27. júní 2018 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Samþykkt með 9 atkvæðum 721. fundar bæjarstjórnar að taka málið, Sumarleyfi Bæjarstjórnar 2018, á dagskrá með afbrigðum en það var ekki á fundarboði sem sent var með lögboðnum fyrirvara.
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1357201806011F
Fundargerð 1357. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 721. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Bæjarráð heimilaði útboð á fjölnotahúsi í alútboði þann 11. janúar 2018 og samþykkti bæjarráð síðar tillögu um að heimila fimm aðilum að taka þátt í alútboði að undangengu forvali. Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum sem voru opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óskuðu. Ljóst er að öll tilboð voru umtalsvert yfir kostnaðaráætlun hönnuða og því óaðgengileg. Lagt er til að tilboðum bjóðenda verði hafnað og að í framhaldi verði farið í samningskaup við bjóðendur í framhaldi af alútboði í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum. Fulltrúar C- L- S- og M- lista sitja hjá.
1.2. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum 201806087
Bréf til sveitarfélaga um skyldur þeirra samkvæmt jafnréttislögum lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018 201804017
Lagt til að alls 10 lóðum verði úthlutað.
Lagt til að þremur umsækjendum sem dregnir voru út verði send bréf þar sem þeim verði tilkynnt að umsóknir þeirra hafi verið ófullnægjandi og að liðnum andmælafresti verði könnuð skilyrði til úthlutunar til þeirra sem áttu umsóknir sem dregnar voru út fyrst til vara varðandi umræddar lóðir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd 201503558
Kynning á áframhaldandi hönnunarvinnu Helgafellsskóla og samkomulag vegna fullnaðarhönnunar 2.-4.áfanga skólabyggingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Ráðning skólastjóra Helgafellsskóla 201803188
Lagt fram minnisblað um ráðningu skólastjóra við Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Samningur um þjónustu 2018-2022 201806261
Drög að samningi við Ásgarð handverkstæði 2018-2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1357. fundar bæjarráðs samþykkt á 721. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
2. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2018201806319
Sumarleyfi bæjarstjórnar er ráðgert frá 27.6.2018 til 22.8.2018. Í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga er ráðgert að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluheimildir á meðan á því stendur og fundargerðir bæjarráðs frá sumarleyfistímanum verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí. Tillaga: Þessi fundur bæjarstjórnar verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem stendur frá og með 27. júní til og með 21. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar er ráðgerður 22. ágúst nk. Bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um. Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
Samþykkt með 9 atkvæðum á 721. fundi bæjarstjórnar að þessi fundur bæjarstjórnar verði síðasti fundur fyrir sumarleyfi sem standi frá og með 27. júní til og með 21. ágúst nk., en næsti fundur bæjarstjórnar sé ráðgerður 22. ágúst nk. Bæjarráð fari með umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur svo sem sveitarstjórnarlög kveða á um. Fundargerðir bæjarráðs á þessu tímabili verði lagðar fram til kynningar á fyrsta fundi bæjarstjórnar eftir sumarfrí.
3. Landsþing 2018201805067
Kosning fulltrúa á landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2018-2022
Fram kom eftirfarandi tillaga um fulltrúa á Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2018-2022:
Fulltrúar D- og V- lista:
Ásgeir Sveinsson aðalmaður
Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir aðalmaður
Bjarki Bjarnason aðalmaðurRúnar Bragi Guðlaugsson varamaður
Arna Björk Hagalínsdóttir varamaður
Bryndís Brynjarsdóttir varamaðurFulltrúar C- S- M- og L- lista:
Stefán Ómar Jónsson aðalmaður
Anna Sigríður Guðnadóttir aðalmaðurValdimar Birgisson varamaður
Sveinn Óskar Sigurðsson varamaðurÞar sem ekki komu fram aðrar tillögur telst hún samþykkt.
Fundargerðir til kynningar
4. Fundargerð 458. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201806248
Fundargerð 458. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu