Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. febrúar 2014 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell


Fundinn sátu

  • Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
  • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
  • Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
  • Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
  • Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Hanna Símonardóttir 1. varamaður
  • Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
  • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

    Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa. Áður en bæjarráð skipar starfshópinn skal málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.

    Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd fagn­ar því að starfs­hóp­ur af þessu tagi skuli skip­að­ur. Nefnd­in legg­ur áherslu á það sem fram kem­ur í minn­is­blaði bæj­ar­stjóra að til­lög­ur starfs­hóps­ins skuli taka mið af vinnu íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar um for­gangs­röðun fram­kvæmda.

    Þá legg­ur nefnd­in til við bæj­ar­stjórn að vinnu­hóp­ur um for­send­ur og bygg­ingu skáta­heim­il­is í Mos­fells­bæ verði einn­ig stofn­að­ur í sam­vinnu við Mosverja. Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd hef­ur á und­an­förn­um árum fjallað um að­stöðu skáta, m.a. á 171. fundi nefnd­ar­inn­ar þar sem að­staða skáta var heim­sótt. Til­lög­ur vinnu­hóps­ins taki einn­ig mið af vinnu íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar um for­gangs­röðun fram­kvæmda.

    • 2. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

      Á fundinn mætir Jóhanna B. Hanssen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gerir grein fyrir stöðu byggingar nýs íþróttahúss við Varmá.

      Jó­hanna kynnti glær­ur sem lagð­ar voru fram á fund­in­um.

      • 3. Er­indi um rétt sveit­ar­stjórn­ar­manna til að fá mál tekin á dagskrá201310253

        Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.

        Lagt fram.

        • 4. Er­indi UMFÍ varð­andi áskor­un til íþrótta- og sveit­ar­fé­laga201311176

          Erindi UMFÍ þar sem skorað er á íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur til þess að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

          Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd fagn­ar er­indi UMFÍ um hvatn­ingu til hreyf­ing­ar. Það er í anda stefnu Mos­fells­bæj­ar í íþrótta- og tóm­stunda­mál­um og í sam­ræmi við stefnu bæj­ar­ins sem heilsu­bæj­ar. Nefnd­in hvet­ur til þess að er­indi UMFÍ verði kynnt sem best með­al bæj­ar­búa og fel­ur íþrótta­full­trúa og tóm­stunda­full­trúa að fylgja þess­ari hvatn­ingu eft­ir.

          • 5. Regl­ur um frí­stunda­greiðsl­ur í Mos­fells­bæ200909840

            Lagðar fram tillögur að uppfærðum reglum um frístundagreiðslur.

            Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að sam­þykkja upp­færð­ar regl­ur um frí­stunda­greiðsl­ur.

            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00