Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. október 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fram­lag 2018 vegna Skála­túns - frestað frá síð­ast fundi201802290

    Samkomulag um greiðslur til Skálatúns 2018 lagt fram.

    Sam­komulag um greiðsl­ur til Skála­túns sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.

    Bók­un M-lista Að Skála­túni, í allt að 65 ár, hef­ur ver­ið rek­ið göf­ugt starf þar sem Mos­fells­bær hef­ur, allt frá því fyr­ir nokkr­um árum, starfað þétt og með alúð við að efla þar starf og tryggja rekstr­ar­grund­völl heim­il­is­ins. Á Skála­túni býr fjöldi ein­stak­linga með þroska­hömlun. Um ára­bil hafa for­svars­menn Skála­túns leitað til Mos­fells­bæj­ar varð­andi leið­rétt­ingu á fram­lög­um bæj­ar­ins og á lög­bundn­um skyld­um bæj­ar­ins. Má í því efni m.a. benda á er­indi frá lög­mönn­um Skála­túns frá því í mars 2017. Á fundi 1291 í bæj­ar­ráði var til­laga sam­þykkt um óháða út­tekt á heim­il­inu. Kallað er eft­ir um­fjöllun um þá skýrslu í bæj­ar­ráði og bæj­ar­stjórn. Hvers vegna fylg­ir skýrsl­an ekki með und­ir þess­um dag­skrárlið? Full­trúi Mið­flokks­ins ósk­ar eft­ir því að geng­ið sé án taf­ar til form­legra samn­inga­við­ræðna um þjón­ustu­samn­ing við Skála­tún með það að augn­ar­miði að leita allra leiða til að tryggja lög­bund­in fram­lög til heim­il­is­ins. Hér þarf að höggva á þann hnút sem hef­ur stað­ið í veg­in­um fyr­ir að rekst­ur að Skála­túni í Mos­fells­bæ geti tryggt vel­ferð þeirra sem þar búa. Mið­flokk­ur­inn mun ekki standa í veg­in­um fyr­ir gerð þess samn­ings sem ligg­ur fyr­ir fund­in­um þó svo að um sé að ræða skamm­tíma­lausn en ekki lang­tíma­lausn enda ástand­ið orð­ið al­var­legt.

    Bók­un D og V lista
    Mál­efni Skála­túns hafa og mun vera áfram til um­fjöll­un­ar hjá Mos­fells­bæ. Við­ræð­ur um nýj­an þjón­ustu­samn­ing hafa stað­ið yfir um skeið. Ljóst er að til að leysa rekstr­ar­mál Skála­túns til fram­tíð­ar þarf að­komu rík­is­valds­ins. Að öðru leiti er vísað í grein­ing­ar og minn­is­blöð sér­fræð­inga hjá fjöl­skyldu­sviði Mos­fells­bæj­ar hvað þetta mál varð­ar.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022 - frestað frá síð­asta fundi201805277

      Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022

      • 3. Sam­starfs­samn­ing­ar við Aft­ur­eld­ingu 2018-2021201804394

        Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.

        Frestað

        • 4. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

          Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.

          Frestað

          • 5. Lántaka Sorpu vegna gas- og jarð­gerð­ar­stöð í Álfs­nesi201809299

            Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.

            Frestað

            • 6. Frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um til að heim­ila skrán­ingu lög­heim­il­is barna hjá báð­um for­sjár­for­eldr­um - beiðni um um­sögn201810004

              Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn

              Frestað

              • 7. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stofn­un ráð­gjaf­ar­stofu inn­flytj­enda - beiðni um um­sögn201809393

                Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda - beiðni um umsögn

                Frestað

                • 8. Starfs­manna­mál og verklag við ráðn­ing­ar201810024

                  Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns. Mannauðsstjóri og framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs taka saman minnisblað sem mun eingöngu fjalla um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum.

                  Full­trúi Mið­flokks­ins ósk­aði eft­ir því að breyta heiti 8. dag­skrárlið­ar.

                  Formað­ur bæj­ar­ráðs lagði til að greidd yrðu at­kvæði um til­lögu að dagskrá bæj­ar­ráðs­fund­ar­ins. Til­laga að dagskrá 1968. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt með tveim at­kvæð­um full­trúa D lista. Full­trúi M lista greiddi at­kvæði gegn til­lögu að dagskrá fund­ar­ins.

                  Bók­un full­trúa Mið­flokks­ins
                  Full­trúi Mið­flokks­ins ósk­aði eft­ir því að heiti 8. dag­skrárlið­ar myndi hljóta heit­ið ,,Upp­sögn starfs­manns úr starfi leið­beind­anda í leik­skóla" en í dagskrá fund­ar­ins sem bæj­ar­stjóri legg­ur fram er heit­ið ann­að. Þessu er mót­mælt enda er það aðal­mað­ur sem lagði mál­ið fram og ósk­ar eft­ir því að ekki sé breytt heiti dag­skrárlið­ar­ins.

                  Ósk Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar um að ræða upp­sögn starfs­manns.

                  Mannauðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs taka sam­an minn­is­blað sem mun ein­göngu fjalla um verklag við ráðn­ing­ar þ.m.t. þá skyldu að afla upp­lýs­inga úr saka­skrá þeg­ar um er að ræða starfs­menn sem vinna meö börn­um og ólögráða ein­stak­ling­um.

                  • 9. Al­þjóð­leg tón­list­ar­há­tíð í Mos­fells­bæ2018083733

                    Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.

                    Frestað

                    • 10. Sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - Vilja­yf­ir­lýs­ing201809382

                      Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

                      Frestað

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45