Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. febrúar 2014 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varamaður
  • Þórður Björn Sigurðsson 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Stækk­un Leir­vogstungu­skóla201401191

    Niðurstaða tilboða vegna stækkunar Leirvogstunguskóla lögð fyrir bæjarráð.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Há­kon og Pét­ur ehf.

    • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um skipu­lags- og mann­virkja­mál á Reykja­vík­ur­flug­velli201402249

      Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli þar sem yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á flugvallarsvæðinu verði í höndum ráðherra.

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar tel­ur að það sé óeðli­legt að skipu­lags­vald­ið sé tek­ið af sveit­ar­fé­lög­un­um.

      • 3. Er­indi Veislugarðs ehf. varð­andi leigu á Hlé­garði201402246

        Veislugarður ehf. segir upp leigusamningi um aðstöðu í Hlégarði frá og með 1. mars nk.

        Er­indi Veislugarðs ehf. lagt fram. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar þakk­ar nú­ver­andi leigu­tök­um ára­langa og góða sam­vinnu um rekst­ur húss­ins og fel­ur bæj­ar­stjóra að koma með til­lögu um fram­tíð­ar­skip­an mála Hlé­garðs.

        • 4. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

          Óskað er eftir tilnefningu í starfshóp um fjölnotaíþróttahús.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna eft­ir­talda í starfs­hóp um fjöl­notaí­þrótta­hús:
          Byn­dísi Har­alds­dótt­ur formann skipu­lags­nefnd­ar, Theodór Kristjáns­son formann íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar, Jón­as Sig­urðs­son bæj­ar­full­trúa og Harald Sverris­son bæj­ar­stjóra, Aft­ur­eld­ing til­nefni einn full­trúa í starfs­hóp­inn. Bæj­ar­stjóri leið­ir starf hóps­ins.

          Einn­ig sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að út­huta starfs­hópn­um upp­hæð kr. 750 þús­und vegna að­keyptr­ar sér­fræði­þjón­ustu og verði upp­hæð­in tekin af liðn­um ófyr­ir­séð.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30