12. mars 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1155201402024F
Fundargerð 1155. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 622. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Stækkun Leirvogstunguskóla 201401191
Niðurstaða tilboða vegna stækkunar Leirvogstunguskóla lögð fyrir bæjarráð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1155. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli 201402249
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli þar sem yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á flugvallarsvæðinu verði í höndum ráðherra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1155. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.3. Erindi Veislugarðs ehf. varðandi leigu á Hlégarði 201402246
Veislugarður ehf. segir upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði frá og með 1. mars nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Íbúahreyfingin leggur fram þá tillögu að leitað verði til íbúa um hugmyndir að framtíðarnotkun Hégarðs.$line$Tillagan samþykkt og bæjarstjóra falin framkvæmdin.$line$$line$Afgreiðsla 1155. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Óskað er eftir tilnefningu í starfshóp um fjölnotaíþróttahús.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur fram svohljóðandi tillögu.$line$Eins og staðan er í dag hefur ekki verið áætlað nægt fjármagn til þess að byggja einn skóla hvað þá fleiri á næstu árum nema með því að keyra skuldir sveitarfélagsins langt upp fyrir 150% markið í tekjum. $line$Við sjáum því ekki að þetta glæsilega mannvirki verði að veruleika á næsta kjörtímabili og leggjum til að þessari fjárveitingu verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir næsta ár.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D- og V lista gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar, bæjarfulltrúi Samfylkingar situr hjá.$line$$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa D- og V lista.$line$Starfshópur um byggingu fjölnotaíþróttahúss var samþykktur af öllum bæjarfulltrúum á 619. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Starfshópurinn hefur það verkefni að koma með tillögu/ur um hvar byggt skuli fjölnota íþróttahús af hvaða gerð og stærð, rekstrarform þess og hvenær. $line$$line$Það er skoðun meirihlutans að það sé tímabært að stofan slíkan starfshóp, núverandi meirihlutinn sjálfstæðismanna og Vinstri grænna hefur og mun alltaf gæta ráðdeildar í rekstri bæjarins, fjölnota íþróttahús mun rísa í Mosfellsbæ þegar sveitafélagið hefur fjárhagslega burði til að fara í slíka framkvæmd. Umræddum starfshóp er falið að marka framtíðasýn um hvernig, hvar og hvenær slíkt hús rísi í Mosfellsbæ.$line$$line$Afgreiðsla 1155. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1156201403001F
Fundargerð 1156. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 622. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Tunguvegur 201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að semja um gerð undirganga undir Skólabraut
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Erindi Veritas lögmanna varðandi beiðni um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um þingsályktun um uppkaup á landi 201402297
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
2.4. Erindi Guðjóns Jenssonar varðandi verkefnisstyrk 201403011
Guðjón Jensson sækir um verkefnisstyrk varðandi heimildaritun um Mosfellsheiði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi UMFÍ varðandi landsmótshald 201403013
Erindi UMFÍ varðandi landsmót 6. landsmót UMFÍ 50 árið 2016 og 20. unglingalandsmót UMFÍ 2017.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Minnisblað tómstundafulltrúa v/ sumarátaksstarfa hjá Mosfellsbæ sumarið 2014 201403023
Minnisblað tómstundafulltrúa vegna sumarátaksstarfa hjá Mosfellsbæ sumarið 2014
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Varðandi minnisblað tómstundafulltrúa vegna sumarátaksstarfa.$line$Íbúahreyfingin er mótfallin því að Motomos fái sumarstarfsmenn ef félagið hefur ekki starfsleyfi.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$$line$Afgreiðsla 1156. fundar bæjarráðs samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 362201402028F
Fundargerð 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið 201112127
Lögð fram í formi glærukynningar "drög að tillögu stýrihóps að skipulagi vatnsverndar höfuðborgarsvæðisins" eins og þau voru kynnt fyrir fulltrúaráði SSH 14.2.2014.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Erindi Strætó bs. varðandi leiðakerfisbreytingar 2015 201401608
Vegna vinnu að gerð leiðakerfis sem tekur gildi 2015 óskar Strætó bs. í bréfi dags. 23. janúar 2014 eftir tillögum eða óskum ef einhverjar eru um úrbætur eða breytingar á leiðakerfi. Fjallað var um málið á 361. fundi. Lögð fram ályktun Ungmennaráðs frá 20. febrúar um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.3. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2014 201402142
Lögð fram drög að starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014. Framhald umfjöllunar á 361. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Lyngbrekka við Krókatjörn, umsókn um breytingu á skipulagsskilmálum. 201402193
Guðfinna A Hjálmarsdóttir óskar með bréfi dags. 19. febrúar 2014 eftir því að leyfileg stærð húsa í gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðina verði aukin.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. S-Reykir, spilda nr. 125407, fyrirspurn um skiptingu lands og deiliskipulag 201402295
F.h. landeigenda spyrst Pétur Jónsson landslagsarkitekt þann 27.02.2014 fyrir um mögulega skiptingu landsins í tvær einbýlislóðir skv. meðf. tillöguuppdrætti.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.6. Staða og ástand á nýbyggingarsvæðum 2010 201004045
