6. febrúar 2014 kl. 17:00,
4. hæð Mosfell
Fundinn sátu
- Theódór Kristjánsson (TKr) formaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Þórhildur Katrín Stefánsdóttir aðalmaður
- Valdimar Leó Friðriksson aðalmaður
- Richard Már Jónsson áheyrnarfulltrúi
- Hanna Símonardóttir 1. varamaður
- Sigurður Brynjar Guðmundsson menningarsvið
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davíðsdóttir tómstundafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að skipaður verði starfshópur undir forystu bæjarstjóra til undirbúnings byggingar fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Auk bæjarstjóra skal bæjarráð tilnefna þrjá fulltrúa til setu í starfshópnum og skulu þeir vera aðal- eða varabæjarfulltrúar. Ungmennafélagið Afturelding skal tilnefna einn fulltrúa. Áður en bæjarráð skipar starfshópinn skal málið kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að starfshópur af þessu tagi skuli skipaður. Nefndin leggur áherslu á það sem fram kemur í minnisblaði bæjarstjóra að tillögur starfshópsins skuli taka mið af vinnu íþrótta- og tómstundanefndar um forgangsröðun framkvæmda.
Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að vinnuhópur um forsendur og byggingu skátaheimilis í Mosfellsbæ verði einnig stofnaður í samvinnu við Mosverja. Íþrótta- og tómstundanefnd hefur á undanförnum árum fjallað um aðstöðu skáta, m.a. á 171. fundi nefndarinnar þar sem aðstaða skáta var heimsótt. Tillögur vinnuhópsins taki einnig mið af vinnu íþrótta- og tómstundanefndar um forgangsröðun framkvæmda.
2. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Á fundinn mætir Jóhanna B. Hanssen framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gerir grein fyrir stöðu byggingar nýs íþróttahúss við Varmá.
Jóhanna kynnti glærur sem lagðar voru fram á fundinum.
3. Erindi um rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá201310253
Bæjarráð samþykkti á 615. fundi sínum þann 20.11.2013 að senda umsögn framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs varðandi rétt sveitarstjórnarmanna til að fá mál tekin á dagskrá til allra nefnda Mosfellsbæjar og starfsmanna nefnda.
Lagt fram.
4. Erindi UMFÍ varðandi áskorun til íþrótta- og sveitarfélaga201311176
Erindi UMFÍ þar sem skorað er á íþrótta- og sveitarfélög að hvetja iðkendur til þess að ganga, hjóla eða taka strætó til og frá skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindi UMFÍ um hvatningu til hreyfingar. Það er í anda stefnu Mosfellsbæjar í íþrótta- og tómstundamálum og í samræmi við stefnu bæjarins sem heilsubæjar. Nefndin hvetur til þess að erindi UMFÍ verði kynnt sem best meðal bæjarbúa og felur íþróttafulltrúa og tómstundafulltrúa að fylgja þessari hvatningu eftir.
5. Reglur um frístundagreiðslur í Mosfellsbæ200909840
Lagðar fram tillögur að uppfærðum reglum um frístundagreiðslur.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar reglur um frístundagreiðslur.