3. október 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.201909493
Kynning. Páll Björgvin Guðmundsson og Hrafnkell Proppé mæta á fund bæjarráðs.
Páll Björgvin Guðmundsson og Hrafnkell Proppé kynna samkomulagið. Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar og mælist til þess að það verði þar tekið til afgreiðslu eftir tvær umræður.
2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.- beiðni um umsögn201909486
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum (framlög til sjálfstætt rekinna grunnskóla), 16. mál.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
3. Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög) - beiðni um umsögn201909453
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um skráningu einstaklinga (heildarlög), 101.
Lagt fram.
4. Frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmra uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta - beiðni um umsögn201909448
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrauppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 122. mál.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts) - beiðni um umsögn201909451
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988 (endurgreiðsla virðisaukaskatts), 26. mál.
Bæjarráð samþykkir að senda Umhverfis- og samgöngunefnd fyrirliggjandi umsögn.
6. þingsályktun um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara - beiðni um umsögn201909449
Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar tillögu til þingsályktunar um rannsóknir á þunglyndi meðal eldri borgara, 22. mál.
Samþykkt með 3 atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
7. Fjárhagslegur stuðningur - ný reglugerð201909055
Umbeðin umsögn fjármálastjóra.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela fjármálastjóra að senda umsögn í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
8. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun Hamra201812038
Minnisblað um uppbyggingu hjúkrunarheimila til ársins 2024,
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma því á framfæri við heilbrigðisráðherra að Mosfellsbær telji það óásættanlegt að stækkun Hamra hjúkrunarheimilis sé frestað þrátt fyrir loforð um annað enda sé ágreiningur um greiðslur fyrir rekstur núverandi heimilis ekki fyrirstaða þess að unnið sé markvisst að fjölgun rýma. Þvert á móti er stækkun heimilisins leið til lausnar á rekstrarvanda heimilisins.
9. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Samþykkt var á 1401. fundi bæjarráð að heimila bæjarstjóra að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði um 1-3 mánuði í senn. Þar sem enn er ágreiningur um uppsögn samningsins kemur til skoðuna að framlengja samninginn um einn mánuð til marsloka en þá er litið svo á að samningur Mosfellsbæjar við ríkið sé úr gildi fallinn sbr. bréf Mosfellsbæjar dags. 31. mars 2019 til félagsmálaráðherra.
Samþykkt með 3 atkvæðum að framlengja heimild bæjarstjóra sem veitt var á 1401. fundi bæjarráðs, til að framlengja samkomulag við Hamra í allt að 10 mánuði, um 1 mánuð til viðbótar þannig að hún nái allt til 31. mars 2019.
10. Kæra ÚU 46/2018 - synjun á að skipta frístundalóð við Hafravatn í tvennt201803283
Minnisblað starfsmanns
Beiðni um endurupptöku máls er synjað með 3 atkvæðum á þeim grundvelli að hvorki 1. né 2. tl. 24. gr. stjórnsýslulaga eigi við í þessu tilviki enda hafi ákvörðun í upphafi byggt á fullnægjandi og réttum upplýsingum um málsatvik og byggi öðru fremur á ákvæðum aðalskipulags Mosfellsbæjar sem hafi ekki verið breytt eftir að ákvörðun var tekin.
11. Þverholt 1, 270 Mosfellsbæ, Barion Umsagnarbeiðni v/rekstrarleyfis201909452
Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis fyrir þverholt 1.
Samþykkt með 3 atkvæðum að veita jákvæða umsögn um umsóknina.