Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. október 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sam­komulag um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um.201909493

    Kynning. Páll Björgvin Guðmundsson og Hrafnkell Proppé mæta á fund bæjarráðs.

    Páll Björg­vin Guð­munds­son og Hrafn­kell Proppé kynna sam­komu­lag­ið. Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til af­greiðslu bæj­ar­stjórn­ar og mæl­ist til þess að það verði þar tek­ið til af­greiðslu eft­ir tvær um­ræð­ur.

    • 2. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um grunn­skóla, nr. 91/2008, með síð­ari breyt­ing­um (fram­lög til sjálf­stætt rek­inna grunn­skóla), 16. mál.- beiðni um um­sögn201909486

      Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs.

    • 3. Frum­varp til laga um skrán­ingu ein­stak­linga (heild­ar­lög) - beiðni um um­sögn201909453

      Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.

      Lagt fram.

    • 4. Frum­varp til laga um ráð­staf­an­ir til hag­kvæmra upp­bygg­ing­ar há­hraða fjar­skipta­neta - beiðni um um­sögn201909448

      Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrauppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.

      Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

      • 5. Frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um virð­is­auka­skatt, nr. 50/1988 (end­ur­greiðsla virð­is­auka­skatts) - beiðni um um­sögn201909451

        Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að senda Um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd fyr­ir­liggj­andi um­sögn.

      • 6. þings­álykt­un um rann­sókn­ir á þung­lyndi með­al eldri borg­ara - beiðni um um­sögn201909449

        Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.

        Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

        • 7. Fjár­hags­leg­ur stuðn­ing­ur - ný reglu­gerð201909055

          Umbeðin umsögn fjármálastjóra.

          Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela fjár­mála­stjóra að senda um­sögn í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

          • 8. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ-stækk­un Hamra201812038

            Minnisblað um uppbyggingu hjúkrunarheimila til ársins 2024,

            Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að koma því á fram­færi við heil­brigð­is­ráð­herra að Mos­fells­bær telji það óá­sætt­an­legt að stækk­un Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is sé frestað þrátt fyr­ir lof­orð um ann­að enda sé ágrein­ing­ur um greiðsl­ur fyr­ir rekst­ur nú­ver­andi heim­il­is ekki fyr­ir­staða þess að unn­ið sé mark­visst að fjölg­un rýma. Þvert á móti er stækk­un heim­il­is­ins leið til lausn­ar á rekstr­ar­vanda heim­il­is­ins.

            • 9. Rekst­ur Hamra hjúkr­un­ar­heim­il­is201406128

              Samþykkt var á 1401. fundi bæjarráð að heimila bæjarstjóra að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði um 1-3 mánuði í senn. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samningsins kemur til skoðuna að framlengja samninginn um einn mánuð til marsloka en þá er litið svo á að samningur Mosfellsbæjar við ríkið sé úr gildi fallinn sbr. bréf Mosfellsbæjar dags. 31. mars 2019 til félagsmálaráðherra.

              Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fram­lengja heim­ild bæj­ar­stjóra sem veitt var á 1401. fundi bæj­ar­ráðs, til að fram­lengja sam­komulag við Hamra í allt að 10 mán­uði, um 1 mán­uð til við­bót­ar þann­ig að hún nái allt til 31. mars 2019.

              • 10. Kæra ÚU 46/2018 - synj­un á að skipta frí­stundalóð við Hafra­vatn í tvennt201803283

                Minnisblað starfsmanns

                Beiðni um end­urupp­töku máls er synjað með 3 at­kvæð­um á þeim grund­velli að hvorki 1. né 2. tl. 24. gr. stjórn­sýslu­laga eigi við í þessu til­viki enda hafi ákvörð­un í upp­hafi byggt á full­nægj­andi og rétt­um upp­lýs­ing­um um máls­at­vik og byggi öðru frem­ur á ákvæð­um að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar sem hafi ekki ver­ið breytt eft­ir að ákvörð­un var tekin.

                • 11. Þver­holt 1, 270 Mos­fells­bæ, Bari­on Um­sagn­ar­beiðni v/rekstr­ar­leyf­is201909452

                  Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir þverholt 1.

                  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að veita já­kvæða um­sögn um um­sókn­ina.

                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.