27. febrúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stækkun Leirvogstunguskóla201401191
Niðurstaða tilboða vegna stækkunar Leirvogstunguskóla lögð fyrir bæjarráð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hákon og Pétur ehf.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli201402249
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli þar sem yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á flugvallarsvæðinu verði í höndum ráðherra.
Bæjarráð Mosfellsbæjar telur að það sé óeðlilegt að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum.
3. Erindi Veislugarðs ehf. varðandi leigu á Hlégarði201402246
Veislugarður ehf. segir upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði frá og með 1. mars nk.
Erindi Veislugarðs ehf. lagt fram. Bæjarráð Mosfellsbæjar þakkar núverandi leigutökum áralanga og góða samvinnu um rekstur hússins og felur bæjarstjóra að koma með tillögu um framtíðarskipan mála Hlégarðs.
4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Óskað er eftir tilnefningu í starfshóp um fjölnotaíþróttahús.
Samþykkt með þremur atkvæðum að tilnefna eftirtalda í starfshóp um fjölnotaíþróttahús:
Byndísi Haraldsdóttur formann skipulagsnefndar, Theodór Kristjánsson formann íþrótta- og tómstundanefndar, Jónas Sigurðsson bæjarfulltrúa og Harald Sverrisson bæjarstjóra, Afturelding tilnefni einn fulltrúa í starfshópinn. Bæjarstjóri leiðir starf hópsins.Einnig samþykkt með þremur atkvæðum að úthuta starfshópnum upphæð kr. 750 þúsund vegna aðkeyptrar sérfræðiþjónustu og verði upphæðin tekin af liðnum ófyrirséð.