1. apríl 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um ungmennaráð fyrir alla í Mosfellbæ201503166
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs. Meðfylgjandi er umsögn ungmennaráðs.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að tillögu þess efnis að opna fundi ungmennaráðs fyrir þeim sem þess óska á aldrinum 13 til 20 ára verði vísað til umsagnar nemendafélaga Framhaldsskóla Mosfellsbæjar, Lágafellsskóla og Varmárskóla og þau hvött til að ráðfæra sig við sitt bakland.
Á fundum ráðsins hefðu öll ungmenni tillögurétt og málfrelsi, auk atkvæðisréttar. Erfitt getur reynst að manna ungmennaráð og tillagan því hugsuð sem hvatning fyrir ungmenni til að gefa kost á sér og taka virkan þátt. Ungmennaráð Seltjarnarness er öllum opið og hefur það fyrirkomulagið gefist vel.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fyrirkomulag ungmennaráðs í Mosfellsbæ verði óbreytt að öðru leyti en því að bætt verði við tveimur opnum fundum ungmennaráðs á ári í samræmi við umsögn ungmennaráðs.
2. Helgafellsskóli201503558
Bygging skóla í Helgafellshverfi.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela fræðslu- og umhverfissviðum að hefja vinnu við þarfagreiningu vegna nýs skóla í Helgafellshverfi.
3. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015201501817
Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015.
Frestað.
4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Samþykkt með þremur atkvæðum að starfshópur um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ fái heimild til áframhaldandi þróunar og mótunar hugmynda um byggingu fjölnota íþróttahúss.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Íbúahreyfingunni verði gefinn kostur á að tilnefna fulltrúa í starfshóp um fjölnota íþróttahús. Um verulega samfélagslega hagsmuni er að ræða. Það er ekki síst í þágu jafnræðis að þessi tillaga er sett fram. Hópurinn var skipaður á síðasta kjörtímabili og eðlilegt að hann endurnýi umboð sitt.Tillagan er felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi S-lista situr hjá.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur þau rök að starfshópurinn verði of fjölmennur ef Íbúahreyfingin bætist í hópinn ekki í anda lýðræðis. Eftir því sem fulltrúum fjölgar eykst einmitt lýðræðið.Samþykkt með þremur atkvæðum að starfshópurinn upplýsi bæjarráð um gang mála á tveggja mánaða fresti.
5. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.
Frestað.
6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Ósk um að bæjarlögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa.
Frestað.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun201503385
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.
Frestað.
8. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi201412346
Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.
Frestað.
9. Grjótnám í Seljadal, kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á veitingu framkvæmdaleyfis201411198
Úrskurður ÚUA vegna kæru á veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr grótnámu í Seljadal lögð fram.
Frestað.