Mál númer 201401534
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Framvinduskýrsla nóvember 2018 - Ágúst 2019 lögð fram til kynningar ásamt uppfærðri verkáætlun.
Afgreiðsla 1412. fundar bæjarráðs samþykkt á 745. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 12. september 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1412
Framvinduskýrsla nóvember 2018 - Ágúst 2019 lögð fram til kynningar ásamt uppfærðri verkáætlun.
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs kynnir framvinduskýrslu og uppfærða verkáætlun. Bæjarráð lýsir yfir ánægju með gang verksins.
- 26. júní 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #742
Fjölnotahúsið þarf að þjóna þeim markhópi sem þar stundar íþrótta og tómstundastarf og því er lagt til að farið verði að óskum aðalstjórnar Aftureldingar um breytingar. Sömuleiðis er lagt til að umhverfissviði verði falið að leitast að því við aðalverktaka að fara í ofangreindar breytingar á fjölnota íþróttahúsinu í samræmi við óskir aðalstjórar Aftureldingar.
Afgreiðsla 1402. fundar bæjarráðs samþykkt á 742. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. júní 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1402
Fjölnotahúsið þarf að þjóna þeim markhópi sem þar stundar íþrótta og tómstundastarf og því er lagt til að farið verði að óskum aðalstjórnar Aftureldingar um breytingar. Sömuleiðis er lagt til að umhverfissviði verði falið að leitast að því við aðalverktaka að fara í ofangreindar breytingar á fjölnota íþróttahúsinu í samræmi við óskir aðalstjórar Aftureldingar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að knattspyrnuvöllur hússins verði stækkaður um 1,5 metra á breidd og felld verði út malbikuð göngubraut sem liggur við hlið hlaupabrautar samkvæmt núgildandi teikningum. Öryggissvæði/göngusvæði í kringum völlinn verði úr tartan efni líkt og hlaupabrautirnar. Stefna skal að því að hafa öryggissvæði/göngusvæði og hlaupabrautirnar úr sama efni og í sama lit.
- 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Framvinduskýrsla eftirlits Fjölnotahúss að Varmá lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1398. fundar bæjarráðs samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. maí 2019
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1398
Framvinduskýrsla eftirlits Fjölnotahúss að Varmá lögð fram til kynningar.
Framvinduskýrsla eftirlits Fjölnotahúss að Varmá lögð fram til kynningar.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Afgreiðsla 1368. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. október 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #726
Frestað frá síðasta fundi. Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Afgreiðsla 1369. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar samþykkt á 726. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1369
Frestað frá síðasta fundi. Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að farið verði í framkvæmdir við uppbyggingu fjölnotahúss á Varmársvæðinu og að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Alverk ehf, á samræmi við fyrirliggjandi tilboð.
- 4. október 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1368
Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Frestað
- 27. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #721
Bæjarráð heimilaði útboð á fjölnotahúsi í alútboði þann 11. janúar 2018 og samþykkti bæjarráð síðar tillögu um að heimila fimm aðilum að taka þátt í alútboði að undangengu forvali. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum sem voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Ljóst er að öll tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun hönnuða og því óaðgengileg. Lagt er til að tilboðum bjóðenda verði hafnað og að í framhaldi verði farið í samningskaup við bjóðendur í framhaldi af alútboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Fulltrúar C- L- S- og M- lista sitja hjá.
- 27. júní 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #721
Bæjarráð heimilaði útboð á fjölnotahúsi í alútboði þann 11. janúar 2018 og samþykkti bæjarráð síðar tillögu um að heimila fimm aðilum að taka þátt í alútboði að undangengu forvali. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum sem voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Ljóst er að öll tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun hönnuða og því óaðgengileg. Lagt er til að tilboðum bjóðenda verði hafnað og að í framhaldi verði farið í samningskaup við bjóðendur í framhaldi af alútboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. júní 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1357
Bæjarráð heimilaði útboð á fjölnotahúsi í alútboði þann 11. janúar 2018 og samþykkti bæjarráð síðar tillögu um að heimila fimm aðilum að taka þátt í alútboði að undangengu forvali. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum sem voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Ljóst er að öll tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun hönnuða og því óaðgengileg. Lagt er til að tilboðum bjóðenda verði hafnað og að í framhaldi verði farið í samningskaup við bjóðendur í framhaldi af alútboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að hafna öllum tilboðum bjóðenda hefja vinnu við undirbúning samningskaup við bjóðendur. Fulltrúi M lista sat hjá.
