8. apríl 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG)
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1205201503030F
Fundargerð 1205. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 647. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Sorpa-útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler 201411077
Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Beiðni um viðræður um Hjallastefnuskóla í Mosfellsbæ 201501517
Beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Erindi Bryndísar Haraldsdóttur bæjarfulltrúa um rafræn skilríki 201503382
Óskað eftir upplýsingum um rafræn skilríki og notkun þeirra í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Ný undirgöng við Hlíðartún 201412139
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga sem og heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmdina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa 201503509
Ósk um að lögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun 201503385
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 201412346
Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.10. Öldungaráð 201401337
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.11. Húsnæðismál - Ásgarðs handverkstæðis 201502200
Gögn um leigu á Álafossvegi 10 (Rauða húsinu) lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.12. Ársskýrsla umhverfissviðs 201503298
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs og fleiri gögn varðandi mengun af völdum saurkólígerla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.13. Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina 201503529
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1205. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1206201503034F
Fundargerð 1206. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 647. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um ungmennaráð fyrir alla í Mosfellbæ 201503166
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs. Meðfylgjandi er umsögn ungmennaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar þykir leitt til þess að vita að ungmennaráð Mosfellsbæjar skuli ekki vilja opna dyr sínar fyrir skólafélögum í Varmárskóla, Lágafellsskóla og Framhaldsskóla Mosfellsbæjar að fyrirmynd ungmennaráðs Seltjarnarness. $line$Íbúahreyfingin hvetur ungmennaráð Mosfellsbæjar til að skoða tillöguna með skólafélögum sínum og nýta sem tækifæri til efla áhuga á lýðræði innan veggja skólanna.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar vísar því algjörlega á bug að verið sé að rakka ungmennaráð niður í svaðið, - eins og bæjarfulltrúi D-lista Kolbrún Þorsteinsdóttir orðar það, - með því að leggja til að ráðið ræði þá tillögu við skólafélaga sína að opna aðgang að ráðinu fyrir þá sem vilja. $line$Málflutningur Kolbrúnar einkennist af meinfýsi, er lítilsvirðing við bæjarstjórn Mosfellsbæjar og henni sjálfri til vansa.$line$$line$Bókun Kolbrúnar Þorsteinsdóttur, bæjarfulltrúa D-lista:$line$Ég vísa túlkun bæjarfulltrúa M-lista á orðum mínum í ræðustóli algjörlega á bug, þau dæma sig sjálf. $line$$line$Bókun D- og V- lista: $line$D- og V- listi styðja afgreiðslu ungmennaráðs á tillögu um að opna enn frekar ungmennaráð. Með tillögu ungmennaráðs næst það besta úr báðum leiðum þar sem bæði verða haldnir opnir fundir með öllum ungmennum auk þess sem fulltrúalýðræði með hefðbundnu ungmennaráð fær notið sín áfram.$line$$line$Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Helgafellsskóli 201503558
Bygging skóla í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015 201501817
Umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn þakkar starfshópi um fjölnota íþróttahús vel unnin störf og samþykkir með níu atkvæðum að bæjarráði og embættismönnum verði falin áframhaldandi vinna málsins og að það verði tekið fyrir í bæjarráði með reglubundnum hætti. $line$$line$Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa 201503509
Ósk um að bæjarlögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun 201503385
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 201412346
Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Grjótnám í Seljadal, kæra til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála á veitingu framkvæmdaleyfis 201411198
Úrskurður ÚUA vegna kæru á veitingu framkvæmdaleyfis fyrir efnistöku úr grótnámu í Seljadal lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1206. fundar bæjarráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 306201503033F
Fundargerð 306. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 647. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Skólaskylda grunnskólabarna 2014 201411088
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 306. fundar fræðslunefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.2. Niðurstöður samræmdra prófa haust 2014 201501799
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 306. fundar fræðslunefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.3. Beiðni um viðræður um Hjallastefnuskóla í Mosfellsbæ 201501517
Upplýsingar um viðræður við Hjallastefnuna ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 306. fundar fræðslunefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
3.4. Ósk Varmáskóla um Brúarland sem skólahúsnæði 201503529
