4. október 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framlag 2018 vegna Skálatúns - frestað frá síðast fundi201802290
Samkomulag um greiðslur til Skálatúns 2018 lagt fram.
Samkomulag um greiðslur til Skálatúns samþykkt með þremur atkvæðum.
Bókun M-lista Að Skálatúni, í allt að 65 ár, hefur verið rekið göfugt starf þar sem Mosfellsbær hefur, allt frá því fyrir nokkrum árum, starfað þétt og með alúð við að efla þar starf og tryggja rekstrargrundvöll heimilisins. Á Skálatúni býr fjöldi einstaklinga með þroskahömlun. Um árabil hafa forsvarsmenn Skálatúns leitað til Mosfellsbæjar varðandi leiðréttingu á framlögum bæjarins og á lögbundnum skyldum bæjarins. Má í því efni m.a. benda á erindi frá lögmönnum Skálatúns frá því í mars 2017. Á fundi 1291 í bæjarráði var tillaga samþykkt um óháða úttekt á heimilinu. Kallað er eftir umfjöllun um þá skýrslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Hvers vegna fylgir skýrslan ekki með undir þessum dagskrárlið? Fulltrúi Miðflokksins óskar eftir því að gengið sé án tafar til formlegra samningaviðræðna um þjónustusamning við Skálatún með það að augnarmiði að leita allra leiða til að tryggja lögbundin framlög til heimilisins. Hér þarf að höggva á þann hnút sem hefur staðið í veginum fyrir að rekstur að Skálatúni í Mosfellsbæ geti tryggt velferð þeirra sem þar búa. Miðflokkurinn mun ekki standa í veginum fyrir gerð þess samnings sem liggur fyrir fundinum þó svo að um sé að ræða skammtímalausn en ekki langtímalausn enda ástandið orðið alvarlegt.
Bókun D og V lista
Málefni Skálatúns hafa og mun vera áfram til umfjöllunar hjá Mosfellsbæ. Viðræður um nýjan þjónustusamning hafa staðið yfir um skeið. Ljóst er að til að leysa rekstrarmál Skálatúns til framtíðar þarf aðkomu ríkisvaldsins. Að öðru leiti er vísað í greiningar og minnisblöð sérfræðinga hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar hvað þetta mál varðar.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 - frestað frá síðasta fundi201805277
Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022
3. Samstarfssamningar við Aftureldingu 2018-2021201804394
Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.
Frestað
4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Frestað
5. Lántaka Sorpu vegna gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi201809299
Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Frestað
6. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn201810004
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn
Frestað
7. Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda - beiðni um umsögn201809393
Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda - beiðni um umsögn
Frestað
8. Starfsmannamál og verklag við ráðningar201810024
Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns. Mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs taka saman minnisblað sem mun eingöngu fjalla um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum.
Fulltrúi Miðflokksins óskaði eftir því að breyta heiti 8. dagskrárliðar.
Formaður bæjarráðs lagði til að greidd yrðu atkvæði um tillögu að dagskrá bæjarráðsfundarins. Tillaga að dagskrá 1968. fundar bæjarráðs samþykkt með tveim atkvæðum fulltrúa D lista. Fulltrúi M lista greiddi atkvæði gegn tillögu að dagskrá fundarins.
Bókun fulltrúa Miðflokksins
Fulltrúi Miðflokksins óskaði eftir því að heiti 8. dagskrárliðar myndi hljóta heitið ,,Uppsögn starfsmanns úr starfi leiðbeindanda í leikskóla" en í dagskrá fundarins sem bæjarstjóri leggur fram er heitið annað. Þessu er mótmælt enda er það aðalmaður sem lagði málið fram og óskar eftir því að ekki sé breytt heiti dagskrárliðarins.Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns.
Mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs taka saman minnisblað sem mun eingöngu fjalla um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum.
9. Alþjóðleg tónlistarhátíð í Mosfellsbæ2018083733
Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
Frestað
10. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Viljayfirlýsing201809382
Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Frestað