Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

27. júní 2018 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
 • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
 • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um 721. fund­ar bæj­ar­stjórn­ar að taka mál­ið, Sum­ar­leyfi Bæj­ar­stjórn­ar 2018, á dagskrá með af­brigð­um en það var ekki á fund­ar­boði sem sent var með lög­boðn­um fyr­ir­vara.


Dagskrá fundar

Fundargerð

 • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1357201806011F

  Fund­ar­gerð 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 1.1. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ 201401534

   Bæj­ar­ráð heim­il­aði út­boð á fjöl­nota­húsi í al­út­boði þann 11. janú­ar 2018 og sam­þykkti bæj­ar­ráð síð­ar til­lögu um að heim­ila fimm að­il­um að taka þátt í al­út­boði að und­an­gengu for­vali. Þrír að­il­ar skil­uðu inn til­boð­um sem voru opn­uð að við­stödd­um þeim bjóð­end­um sem þess ósk­uðu. Ljóst er að öll til­boð voru um­tals­vert yfir kostn­að­ar­áætlun hönn­uða og því óað­gengi­leg. Lagt er til að til­boð­um bjóð­enda verði hafn­að og að í fram­haldi verði far­ið í samn­ingskaup við bjóð­end­ur í fram­haldi af al­út­boði í sam­ræmi við með­fylgj­andi minn­is­blað.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar með fimm at­kvæð­um. Full­trú­ar C- L- S- og M- lista sitja hjá.

  • 1.2. Skyld­ur sveit­ar­fé­laga sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um 201806087

   Bréf til sveit­ar­fé­laga um skyld­ur þeirra sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um lagt fram til kynn­ing­ar.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.3. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018 201804017

   Lagt til að alls 10 lóð­um verði út­hlutað.
   Lagt til að þrem­ur um­sækj­end­um sem dregn­ir voru út verði send bréf þar sem þeim verði til­kynnt að um­sókn­ir þeirra hafi ver­ið ófull­nægj­andi og að liðn­um and­mæla­fresti verði könn­uð skil­yrði til út­hlut­un­ar til þeirra sem áttu um­sókn­ir sem dregn­ar voru út fyrst til vara varð­andi um­rædd­ar lóð­ir.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.4. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd 201503558

   Kynn­ing á áfram­hald­andi hönn­un­ar­vinnu Helga­fells­skóla og sam­komulag vegna fulln­að­ar­hönn­un­ar 2.-4.áfanga skóla­bygg­ing­ar.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.5. Ráðn­ing skóla­stjóra Helga­fells­skóla 201803188

   Lagt fram minn­is­blað um ráðn­ingu skóla­stjóra við Helga­fells­skóla.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.6. Samn­ing­ur um þjón­ustu 2018-2022 201806261

   Drög að samn­ingi við Ás­garð hand­verk­stæði 2018-2022.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1357. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  Almenn erindi

  • 2. Sum­ar­leyfi bæj­ar­stjórn­ar 2018201806319

   Sumarleyfi bæjarstjórnar er ráðgert frá 27.6.2018 til 22.8.2018. Í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga er ráðgert að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluheimildir á meðan á því stendur og fundargerðir bæjarráðs frá sumarleyfistímanum verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí. Tillaga: Þessi fundur bæjarstjórnar verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 27. júní til og með 21. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 22. ágúst nk. Bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um. Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.

   Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um á 721. fundi bæj­ar­stjórn­ar að þessi fund­ur bæj­ar­stjórn­ar verði síð­asti fund­ur fyr­ir sum­ar­leyfi sem standi frá og með 27. júní til og með 21. ág­úst nk., en næsti fund­ur bæj­ar­stjórn­ar sé ráð­gerð­ur 22. ág­úst nk. Bæj­ar­ráð fari með um­boð til fulln­að­ar­af­greiðslu mála á með­an á sum­ar­leyfi bæj­ar­stjórn­ar stend­ur svo sem sveit­ar­stjórn­ar­lög kveða á um. Fund­ar­gerð­ir bæj­ar­ráðs á þessu tíma­bili verði lagð­ar fram til kynn­ing­ar á fyrsta fundi bæj­ar­stjórn­ar eft­ir sum­ar­frí.

   • 3. Lands­þing 2018201805067

    Kosning fulltrúa á landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2018-2022

    Fram kom eft­ir­far­andi til­laga um full­trúa á Lands­þing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga kjör­tíma­bil­ið 2018-2022:

    Full­trú­ar D- og V- lista:
    Ás­geir Sveins­son aðal­mað­ur
    Kol­brún Guðný Þor­steins­dótt­ir aðal­mað­ur
    Bjarki Bjarna­son aðal­mað­ur

    Rún­ar Bragi Guð­laugs­son vara­mað­ur
    Arna Björk Hagalíns­dótt­ir vara­mað­ur
    Bryndís Brynj­ars­dótt­ir vara­mað­ur

    Full­trú­ar C- S- M- og L- lista:
    Stefán Ómar Jóns­son aðal­mað­ur
    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir aðal­mað­ur

    Valdi­mar Birg­is­son vara­mað­ur
    Sveinn Ósk­ar Sig­urðs­son vara­mað­ur

    Þar sem ekki komu fram að­r­ar til­lög­ur telst hún sam­þykkt.

   Fundargerðir til kynningar

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:16