11. janúar 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Hildur Margrétardóttir (HMa) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að auglýsa forval verktaka vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að viðhafa alútboð og auglýsa forval verktaka vegna byggingar fjölnota íþróttahúss að Varmá.
2. Húsnæðisvandi utangarðsfólks201801058
Erindi Umboðsmanns Alþingis varðandi húsnæðisvanda utangarðsfólks - svar við fyrirspurnum óskast fyrir 31. jan. nk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
4. Framkvæmdir í Ævintýragarði201206253
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs um framkvæmdir í Ævintýragarði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að kaupa í kastala úr Eibe leiktækjalínuni (Mentras) til uppsetningar í Ævintýragarðinn.
5. Breyting á A deild Brúar lífeyrissjóðs v breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1997201704234
Samkomulag um uppgjör við Brú lífeyrissjóð lagt fram.
Lagt fram.
6. Ósk um viðræður um kaup á lóð við Völuteig 13201801093
Machinery ehf. óskar eftir viðræðum um kaup á lóðinni við Völuteig 13.
Lóðin við Völuteig 13 hefur ekki verið auglýst og hún er því ekki til úthlutunar að sinni.
7. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2017201801094
Niðurstöður könnunar á afstöðu íbúa til þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2017.
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið. Matthías Þorvaldsson frá Gallup mætti einnig og kynnti þjónustukönnun sveitarfélaga 2017.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa þjónustukönnun sveitarfélaga til kynningar í nefndir bæjarins.
Hildur Margrétardóttir vék af fundi kl. 8:40.