22. febrúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varabæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Margrétardóttir (HMa) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (fylgdarlaus börn).201802128
Óskað er umsagnar fyrir 2. mars.
Samþykkt að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá fjölskyldusviði.
2. Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (réttur barna til dvalarleyfis).201802129
Óskað er umsagnar fyrir 2. mars.
Samþykkt að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá fjölskyldusviði.
3. Umsögn um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi).201802135
Óskað er umsagnar fyrir 2. mars.
Samþykkt að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá fjölskyldusviði.
4. Umsögn um frumvarp til laga um ættleiðingar (umsagnir nánustu fjölskyldu).201802136
Óskað er umsagnar fyrir 2. mars.
Samþykkt að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá fjölskyldusviði.
5. Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins201802177
Óskað er umsagnar fyrir 2. mars.
Lagt fram
6. Umsögn um tillögu til þingsályktunar um um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir201802179
Óskað er umsagnar fyrir 27. febrúar.
Lagt fram
7. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla lögð fram til kynningar.
Lagt fram
8. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að samþykkja allt að fimm verktaka í forval vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfissviðs um að heimila að allt að fimm bjóðendur skili inn forvalsgögnum vegna fjölnotahúss við Varmá að yfirstöðnu forvali sem auglýst var 27.janúar 2018. Jafnframt að greidd verði þóknun, 500 þ.kr. til þátttakenda sem ekki fá verkið og skila inn fullnægjandi tillögum vegna alútboðs, samtals allt að 2 m.kr.
9. Fyrirspurn um kostnað við veituframkvæmdir og niðurfellingu gatnagerðargjalda201802131
Fyrirspurn um kostnað við veituframkvæmdir og niðurfellingu gatnagerðargjalda.
Samþykkt að vísa frumvarpinu til umsagnar hjá umhverfissvið.
10. Ósk um aukið framlag til mfl. karla í knattsyrnu UMFA201802181
Meðfylgjandi er erindi frá knattspyrnudeild Aftureldingar vegna óskar um aukið framlag til mfl. karla í knattspyrnu.
Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar hjá fræðslu- og frístundasviðs.
11. Ráðning lögmanns 2018201801092
Tillaga um ráðningu lögmanns lögð fram.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að ráða Heiðar Örn Stefánsson sem lögmann Mosfellsbæjar.