Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. október 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022201805277

  Frestað frá síðasta fundi. -Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. -Áætlun skatttekna 2019. -Eignfærð fjárfesting 2019-2022. -Íbúaspá 2019-2022.

  Helstu dag­setn­ing­ar vegna vinnu við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2019-2022 kynnt­ar og rædd­ar á 1369. fundi bæj­ar­ráðs ásamt a) Áætlun skatt­tekna 2019 b) Yf­ir­lit eign­færðra fjár­fest­inga 2019-2022 og Íbúa­spá 2019-2022.

  Gestir
  • Pétur J. Lockton, fjármálastjóri Mosfellsbæjar
 • 2. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2018-2021201804394

  Frestað frá síðasta fundi. Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.

  ******************************
  Full­trúi M- lista legg­ur fram fyr­ir fund­inn grein­ar­gerð ásamt til­lögu og sem fylgiskjal glær­ur um snemm­tæka íhlut­un.

  Til­laga M-lista varð­andi 9. mgr. 2. gr. sam­starfs­samn­ings Mos­fells­bæj­ar og Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar 2018-2022.:
  Óskað verði eft­ir því við stjórn Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar að drög­in, sem liggja fyr­ir, verði breytt m.t.t. til eft­ir­far­andi til­ögu:
  Mos­fells­bær greið­ir þann 1. júní á ári hverju kr. 200.000 í Minn­ing­ar­sjóð Guð­finnu og skal því fjár­magni sér­stak­lega ráð­stafað til að styrkja börn af er­lend­um upp­runa til íþrótta­iðkun­ar inn­an fé­lags­ins. Mót­fram­lag Mos­fells­bæj­ar á móti fram­an­greindri fjár­hæð skal nema kr. 200.000,-. Mos­fells­bær skal ráð­stafa kr. 400.000,- í verk­efni snemm­tækr­ar íhlut­un­ar til að auka fé­lags­lega virkni ungra barna á aldr­in­um 6 til 16 ára í Mos­fells­bæ í sam­ráði við fé­lags­ráð­gjafa skóla og fé­lags­mála­yf­ir­völd bæj­ar­ins. Hægt er að end­ur­meta þörf­ina ár­lega og það fjár­magn sem hér er til­greint að ráð­stafað sé sér­stak­lega vegna snemm­tækr­ar íhlut­un­ar. Gera skal grein fyr­ir því hvern­ig fram­lag­inu er var­ið í reglu­leg­um skýrsl­um til Mos­fells­bæj­ar ásamt grein­ingu á frek­ari þörf varð­andi þessa hópa sem í þess­ari máls­grein eru til­greind­ir.

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1369. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar og frek­ari vinnslu fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs.

  ******************************

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1369. fund­ar bæj­ar­ráðs að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita Sam­starfs­samn­ing Mos­fells­bæj­ar og Ung­menna­fé­lags­ins Aft­ur­eld­ing­ar 2018-2022 eins og hann ligg­ur fyr­ir fund­in­um.

 • 3. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

  Frestað frá síðasta fundi. Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.

  Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1369. fund­ar bæj­ar­ráðs að far­ið verði í fram­kvæmd­ir við upp­bygg­ingu fjöl­nota­húss á Varmár­svæð­inu og að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda, Al­verk ehf, á sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi til­boð.

  Gestir
  • Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • 4. Lántaka Sorpu vegna gas- og jarð­gerð­ar­stöð í Álfs­nesi201809299

  Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.