Í tengslum við umfjöllun um byggingarskilmála í Leirvogstungu beinir 1154. fundur bæjarráðs því til skipulagsnefndar að fara yfir ástand á nýbyggingarsvæðum. Lögð fram uppfærð skýrsla um stöðuna 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.7. Umferðarmerkingar í Helgafellshverfi 201311246
Um er að ræða tillögu að umferðarmerkingum í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.8. Laxatunga 62-68, fyrirspurn um breytingu á húsgerð 201309225
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt með bréfi dags. 29. janúar 2014 með athugasemdafresti til 27. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.9. Hagaland 11, fyrirspurn um byggingarleyfi 201402296
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til nefndarinnar með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.10. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi 201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn. Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort leyfa megi að innrétta núverandi bílgeymslu sem íbúðarrými, þvottahús og geymslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.11. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi 201402290
N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.12. Ástand gatna í Helgafellshverfi 201402312
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.13. Efnissöfnun Ístaks á Tungumelum 201402313
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.14. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ 201109233
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.15. Hljóðmanir við Leirvogstungu 201402314
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
3.16. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós 201304308
Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað Eflu dags. 26. febrúar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 362. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 148201402022F
Fundargerð 148. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 622. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
4.1. Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar 201402235
Kynning á starfsemi og hlutverki umhverfisnefndar og umhverfissviðs Mosfellsbæjar á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 148. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ 201402236
Boðið uppá almennar fyrirspurnir og umræður um umhverfismál í Mosfellsbæ á opnum fundi umhverfisnefndar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 148. fundar umhverfisnefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
5. Þróunar- og ferðamálanefnd - 40201402023F
Fundargerð 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 622. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
5.1. Heilsueflandi samfélag 201208024
Aðgerðaráætlun skv. samningi lögð fram og Ólöf Sívertsen Lýðheilsufræðingur og stjórnarformaður Heilsuvinjar kemur og kynnir stöðu verkefnisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Tjaldstæði Mosfellsbæjar 201203081
Rekstraryfirlit vegna sumarsins 2013 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar varðandi tjaldstæði Mosfellsbæjar.$line$Það er ótækt að ekki sé haldið bókhald um starfsemi bæjarins, meðfylgjandi blað er gagnslítið, kostnaðarliði vantar og ekki verður betur séð en að þjónustugjöld banka hafi numið tæpum 7% af útgjöldum, við hvaða banka er verið að versla ?
5.3. Verkefni og starfsáætlun þróunar- og ferðamálanefndar 201109430
Starfsáætlun fyrir árið 2014 og áætlun um tímasetningar á fundum árið 2014 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Merkingar við bæjarmörk 201312121
Umræður vegna mögulegrar aðkomu nefndarinnar við að láta merkja bæjarmörk Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
5.5. Þróunar og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 201304391
Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 40. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 622. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 242201402027F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð 242. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 622. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Hagaland 11, fyrirspurn um byggingarleyfi 201402296
Einar S Sigurðsson Hagalandi 11 sækir um leyfi til að stækka úr timbri íbúðarhúsið að Hagalandi 11 samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 622. fundi bæjarstjórnar.
6.2. Lágholt 2b, umsókn um byggingarleyfi 201402117
Hrönn Ólína Jörundsdóttir Lágholti 2B sækir um leyfi til að breyta útliti og innra fyrirkomulagi hússins nr. 2B við Lágholt í samræmi við framlögð gögn.
Um er að ræða gluggabreytingar og að breyta bílgeymslu í geymslu, þvottahús og íbúðarherbergi.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 622. fundi bæjarstjórnar.
6.3. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi 201402290
N1 hf. Dalvegi 10 - 14 Kópavogi sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um stöðuleyfi fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugaáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka á lóðinni samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 242. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 622. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 129. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201402248
.
Fundargerð 129. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 21. febrúar 2014 lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 332. fundar Sorpu bs.201403025
.
Fundargerð 332. fundar Sorpu bs. frá 3. mars 2014 lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 336. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201402293
.
Fundargerð 336. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. febrúar 2014 lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 813. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga201403089
.
Fundargerð 813. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 28. febrúar 2014 lögð fram á 622. fundi bæjarstjórnar.