Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

26. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Sorpa-út­boð á þjón­ustu við grennd­argáma fyr­ir papp­ír, plast og gler201411077

    Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara er­indi Sorpu bs. í sam­ræmi við fram­lagt minn­is­blað og á þá leið að grennd­argáma­stöðv­um í Mos­fells­bæ verði strax fjölgað úr þrem­ur í fjór­ar, með mögu­leika á frek­ari við­bót­um síð­ar.

    • 2. Beiðni um við­ræð­ur um Hjalla­stefnu­skóla í Mos­fells­bæ201501517

      Beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.

      Nið­ur­staða við­ræðna við Hjalla­stefn­una er að ekki sé nægj­an­leg­ur grund­völl­ur fyr­ir því að hefja skóla­rekst­ur í Mos­fells­bæ að svo stöddu.

      • 3. Er­indi Bryn­dís­ar Har­alds­dótt­ur bæj­ar­full­trúa um ra­fræn skil­ríki201503382

        Óskað eftir upplýsingum um rafræn skilríki og notkun þeirra í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­sviðs að kanna mögu­leika á notk­un ra­f­rænna skil­ríka í sam­skipt­um við bæj­ar­búa og við und­ir­skrift­ir funda­gerða á veg­um nefnda bæj­ar­ins.

        • 4. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

          Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.

          Frestað.

          • 5. Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar201206254

            Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.

            Frestað.

            • 6. Ný und­ir­göng við Hlíð­ar­tún201412139

              Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga sem og heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmdina.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga frá sam­komu­lagi við Vega­gerð­ina um fram­kvæmd und­ir­ganga við Hlíð­ar­tún í sam­ræmi við með­fylgj­andi ný drög, og að bjóða út fram­kvæmd­ina í sam­starfi við Vega­gerð­ina í opnu út­boði.

              • 7. Er­indi Sigrún­ar H. Páls­dótt­ur um að lög­manni Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að vinna minn­is­blað um rétt­indi og skyld­ur kjör­inna full­trúa201503509

                Ósk um að lögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa lögð fram.

                Frestað.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um að draga úr plast­poka­notk­un201503385

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.

                  Frestað.

                  • 9. Um­sókn­ir um fjár­fram­lög til lista- og menn­ing­ar­starf­semi201412346

                    Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.

                    Frestað.

                    • 10. Öld­ungaráð201401337

                      Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.

                      Ás­geir Sig­ur­gests­son, verk­efna­stjóri gæða- og þró­un­ar, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar í Öld­unga­ráði verði formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar á hverj­um tíma og vara­mað­ur hans verði vara­formað­ur nefnd­ar­inn­ar, og jafn­framt fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs á hverj­um tíma og vara­mað­ur hans verði deild­ar­stjóri bú­setu- og þjón­ustu­deild­ar fjöl­skyldu­sviðs. Þá er sam­þykkt að óska eft­ir til­efn­ing­um í Öld­ungaráð frá Fé­lagi aldr­aðra í Mos­fells­bæ.

                      • 11. Hús­næð­is­mál - Ás­garðs hand­verk­stæð­is201502200

                        Gögn um leigu á Álafossvegi 10 (Rauða húsinu) lögð fram.

                        Ás­geir Sig­ur­gests­son, verk­efna­stjóri gæða- og þró­un­ar, mæt­ir á fund­inn und­ir þess­um lið.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjórna fjöl­skyldu­sviðs að ganga frá samn­ingi um húsa­leigu um hús­ið að Ála­foss­vegi 10 í Mos­fells­bæ á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

                        • 12. Árs­skýrsla um­hverf­is­sviðs201503298

                          Lagt fram minnisblað umhverfissviðs og fleiri gögn varðandi mengun af völdum saurkólígerla.

                          Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, og Tóm­as Guð­berg Gíslason, Um­hverf­is­stjóri, mæta á fund­inn und­ir þess­um lið.

                          Um­ræð­um fram­hald­ið frá síð­asta fundi bæj­ar­ráðs.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að um­hverf­is­svið leggi fyr­ir bæj­ar­ráð yf­ir­lit um stöðu meng­un­ar­mála síð­ar á ár­inu.

                          • 13. Ósk Varmár­skóla um að fá af­not af Brú­ar­landi und­ir skóla­starf­sem­ina201503529

                            Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að taka mál þetta á dagskrá fund­ar­ins.

                            Bæj­ar­ráð er já­kvætt gagn­vart beiðni Varmár­skóla um að skól­inn fái Brú­ar­land til af­nota fyr­ir skóla­starf­sem­ina frá og með næsta skóla­ári og vís­ar er­ind­inu til um­ræðu í fræðslu­nefnd.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.