  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir með þrem­ur at­kvæð­um á 1369. fundi sín­um þann 11. októ­ber 2018 að veita ein­falda ábyrgð og veð­setja til trygg­ing­ar ábyrgð­inni tekj­ur Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við hlut­fall eign­ar­halds, sbr. heim­ild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011, til trygg­ing­ar láns SORPU bs. hjá Lána­sjóði sveit­ar­fé­laga að höf­uð­stól allt að kr. 750.000.000,- með láns­tíma allt að 15 ár, í sam­ræmi við skil­mála að lána­samn­ingi sem liggja fyr­ir á fund­in­um og sem sveit­ar­stjórn­in hef­ur kynnt sér. Ábyrgð­in tek­ur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostn­að­ar sem hlýst af van­skil­um. Nær sam­þykk­ið jafn­framt til und­ir­rit­un­ar lána­samn­ings og að sveit­ar­fé­lag­ið beri þær skyld­ur sem þar grein­ir.
  Er lán­ið tek­ið til fjár­mögn­un­ar á bygg­ingu á gas- og jarð­gerð­ar­stöð í Álfs­nesi sem fel­ur í sér að vera verk­efni sem hef­ur al­menna efna­hags­lega þýð­ingu, sbr. 3. gr. laga um stofn­un op­in­bers hluta­fé­lags um Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga nr. 150/2006.
  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að skuld­binda hér með sveit­ar­fé­lag­ið sem eig­anda SORPU bs til að breyta ekki ákvæði sam­þykkta SORPU bs sem legg­ur höml­ur á eign­ar­hald að fé­lag­inu að því leyti að fé­lag­ið megi ekki fara að neinu leyti til einka­að­ila.
  Fari svo að Mos­fells­bær selji eign­ar­hlut í SORPU bs til ann­arra op­in­berra að­ila, skuld­bind­ur Mos­fells­bær sig til að sjá til þess að jafn­framt yf­ir­taki nýr eig­andi á sig ábyrgð á lán­inu að sín­um hluta.
  Jafn­framt er Har­aldi Sverris­syni, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótak­markað um­boð til þess f.h. Mos­fells­bæj­ar að und­ir­rita láns­samn­ing við Lána­sjóð sveit­ar­fé­laga sbr. fram­an­greint, sem og til þess að móttaka, und­ir­rita og gefa út, og af­henda hvers kyns skjöl, fyr­ir­mæli og til­kynn­ing­ar, sem tengjast lán­töku þess­ari, þ.m.t. beiðni um út­borg­un láns.

  • 5. Frum­varp til laga um breyt­ingu á ýms­um lög­um til að heim­ila skrán­ingu lög­heim­il­is barna hjá báð­um for­sjár­for­eldr­um - beiðni um um­sögn201810004

   Frestað frá síðasta fundi: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1369. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Fjöl­skyldu­sviðs.

  • 6. Til­laga til þings­álykt­un­ar um stofn­un ráð­gjaf­ar­stofu inn­flytj­enda201809393

   Frestað frá síðasta fundi. Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda - beiðni um umsögn

   Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1369. fund­ar bæj­ar­ráðs að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra Fjöl­skyldu­sviðs.

  • 7. Starfs­manna­mál og regl­ur um ráðn­ing­ar201810024

   Frestað frá síðasta fundi. Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns. Minnisblað mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum.

   Frestað sök­um þess að ekki gafst tími til að klára um­ræð­ur um mál­ið.

   Gestir
   • Linda Udengård Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
   • Hanna Guðlaugsdóttir Mannauðsstjóri
   • 8. Al­þjóð­leg tón­list­ar­há­tíð í Mos­fells­bæ2018083733

    Frestað frá síðasta fundi. Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um að fela for­stöðu­manni þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar að svara bréf­rit­ara í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi minn­is­blað.

    Gestir
    • Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
   • 9. Sam­göng­ur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu - Vilja­yf­ir­lýs­ing201809382

    Frestað frá síðasta fundi. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   • 10. Beiðni Gagna­veitu Rvk. um út­hlut­un á lóð fyr­ir tengistöð að Völu­teig 15.201810115

    Gagnaveita Reykjavíkur óskar eftir úthlutun á lóð fyrir tengistöð að Völuteig 15. Um er að ræða hlut úr lóð áhaldahússins skv. samþykktri deiliskipulagsbreytingu á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa frá 13.8.2018.

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   • 11. Sel­holt l.nr. 204589 - ósk Veitna eft­ir lóð und­ir smá­dreif­istöð201711226

    Veitur óska eftir lóð í landi Selholts landnr. 204589, land í eigu Mosfellsbæjar, undir smádreifistöð.

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   • 12. Sam­st­arf um upp­bygg­ingu al­mennra íbúða201810054

    Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   • 13. Þrett­ánda­brenna og flug­elda­sýn­ing - ný stað­setn­ing201810077

    Þrettándabrenna og flugeldasýning - ósk um nýja staðsetningu

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   • 14. Sam­þykkt­ir nefnda Mos­fells­bæj­ar 2018-2022201809407

    Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tilaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda.

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   • 15. Um­sókn Skóg­ar­manna um styrk201810012

    Skógarmenn KFUM Vatnaskógi óska eftir styrk að upphæð 500.000.- fyrir árið 2019 vegna byggingar Birkiskála II sem er 541² nýbygging í Vatnaskógi.

    Frestað þar sem fund­ar­tími var úti áður en unnt var að taka mál­ið fyr­ir.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:27