21. júní 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Bæjarráð heimilaði útboð á fjölnotahúsi í alútboði þann 11. janúar 2018 og samþykkti bæjarráð síðar tillögu um að heimila fimm aðilum að taka þátt í alútboði að undangengu forvali. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum sem voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Ljóst er að öll tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun hönnuða og því óaðgengileg. Lagt er til að tilboðum bjóðenda verði hafnað og að í framhaldi verði farið í samningskaup við bjóðendur í framhaldi af alútboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að hafna öllum tilboðum bjóðenda hefja vinnu við undirbúning samningskaup við bjóðendur. Fulltrúi M lista sat hjá.
Bókun fulltrúa M lista
Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ telur hyggilegast fyrir skattgreiðendur í Mosfellsbæ að óska eftir að ráðgjafaverkfræðingar bæjarins verði látnir gera nýja kostnaðargreiningu vegna áforma um byggingu knatthúss í Mosfellsbæ. Ljóst er þegar að frumkostnaðaráætlunin var vanmat á kostnaði svo nam tugi prósentustiga og eftir óskir hefur húsnæðið m.a. stækkað umfram það sem áformað var í upphafi. Samkvæmt minnisblaði Verkíss virðist sem verð á markaði fari hækkandi og líkur eru því á að verkið fari fram úr þeirri viðmiðunarfjárhæð sem getið er um í reglugerð nr. 178/2018 er byggir á lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup. Því er mikilvægt að endurskoða verkefnið í heild sinni, fá nýtt kostnaðarmat og nýtt útboð í verkið.Bókun fulltrúa C lista
Við teljum að það sé ekki fullkannað hvort útboð á Evrópska efnahagssvæðinu sé vænlegur kostur varðandi byggingu á fjölnota húsi í Mosfellsbæ Við hvetjum bæjarráð til þess að skoða þann möguleika betur og þannig gæta hagsmuna bæjarbúa.Bókun V og D lista
Fyrir liggur endurskoðuð kostnaðaráætlun verksins unnin af Verkís með þeim breytingum sem orðið hafa orðið á því frá því að frumkostnaðaráætlun var gerð sem fellst fyrst og fremst í stækkun hússins og að lágbygging verði við húsið sem m.a. hýsi salernisaðstöðu. Þessar breytingar eru gerðar að ósk Ungmennafélagsins Aftureldingar. Þessi kostnaðaráætlun er töluvert undir því sem gert er ráð fyrir að krefjist útboðs á evrópska efnahagssvæðinu því gera reglur um opinber innkaup ekki ráð fyrir að útboðið sé auglýst á þeim vettvangi. Skynsamlegast á þessu stigi er að hafna öllum tilboðum og hefja samningskaupaferli við bjóðendur eins og reglur um opinber innkaup kveða á um eins og lagt er til af umhverfissviði.2. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum201806087
Bréf til sveitarfélaga um skyldur þeirra samkvæmt jafnréttislögum lagt fram til kynningar.
Frestað
3. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018201804017
Lagt til að alls 10 lóðum verði úthlutað. Lagt til að þremur umsækjendum sem dregnir voru út verði send bréf þar sem þeim verði tilkynnt að umsóknir þeirra hafi verið ófullnægjandi og að liðnum andmælafresti verði könnuð skilyrði til úthlutunar til þeirra sem áttu umsóknir sem dregnar voru út fyrst til vara varðandi umræddar lóðir.
Lóðinni Fossatunga 1-7 er úthlutað til félagsins E. Sigurðsson ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 9-15 er úthlutað til félagsins Deshús byggingarfélag ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 2-6 er úthlutað til félagsins E. Sigurðsson ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 14-18 er úthlutað til félagsins Helgatún ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Fossatunga 17-19 er úthlutað til Sveins Gíslasonar og Helga Gíslasonar í samræmi við sameiginlega umsókn þeirra, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við þá Svein og Helga.
Lóðinni Fossatunga 20-22 er úthlutað til Halldórs Gunnarssonar og Jarþrúðar Þórhallsdóttur annarsvegar og Sigrúnar Þórarinsdóttur hinsvegar í samræmi við sameiginlega umsókn þeirra, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við þau Halldór og Jarþrúði og Sigrúnu.
Lóðinni Fossatunga 25-27 er úthlutað til Sigurgísla Jónassonar og Jónasar Björnssonar í samræmi við umsóknir, beiðni þeirra og Söndru Rósar Jónasdóttur um makaskipti, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við þá Sigurgísla og Jónas.
Lóðinni Fossatunga 29-31 er úthlutað til félagsins Helgatún ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lóðinni Kvíslartunga 120 er úthlutað til Söndru Rósar Jónasdóttur í samræmi við umsóknir, beiðni hennar, Sigurgísla Jónassonar og Jónasar Björnssonar um makaskipti, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við Söndru Rós.
Lóðinni Kvíslartunga 134 er úthlutað til félagsins Hornsteinn ehf. í samræmi við umsókn félagsins, útdrátt og fyrirliggjandi gögn. Greiðsluseðill vegna gatnagerðargjalda og byggingaréttar verði sendur og að honum greiddum er lögmanni bæjarins falið að gera lóðarleigusamning við félagið.
Lögmanni Mosfellsbæjar er falið að tilkynna þeim umsækjendum sem fyrstir voru dregnir voru út varðandi lóðirnar Fossatunga 8-12, Fossatunga 21-23 og Fossatunga 24-26 um að umsóknir þeirra hafi verið metnar ófullnægjandi og að ekki verði að úthlutun til þeirra þrátt fyrir útdrátt. Umsækjendum verði gefinn stuttur tími til andmæla en að honum liðnum verði vinna hafin við að kanna þær umsóknir sem dregnar voru fyrstar til vara varðandi þessar lóðir.
4. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Kynning á áframhaldandi hönnunarvinnu Helgafellsskóla og samkomulag vegna fullnaðarhönnunar 2.-4.áfanga skólabyggingar.
Frestað
5. Ráðning skólastjóra Helgafellsskóla201803188
Lagt fram minnisblað um ráðningu skólastjóra við Helgafellsskóla.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráða Rósu Ingvarsdóttur sem skólastjóra við Helgafellskóla frá og með 1. ágúst 2018 og málinu vísað til kynningar í fræðslunefnd.
6. Samningur um þjónustu 2018-2022201806261
Drög að samningi við Ásgarð handverkstæði 2018-2022.
Frestað