Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. júní 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

    Bæjarráð heimilaði útboð á fjölnotahúsi í alútboði þann 11. janúar 2018 og samþykkti bæjarráð síðar tillögu um að heimila fimm aðilum að taka þátt í alútboði að undangengu forvali. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum sem voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Ljóst er að öll tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun hönnuða og því óaðgengileg. Lagt er til að tilboðum bjóðenda verði hafnað og að í framhaldi verði farið í samningskaup við bjóðendur í framhaldi af alútboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.

    Sam­þykkt með tveim­ur at­kvæð­um að hafna öll­um til­boð­um bjóð­enda hefja vinnu við und­ir­bún­ing samn­ingskaup við bjóð­end­ur. Full­trúi M lista sat hjá.

    Bók­un full­trúa M lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ tel­ur hyggi­leg­ast fyr­ir skatt­greið­end­ur í Mos­fells­bæ að óska eft­ir að ráð­gjafa­verk­fræð­ing­ar bæj­ar­ins verði látn­ir gera nýja kostn­að­ar­grein­ingu vegna áforma um bygg­ingu knatt­húss í Mos­fells­bæ. Ljóst er þeg­ar að frum­kostn­að­ar­áætl­un­in var van­mat á kostn­aði svo nam tugi pró­sentu­stiga og eft­ir ósk­ir hef­ur hús­næð­ið m.a. stækkað um­fram það sem áform­að var í upp­hafi. Sam­kvæmt minn­is­blaði Verkíss virð­ist sem verð á mark­aði fari hækk­andi og lík­ur eru því á að verk­ið fari fram úr þeirri við­mið­un­ar­fjár­hæð sem get­ið er um í reglu­gerð nr. 178/2018 er bygg­ir á lög­um nr. 120/2016 um op­in­ber inn­kaup. Því er mik­il­vægt að end­ur­skoða verk­efn­ið í heild sinni, fá nýtt kostn­að­ar­mat og nýtt út­boð í verk­ið.

    Bók­un full­trúa C lista
    Við telj­um að það sé ekki full­kann­að hvort út­boð á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu sé væn­leg­ur kost­ur varð­andi bygg­ingu á fjöl­nota húsi í Mos­fells­bæ Við hvetj­um bæj­ar­ráð til þess að skoða þann mögu­leika bet­ur og þann­ig gæta hags­muna bæj­ar­búa.

    Bók­un V og D lista
    Fyr­ir ligg­ur end­ur­skoð­uð kostn­að­ar­áætlun verks­ins unn­in af Verkís með þeim breyt­ing­um sem orð­ið hafa orð­ið á því frá því að frum­kostn­að­ar­áætlun var gerð sem fellst fyrst og fremst í stækk­un húss­ins og að lág­bygg­ing verði við hús­ið sem m.a. hýsi sal­ern­is­að­stöðu. Þess­ar breyt­ing­ar eru gerð­ar að ósk Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar. Þessi kostn­að­ar­áætlun er tölu­vert und­ir því sem gert er ráð fyr­ir að krefj­ist út­boðs á evr­ópska efna­hags­svæð­inu því gera regl­ur um op­in­ber inn­kaup ekki ráð fyr­ir að út­boð­ið sé aug­lýst á þeim vett­vangi. Skyn­sam­leg­ast á þessu stigi er að hafna öll­um til­boð­um og hefja samn­ings­kaupa­ferli við bjóð­end­ur eins og regl­ur um op­in­ber inn­kaup kveða á um eins og lagt er til af um­hverf­is­sviði.

  • 2. Skyld­ur sveit­ar­fé­laga sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um201806087

    Bréf til sveitarfélaga um skyldur þeirra samkvæmt jafnréttislögum lagt fram til kynningar.

    Frestað

  • 3. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018201804017

    Lagt til að alls 10 lóðum verði úthlutað. Lagt til að þremur umsækjendum sem dregnir voru út verði send bréf þar sem þeim verði tilkynnt að umsóknir þeirra hafi verið ófullnægjandi og að liðnum andmælafresti verði könnuð skilyrði til úthlutunar til þeirra sem áttu umsóknir sem dregnar voru út fyrst til vara varðandi umræddar lóðir.

    Lóð­inni Fossa­tunga 1-7 er út­hlutað til fé­lags­ins E. Sig­urðs­son ehf. í sam­ræmi við um­sókn fé­lags­ins, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við fé­lag­ið.