Bókun fulltrúa M lista
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ telur hyggilegast fyrir skattgreiðendur í Mosfellsbæ að óska eftir að ráðgjafaverkfræðingar bæjarins verði látnir gera nýja kostnaðargreiningu vegna áforma um byggingu knatthúss í Mosfellsbæ. Ljóst er þegar að frumkostnaðaráætlunin var vanmat á kostnaði svo nam tugi prósentustiga og eftir óskir hefur húsnæðið m.a. stækkað umfram það sem áformað var í upphafi. Samkvæmt minnisblaði Verkíss virðist sem verð á markaði fari hækkandi og líkur eru því á að verkið fari fram úr þeirri viðmiðunarfjárhæð sem getið er um í reglugerð nr. 178/2018 er byggir á lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup. Því er mikilvægt að endurskoða verkefnið í heild sinni, fá nýtt kostnaðarmat og nýtt útboð í verkið.Bókun fulltrúa C lista
Við teljum að það sé ekki fullkannað hvort útboð á Evrópska efnahagssvæðinu sé vænlegur kostur varðandi byggingu á fjölnota húsi í Mosfellsbæ Við hvetjum bæjarráð til þess að skoða þann möguleika betur og þannig gæta hagsmuna bæjarbúa.Bókun V og D lista
Fyrir liggur endurskoðuð kostnaðaráætlun verksins unnin af Verkís með þeim breytingum sem orðið hafa orðið á því frá því að frumkostnaðaráætlun var gerð sem fellst fyrst og fremst í stækkun hússins og að lágbygging verði við húsið sem m.a. hýsi salernisaðstöðu. Þessar breytingar eru gerðar að ósk Ungmennafélagsins Aftureldingar. Þessi kostnaðaráætlun er töluvert undir því sem gert er ráð fyrir að krefjist útboðs á evrópska efnahagssvæðinu því gera reglur um opinber innkaup ekki ráð fyrir að útboðið sé auglýst á þeim vettvangi. Skynsamlegast á þessu stigi er að hafna öllum tilboðum og hefja samningskaupaferli við bjóðendur eins og reglur um opinber innkaup kveða á um eins og lagt er til af umhverfissviði. - 7. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #712
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að samþykkja allt að fimm verktaka í forval vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
Afgreiðsla 1343. fundar bæjarráðs samþykkt á 712. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. febrúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1343
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að samþykkja allt að fimm verktaka í forval vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfissviðs um að heimila að allt að fimm bjóðendur skili inn forvalsgögnum vegna fjölnotahúss við Varmá að yfirstöðnu forvali sem auglýst var 27.janúar 2018. Jafnframt að greidd verði þóknun, 500 þ.kr. til þátttakenda sem ekki fá verkið og skila inn fullnægjandi tillögum vegna alútboðs, samtals allt að 2 m.kr.
- 24. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #709
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að auglýsa forval verktaka vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
Fundargerð 1337. fundar bæjarráðs samþykkt á 709. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. janúar 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1337
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að auglýsa forval verktaka vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa alútboð og auglýsa forval verktaka vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember var samþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar í tengslum við umfjöllun við málið þar.
