Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um ung­mennaráð fyr­ir alla í Mos­fell­bæ201503166

  Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs. Meðfylgjandi er umsögn ungmennaráðs.

  Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
  Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að til­lögu þess efn­is að opna fundi ung­menna­ráðs fyr­ir þeim sem þess óska á aldr­in­um 13 til 20 ára verði vísað til um­sagn­ar nem­enda­fé­laga Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar, Lága­fells­skóla og Varmár­skóla og þau hvött til að ráð­færa sig við sitt bak­land.
  Á fund­um ráðs­ins hefðu öll ung­menni til­lögu­rétt og mál­frelsi, auk at­kvæð­is­rétt­ar. Erfitt get­ur reynst að manna ung­mennaráð og til­lag­an því hugs­uð sem hvatn­ing fyr­ir ung­menni til að gefa kost á sér og taka virk­an þátt. Ung­mennaráð Seltjarn­ar­ness er öll­um opið og hef­ur það fyr­ir­komu­lag­ið gef­ist vel.

  Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fyr­ir­komulag ung­menna­ráðs í Mos­fells­bæ verði óbreytt að öðru leyti en því að bætt verði við tveim­ur opn­um fund­um ung­menna­ráðs á ári í sam­ræmi við um­sögn ung­menna­ráðs.

  • 2. Helga­fells­skóli201503558

   Bygging skóla í Helgafellshverfi.

   Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fræðslu- og um­hverf­is­svið­um að hefja vinnu við þarf­agrein­ingu vegna nýs skóla í Helga­fells­hverfi.

   • 3. Um­sókn­ir um styrk til greiðslu fast­eigna­skatts til fé­laga og fé­laga­sam­taka 2015201501817

    Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015.

    Frestað.

    • 4. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

     Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að starfs­hóp­ur um fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ fái heim­ild til áfram­hald­andi þró­un­ar og mót­un­ar hug­mynda um bygg­ingu fjöl­nota íþrótta­húss.

     Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
     Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Íbúa­hreyf­ing­unni verði gef­inn kost­ur á að til­nefna full­trúa í starfs­hóp um fjöl­nota íþrótta­hús. Um veru­lega sam­fé­lags­lega hags­muni er að ræða. Það er ekki síst í þágu jafn­ræð­is að þessi til­laga er sett fram. Hóp­ur­inn var skip­að­ur á síð­asta kjör­tíma­bili og eðli­legt að hann end­ur­nýi um­boð sitt.

     Til­lag­an er felld með tveim­ur at­kvæð­um. Full­trúi S-lista sit­ur hjá.

     Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
     Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur þau rök að starfs­hóp­ur­inn verði of fjöl­menn­ur ef Íbúa­hreyf­ing­in bæt­ist í hóp­inn ekki í anda lýð­ræð­is. Eft­ir því sem full­trú­um fjölg­ar eykst ein­mitt lýð­ræð­ið.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að starfs­hóp­ur­inn upp­lýsi bæj­ar­ráð um gang mála á tveggja mán­aða fresti.

     • 5. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

      Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.

      Frestað.

      • 6. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

       Ósk um að bæjarlögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa.

       Frestað.

       • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um að draga úr plast­poka­notk­un201503385

        Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.

        Frestað.

        • 8. Um­sókn­ir um fjár­fram­lög til lista- og menn­ing­ar­starf­semi201412346

         Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.

         Frestað.

         • 9. Grjót­nám í Selja­dal, kæra til Úr­skurð­ar­nefnd­ar um­hverf­is- og auð­linda­mála á veit­ingu fram­kvæmda­leyf­is201411198

          Úrskurður ÚUA vegna kæru á veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr grótnámu í Seljadal lögð fram.

          Frestað.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.