    Lóð­inni Fossa­tunga 9-15 er út­hlutað til fé­lags­ins Des­hús bygg­ing­ar­fé­lag ehf. í sam­ræmi við um­sókn fé­lags­ins, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við fé­lag­ið.

    Lóð­inni Fossa­tunga 2-6 er út­hlutað til fé­lags­ins E. Sig­urðs­son ehf. í sam­ræmi við um­sókn fé­lags­ins, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við fé­lag­ið.

    Lóð­inni Fossa­tunga 14-18 er út­hlutað til fé­lags­ins Helga­tún ehf. í sam­ræmi við um­sókn fé­lags­ins, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við fé­lag­ið.

    Lóð­inni Fossa­tunga 17-19 er út­hlutað til Sveins Gísla­son­ar og Helga Gísla­son­ar í sam­ræmi við sam­eig­in­lega um­sókn þeirra, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við þá Svein og Helga.

    Lóð­inni Fossa­tunga 20-22 er út­hlutað til Hall­dórs Gunn­ars­son­ar og Jarþrúð­ar Þór­halls­dótt­ur ann­ar­s­veg­ar og Sigrún­ar Þór­ar­ins­dótt­ur hins­veg­ar í sam­ræmi við sam­eig­in­lega um­sókn þeirra, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við þau Halldór og Jarþrúði og Sigrúnu.

    Lóð­inni Fossa­tunga 25-27 er út­hlutað til Sig­ur­gísla Jónas­son­ar og Jóna­s­ar Björns­son­ar í sam­ræmi við um­sókn­ir, beiðni þeirra og Söndru Rós­ar Jón­as­dótt­ur um maka­skipti, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við þá Sig­ur­gísla og Jón­as.

    Lóð­inni Fossa­tunga 29-31 er út­hlutað til fé­lags­ins Helga­tún ehf. í sam­ræmi við um­sókn fé­lags­ins, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við fé­lag­ið.

    Lóð­inni Kvísl­artunga 120 er út­hlutað til Söndru Rós­ar Jón­as­dótt­ur í sam­ræmi við um­sókn­ir, beiðni henn­ar, Sig­ur­gísla Jónas­son­ar og Jóna­s­ar Björns­son­ar um maka­skipti, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við Söndru Rós.

    Lóð­inni Kvísl­artunga 134 er út­hlutað til fé­lags­ins Horn­steinn ehf. í sam­ræmi við um­sókn fé­lags­ins, út­drátt og fyr­ir­liggj­andi gögn. Greiðslu­seð­ill vegna gatna­gerð­ar­gjalda og bygg­inga­rétt­ar verði send­ur og að hon­um greidd­um er lög­manni bæj­ar­ins fal­ið að gera lóð­ar­leigu­samn­ing við fé­lag­ið.

    Lög­manni Mos­fells­bæj­ar er fal­ið að til­kynna þeim um­sækj­end­um sem fyrst­ir voru dregn­ir voru út varð­andi lóð­irn­ar Fossa­tunga 8-12, Fossa­tunga 21-23 og Fossa­tunga 24-26 um að um­sókn­ir þeirra hafi ver­ið metn­ar ófull­nægj­andi og að ekki verði að út­hlut­un til þeirra þrátt fyr­ir út­drátt. Um­sækj­end­um verði gef­inn stutt­ur tími til and­mæla en að hon­um liðn­um verði vinna hafin við að kanna þær um­sókn­ir sem dregn­ar voru fyrst­ar til vara varð­andi þess­ar lóð­ir.

  • 4. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

    Kynning á áframhaldandi hönnunarvinnu Helgafellsskóla og samkomulag vegna fullnaðarhönnunar 2.-4.áfanga skólabyggingar.

    Frestað

    • 5. Ráðn­ing skóla­stjóra Helga­fells­skóla201803188

      Lagt fram minnisblað um ráðningu skólastjóra við Helgafellsskóla.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ráða Rósu Ingvars­dótt­ur sem skóla­stjóra við Helga­fell­skóla frá og með 1. ág­úst 2018 og mál­inu vísað til kynn­ing­ar í fræðslu­nefnd.

      • 6. Samn­ing­ur um þjón­ustu 2018-2022201806261

        Drög að samningi við Ásgarð handverkstæði 2018-2022.

        Frestað

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00