Bókun fulltrúa Samfylkingarinnar:
Það gleðilega við þetta verkefni er að það uppfyllir núverandi kröfur Aftureldingar til bættrar aðstöðu. Verkefnið snýst um að koma upp skjóli fyrir knattspyrnuiðkendur, fyrir veðri og vindum. Óskir Aftureldingar fyrir fjórum árum voru um fullbúið fjölnota íþróttahús í fullri stærð sem reiknað er með að kosti um 1200 milljónir í dag. Það að byggja lítið stálgrindarhús yfir hálfan fótboltavöll er ekki svar við þeim óskum. Með þessu er verið að bregðast við því ástandi sem nú hefur ríkt um nokkurt skeið og að fresta því að reist verði fullbúið fjölnota íþróttahús.
Ólafur Ingi Óskarsson
Samson B HarðarsonBókun fulltrúa V- og D- lista
Það er ánægjulegt að samstaða ríkir í bæjarstjórn um byggingu fjölnota íþróttahúss/knatthúss að Varmá. Umrætt verkefni er í samræmi við vilja og óskir Aftureldingar og samþykkta forgangsröðun þar um en þar kemur fram að brýnasta verkefnið er að byggt verði yfir eldri gervigrasvöll á staðnum, endurnýjað verði gervigrasið á stærri gervigrasvellinum ásamt því að búningsaðstaða verði bætt . Við þessum óskum hefur verið orðið. Þessar framkvæmdir verða mikil lyftistöng fyrir íþróttastarf Aftureldingar, einkum knattspyrnuiðkun, og munu gera aðstöðuna enn betri í ört stækkandi bæjarfélagi.Afgreiðsla 215. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 705. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2017
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #215
Á fundi bæjarstjórnar 1. nóvember var samþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögunni til íþrótta- og tómstundanefndar í tengslum við umfjöllun við málið þar.
Íþrótta - og tómstundanefnd þakkar gestum fyrir kynninguna og vill lýsa yfir ánægju sinni með tillöguna. Jafnframt vill hún leggja til að skoðaður verði möguleikinn á að bæta við salernisaðstöðu á sama tíma og húsið verður reist.
- 1. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #704
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá
Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Gerum að tillögu okkar að óskað verði eftir því að stjórn Ungmennafélagsins sendi bæjarstjórn yfirlýsingu þar sem fram kemur afstaða hennar til þessarar framkvæmdar eins og hún liggur fyrir og hvernig hún samræmist stefnumörkun félagsins.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonSamþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar til íþrótta- og tómstundanefndar í tengslum við umfjöllun um málið þar.
Afgreiðsla 1326. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. október 2017
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1326
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráðast í byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss í samræmi við nánari lýsingu í framlögðu minnisblaði og kostnaðaráætlun Verkíss.
Jafnframt samþykkt að senda erindið til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar og kynningar. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mun mæta á fundinn og kynna málið.
- 13. apríl 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #669
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar fjölnota íþróttahúss.
Afgreiðsla 198. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 669. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. apríl 2016
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #198
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar fjölnota íþróttahúss.
Á fundinn mætti Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og formaður undirbúningsnefndar um fjölnota íþróttahús. Hann fór yfir vinnu nefndarinnar og skýrslu sem að rituð hefur verið um þá vinnu. Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir að vera upplýst áfram um þau mál sem að snúa að nefndinni.
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Afgreiðsla 1226. fundar bæjarráðs samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. september 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1226
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í tengslum við mögulega byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Umræður fóru fram.
Fulltrúi V-lista víkur af fundi kl. 8:12.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Bæjarstjórn þakkar starfshópi um fjölnota íþróttahús vel unnin störf og samþykkir með níu atkvæðum að bæjarráði og embættismönnum verði falin áframhaldandi vinna málsins og að það verði tekið fyrir í bæjarráði með reglubundnum hætti. $line$$line$Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #647
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 1. apríl 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1206
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að starfshópur um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ fái heimild til áframhaldandi þróunar og mótunar hugmynda um byggingu fjölnota íþróttahúss.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Íbúahreyfingunni verði gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa í starfshóp um fjölnota íþróttahús. Um verulega samfélagslega hagsmuni er að ræða. Það er ekki síst í þágu jafnræðis að þessi tillaga er sett fram. Hópurinn var skipaður á síðasta kjörtímabili og eðlilegt að hann endurnýi umboð sitt.Tillagan er felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur þau rök að starfshópurinn verði of fjölmennur ef Íbúahreyfingin bætist í hópinn ekki í anda lýðræðis. Eftir því sem fulltrúum fjölgar eykst einmitt lýðræðið.Samþykkt með þremur atkvæðum að starfshópurinn upplýsi bæjarráð um gang mála á tveggja mánaða fresti.
