10. september 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) 2. varamaður
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Desjamýri 8 /umsókn um lóð; Málningarþjónusta Jónasar ehf./Rafmiðlun hf.2015082102
Tillaga bæjarstjóra um úthlutun lóðarinnar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að úthluta Málningarþjónustu Jónasar ehf. og Rafmiðlun hf. sameiginlega lóðinni að Desjamýri 8.
2. Desjamýri 8 /Umsókn um lóð. RK Holding ehf.2015081432
Tillaga bæjarstjóra um úthlutun lóðarinnar lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að synja umsókn RK Holding ehf. um lóðina Desjamýri 8.
3. Fjármálaráðstefna sveitafélaga 2015201509095
Upplýsingar um fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2015 sem haldin verður 24. til 25. september n.k.
Lagt fram.
4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í tengslum við mögulega byggingu fjölnota íþróttahúss í Mosfellsbæ. Umræður fóru fram.
Fulltrúi V-lista víkur af fundi kl. 8:12.
5. Vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis201403119
Bæjarstjóri gerir grein fyrir stöðu mála.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í tengslum við mögulega byggingu skátaheimilis. Umræður fóru fram.
6. Erindi Karls Pálssonar vegna lóðar við Hafravatn201509161
Erindi Karls Pálssonar vegna leigulóðar við Hafravatn lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til lögmanns bæjarins og skipulagsfulltrúa til skoðunar.