ekki verkfallsréttar
Endanleg auglýsing eftir athugasemdir verkalýsfélaga lagður fram og samþykktur með 3 atkvæðum á 1384. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar.
2. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Ósk um þátttöku í deiliskipulagi 5. áfanga Helgafellshverfis
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu Skipulagsnefndar.
5. Samningur um félagsþjónustu og málefni fatlaðs fólks201811101
Kjósarhreppur hefur óskað eftir áframhaldandi samstarfi um málefni skv. nr. 40/1991 m.s.br. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 og lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Lagt er til að fyrri samningur sveitarfélaganna verði framlengdur þar til fyrir liggja drög að nýjum samningi.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að samningur sveitarfélaganna vegna þjónustu fjölskyldusviðs skv. lögum nr. 40/1991 frá 19. janúar 2015 sem var framlengdur með viðauka skv. ákvörðun 1375. fundi bæjarráðs 28. nóvember 2018 verði framlengdur til 30.04.2019 eða þar til drög að nýjum samningi sveitarfélaganna liggja fyrir.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að samningur skv. lögum nr. 38/2018 vegna þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir dags. 2. febrúar 2011 sem framlengdur var með viðauka 19. janúar 2016 og skv. ákvörðun 1375. fundi bæjarráðs 28. nóvember 2018 verði framlengdur til 30.04.2019 eða þar til drög að nýjum samningi sveitarfélaganna liggja fyrir.
Framkvæmdatjóra fjölskyldusviðs falið að undirrita samninga um framlengingu þessara samninga og vinna að endurskoðun samninga til lengri tíma.
6. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað um rekstur Hamra
Minnisblað um rekstur Hamra, Hjúkrunarheimilis lagt fram og rætt.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að bæjarráð lýsi sig jákvætt fyrir tillögum í fyrirliggjandi minnisblaði.
Gestir
- Unnur V. Ingólfsdóttir, framkæmdastjóri fjölskyldusviðs
7. Viðræður Kölku og Sorpu um hugsanlega sameiningu201901360
Viðræður Kölku og Sorpu um hugsanlega sameiningu - drög til umræðu
Drög að greinargerð Capacent um sameiningu Sorpu og Kölku lögð fram og rædd. Bæjarstjóra falið að boða framkvæmdastjóra Sorpu á fund bæjarráðs.
8. Tillaga fulltrúa Miðflokksins varðandi kolefnisjöfnun.201901370
Tillaga fulltrúa Miðflokksins í bæjarráði að Mosfellsbær nýti styrki sem bærinn veitir til skóræktar til að kolefnisjafna allann rekstur og umsvif bæjarins með samningi við Kolvið en með samningi má leggja að mörkum stefnu hvað þetta varðar til framtíðar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1384. fundar bæjarráðs að tillagan verði tekin upp í samningaviðræðum sem bæjarstjóri stýrir og eru í gangi milli Mosfellsbæjar og Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði.