17. desember 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um geðheilbrigðismál201511169
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Lagt fram.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög201504286
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Lagt fram.
3. Neyðarstjórn Mosfellsbæjar201412271
Neyðarstjórn Mosfellsbæjar var kölluð saman vegna slæmrar veðurspár 7. desember 2015. Lögð fram samantekt vegna þeirra viðbragða sem gripið var til í Mosfellsbæ.
Aldís Stefánsdóttir fór yfir störf neyðarstjórnar 7. desember sl.
5. Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2015201512148
Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fræsðslusviðs.
6. Fyrirspurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvíslartungu201507221
Lögð er fyrir áætlun VERKÍS um fækkun ljósastaura í leirvogstunguhverfi ásamt umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Leitað hefur verið álits hjá landslagshönnuði hverfisins, skipulagsráðgjafa sem og Íbúasamtökum Leirvogstungu.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við framlögð minnisblöð.
7. Helgafellsskóli201503558
Framkvæmdastjórar umhverfissviðs og fræðslusviðs mæta á fundinn og greina frá undirbúningi vinnu við Helgafellsskóla.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, og Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, mæta á fundinn undir þessum lið.
Jóhanna B. Hansen og Björn Þráinn Þórðarson fóru yfir stöðu mála vegna fyrirhugaðrar byggingar Helgafellsskóla.
8. Skálatúnsheimilið - ósk um skráningu íbúða201510231
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi um að hluti húseigna Skálatúns verði skráðar sem íbúðir/íbúaðarhúsnæð lögð fram.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að hafin verði vinna við að hluti fasteigna Skálatúns verði skráður sem íbúðir/íbúðarhúsnæði. Er verkefnastjóra fjölskyldusviðs og byggingargulltrúa falið að annast samskipti við Skálatún og að framkvæma viðeigandi breytingar á skráningu fasteignanna.
9. Styrkbeiðni - Uppgræðsla á Mosfellsheiði201511311
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Lögð fram umsögn umhverfissviðs.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætir á fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð telur ekki forsendur til að verða við erindinu, þar sem það þurfi að taka heildstætt á umhverfis- og uppgræðslumálum á Mosfellsheiði.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar vekur athygli á að fok frá örfoka landi virðir ekki landamerki. Það er því ótvíræður hagur Mosfellsbæjar að styrkja uppgræðslu Landgræðslunnar í umræddu beitarhólfi á Mosfellsheiði. Mosfellsbær á hluta af því landi sem verið er að græða upp og því mikilvægt að taka þátt í þessu verkefni.10. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis201406128
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Frestað.