- 26. mars 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1205
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Frestað.
- 12. mars 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #622
Óskað er eftir tilnefningu í starfshóp um fjölnotaíþróttahús.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram svohljóðandi tillögu.$line$Eins og staðan er í dag hefur ekki verið áætlað nægt fjármagn til þess að byggja einn skóla hvað þá fleiri á næstu árum nema með því að keyra skuldir sveitarfélagsins langt upp fyrir 150% markið í tekjum. $line$Við sjáum því ekki að þetta glæsilega mannvirki verði að veruleika á næsta kjörtímabili og leggjum til að þessari fjárveitingu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D- og V lista gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar, bæjarfulltrúi Samfylkingar situr hjá.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.$line$Starfshópur um byggingu fjölnotaíþróttahúss var samþykktur af öllum bæjarfulltrúum á 619. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Starfshópurinn hefur það verkefni að koma með tillögu/ur um hvar byggt skuli fjölnota íþróttahús af hvaða gerð og stærð, rekstrarform þess og hvenær. $line$$line$Það er skoðun meirihlutans að það sé tímabært að stofan slíkan starfshóp, núverandi meirihlutinn sjálfstæðismanna og Vinstri grænna hefur og mun alltaf gæta ráðdeildar í rekstri bæjarins, fjölnota íþróttahús mun rísa í Mosfellsbæ þegar sveitafélagið hefur fjárhagslega burði til að fara í slíka framkvæmd. Umræddum starfshóp er falið að marka framtíðasýn um hvernig, hvar og hvenær slíkt hús rísi í Mosfellsbæ.$line$$line$Afgreiðsla 1155. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 27. febrúar 2014
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1155
Óskað er eftir tilnefningu í starfshóp um fjölnotaíþróttahús.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna eftirtalda í starfshóp um fjölnotaíþróttahús:
Byndísi Haraldsdóttur formann skipulagsnefndar, Theodór Kristjánsson formann íþrótta- og tómstundanefndar, Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúa og Harald Sverrisson bæjarstjóra, Afturelding tilnefni einn fulltrúa í starfshópinn. Bæjarstjóri leiðir starf hópsins.Einnig samþykkt með þremur atkvæðum að úthuta starfshópnum upphæð kr. 750 þúsund vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.
- 12. febrúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #620
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa. Áður en bæjarráð skipar starfshópinn skal málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Afgreiðsla 178. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 620. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 6. febrúar 2014
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #178
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa. Áður en bæjarráð skipar starfshópinn skal málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að starfshópur af þessu tagi skuli skipaður. Nefndin leggur áherslu á það sem fram kemur í minnisblaði bæjarstjóra að tillögur starfshópsins skuli taka mið af vinnu íþrótta- og tómstundanefndar um forgangsröðun framkvæmda.
Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að vinnuhópur um forsendur og byggingu skátaheimilis í Mosfellsbæ verði einnig stofnaður í samvinnu við Mosverja. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur á undanförnum árum fjallað um aðstöðu skáta, m.a. á 171. fundi nefndarinnar þar sem aðstaða skáta var heimsótt. Tillögur vinnuhópsins taki einnig mið af vinnu íþrótta- og tómstundanefndar um forgangsröðun framkvæmda.
- 29. janúar 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #619
Undirbúningur að byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra til bæjarstjórnar og eftirfarandi tillaga varðandi fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkir að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa.
Fram kom málsmeðferðartillaga þess efnis að áður en bæjarráð skipar starfshópinn verði málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og var hún samþykkt.