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina. Bæjarráð vísari erindinu til umræðu í fræðslunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að gerð verði úttekt á öllu kennslurými í Varmárskóla, gæðum þess og stærð, ásamt samantekt á núverandi notkun og aðbúnaði í skólastofum. Ástæðan er að þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, þrátt fyrir að nú séu uppi tillögur um að fjölga nemendum í Varmárskóla til muna og taka í gagnið þriðju bygginguna sem er Brúarland.$line$Íbúahreyfingin telur mesta óráð að ráðast í þessar aðgerðir án þess að ofangreindar upplýsingar liggi fyrir og undirstrikar mikilvægi þess að haft sé ítarlegt samráð við foreldrafélög, skólaráð og kennara í Varmárskóla áður en ákvörðun verður tekin.$line$$line$Málsmeðferðartillaga D- og V-lista:$line$D- og V-listi gera þá málsmeðferðartillögu að tillögu M-lista verði vísað til umfjöllunar í fræðslunefnd. $line$$line$Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum. $line$$line$Afgreiðsla 306. fundar fræðslunefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
4. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 188201503017F
Fundargerð 188. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 647. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
4.1. Menningarvor 2015 201503368
Lögð fram drög að dagskrá Menningarvors 2015 til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 188. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 188. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 201412346
Afgreiðsla umsókna um fjárveitingar til lista- og menningarmála árið 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 188. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015 201501512
Ósk umhverfisnefndar um tillögur að verkefnum í nýjan Verkefnalista Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2015. Verkalistinn er unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og nefndir bæjarins út frá verkefnum sem fram koma í Framkvæmdaáætlun Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ til 2020. Óskað er eftir því að tillögur liggi fyrir eigi síðar en 19. febrúar 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 188. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 28201503028F
Fundargerð 28. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 647. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Stefna og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018 201411221
Drög að stefnu og áætlun Mosfellsbæjar í barnaverndarmálum 2014-2018.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar ungmennaráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar ungmennaráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.3. Fundur Ungmennaráðs Mosfellsbæjar með bæjarstjórn 201002260
Undirbúningur ungmennaráðs Mosfellsbæjar fyrir fund ráðsins með bæjarstjórn Mosfellsbæjar, sem fyrirhugaður er í apríl 2015 skv. samþykkt ungmennaráðs. Kallað eftir hugmyndum að umræðuefnum frá nefndarmönnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar ungmennaráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.4. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um ungmennaráð fyrir alla í Mosfellbæ 201503166
Ósk Sigrúnar H. Pálsdóttur um að öllum ungmennum í Mosfellsbæ verði gert frjálst að taka virkan þátt í starfi ungmennaráðs. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar ungmennaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar ungmennaráðs samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6. Þróunar- og ferðamálanefnd - 49201503026F
Fundargerð 49. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 647. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Heilsueflandi samfélag 201208024
Ólöf Sívertsen frá Heilsuvin ehf kemur og kynnir stöðu verkefnisins. Lagður fram til samþykktar samningur um verkefnastjórn þróunarverkefnisins milli Mosfellsbæjar og Heilsuvinjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.2. Tindahlaup Mosfellsbæjar 201502343
Lagður fram til kynningar samstarfssamningur vegna þátttöku Tindahlaups Mosfellsbæjar í fjölþrautarkeppni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.3. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2015 201502220
Farið yfir umsóknir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 49. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 647. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 144. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201503510
Fundargerð 144. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
8. Fundargerð 145. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201503511
Fundargerð 145. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
9. Fundargerð 215. fundar Strætó bs201503552
Fundargerð 215. fundar Strætó bs
Lagt fram.
10. Fundargerð 348. fundar Sorpu bs.201503507
Fundargerð 348. fundar Sorpu bs.
Lagt fram.
Almenn erindi
11. Kosning í fulltrúaráð Eirar201504051
Kosning í fulltrúaráð Eirar.
Samþykkt með níu atkvæðum að taka mál þetta á dagskrá fundarins.
D- listi leggur fram tillögu um breytingu á fulltrúa listans í fulltrúaráði Eirar. Nýr fulltrúi verði Agla Elísabet Hendriksdóttir sem komi í stað Hákonar Björnssonar.
Fleiri tillögur komu ekki fram og skoðast ofangreindar breytingar því samþykktar.