26. mars 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Sorpa-útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler201411077
Erindi Sorpu bs. varðandi útboð á þjónustu við grenndargáma fyrir pappír, plast og gler. Bæjarráð vísaði á 1189. fundi sínum málinu til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu varðandi staðsetningu gámanna. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara erindi Sorpu bs. í samræmi við framlagt minnisblað og á þá leið að grenndargámastöðvum í Mosfellsbæ verði strax fjölgað úr þremur í fjórar, með möguleika á frekari viðbótum síðar.
2. Beiðni um viðræður um Hjallastefnuskóla í Mosfellsbæ201501517
Beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina. Lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra fræðslusviðs.
Niðurstaða viðræðna við Hjallastefnuna er að ekki sé nægjanlegur grundvöllur fyrir því að hefja skólarekstur í Mosfellsbæ að svo stöddu.
3. Erindi Bryndísar Haraldsdóttur bæjarfulltrúa um rafræn skilríki201503382
Óskað eftir upplýsingum um rafræn skilríki og notkun þeirra í stjórnsýslu Mosfellsbæjar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptasviðs að kanna möguleika á notkun rafrænna skilríka í samskiptum við bæjarbúa og við undirskriftir fundagerða á vegum nefnda bæjarins.
4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Lögð er fram greinargerð starfshóps um fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ.
Frestað.
5. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar201206254
Endurskoðuð Lýðræðisstefna lögð fram til samþykktar.
Frestað.
6. Ný undirgöng við Hlíðartún201412139
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga sem og heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út framkvæmdina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga við Hlíðartún í samræmi við meðfylgjandi ný drög, og að bjóða út framkvæmdina í samstarfi við Vegagerðina í opnu útboði.
7. Erindi Sigrúnar H. Pálsdóttur um að lögmanni Mosfellsbæjar verði falið að vinna minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa201503509
Ósk um að lögmaður vinni minnisblað um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa lögð fram.
Frestað.
8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun201503385
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun.
Frestað.
9. Umsóknir um fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi201412346
Á 188. fundi menningarmálanefndar var bókað að nefndin væri jákvæð gagnvart umsókn um fjárframlag í lista- og menningarsjóð sem varðar Álafossþorpið en vísaði henni til umfjöllunar í bæjarráði vegna umfangs.
Frestað.
10. Öldungaráð201401337
Lagt fram minnisblað fjölskyldusviðs með tillögu um tilnefningar í Öldungaráð.
Ásgeir Sigurgestsson, verkefnastjóri gæða- og þróunar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fulltrúar Mosfellsbæjar í Öldungaráði verði formaður fjölskyldunefndar á hverjum tíma og varamaður hans verði varaformaður nefndarinnar, og jafnframt framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs á hverjum tíma og varamaður hans verði deildarstjóri búsetu- og þjónustudeildar fjölskyldusviðs. Þá er samþykkt að óska eftir tilefningum í Öldungaráð frá Félagi aldraðra í Mosfellsbæ.
11. Húsnæðismál - Ásgarðs handverkstæðis201502200
Gögn um leigu á Álafossvegi 10 (Rauða húsinu) lögð fram.
Ásgeir Sigurgestsson, verkefnastjóri gæða- og þróunar, mætir á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjórna fjölskyldusviðs að ganga frá samningi um húsaleigu um húsið að Álafossvegi 10 í Mosfellsbæ á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
12. Ársskýrsla umhverfissviðs201503298
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs og fleiri gögn varðandi mengun af völdum saurkólígerla.
Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, og Tómas Guðberg Gíslason, Umhverfisstjóri, mæta á fundinn undir þessum lið.
Umræðum framhaldið frá síðasta fundi bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að umhverfissvið leggi fyrir bæjarráð yfirlit um stöðu mengunarmála síðar á árinu.
13. Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina201503529
Ósk Varmárskóla um að fá afnot af Brúarlandi undir skólastarfsemina.
Samþykkt með þremur atkvæðum að taka mál þetta á dagskrá fundarins.
Bæjarráð er jákvætt gagnvart beiðni Varmárskóla um að skólinn fái Brúarland til afnota fyrir skólastarfsemina frá og með næsta skólaári og vísar erindinu til umræðu í fræðslunefnd.