11. október 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022201805277
Frestað frá síðasta fundi. -Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022. -Áætlun skatttekna 2019. -Eignfærð fjárfesting 2019-2022. -Íbúaspá 2019-2022.
Helstu dagsetningar vegna vinnu við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2019-2022 kynntar og ræddar á 1369. fundi bæjarráðs ásamt a) Áætlun skatttekna 2019 b) Yfirlit eignfærðra fjárfestinga 2019-2022 og Íbúaspá 2019-2022.
Gestir
- Pétur J. Lockton, fjármálastjóri Mosfellsbæjar
2. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2018-2021201804394
Frestað frá síðasta fundi. Samstarfssamningur við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021.
******************************
Fulltrúi M- lista leggur fram fyrir fundinn greinargerð ásamt tillögu og sem fylgiskjal glærur um snemmtæka íhlutun.Tillaga M-lista varðandi 9. mgr. 2. gr. samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar 2018-2022.:
Óskað verði eftir því við stjórn Ungmennafélagsins Aftureldingar að drögin, sem liggja fyrir, verði breytt m.t.t. til eftirfarandi tilögu:
Mosfellsbær greiðir þann 1. júní á ári hverju kr. 200.000 í Minningarsjóð Guðfinnu og skal því fjármagni sérstaklega ráðstafað til að styrkja börn af erlendum uppruna til íþróttaiðkunar innan félagsins. Mótframlag Mosfellsbæjar á móti framangreindri fjárhæð skal nema kr. 200.000,-. Mosfellsbær skal ráðstafa kr. 400.000,- í verkefni snemmtækrar íhlutunar til að auka félagslega virkni ungra barna á aldrinum 6 til 16 ára í Mosfellsbæ í samráði við félagsráðgjafa skóla og félagsmálayfirvöld bæjarins. Hægt er að endurmeta þörfina árlega og það fjármagn sem hér er tilgreint að ráðstafað sé sérstaklega vegna snemmtækrar íhlutunar. Gera skal grein fyrir því hvernig framlaginu er varið í reglulegum skýrslum til Mosfellsbæjar ásamt greiningu á frekari þörf varðandi þessa hópa sem í þessari málsgrein eru tilgreindir.Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að vísa tillögunni til umsagnar og frekari vinnslu framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs.
******************************
Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að heimila bæjarstjóra að undirrita Samstarfssamning Mosfellsbæjar og Ungmennafélagsins Aftureldingar 2018-2022 eins og hann liggur fyrir fundinum.
3. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Frestað frá síðasta fundi. Að loknum samningaviðræðum við bjóðendur í fjölnota íþróttahús hafa ný tilboð borist. Lögð eru fram meðfylgjandi minnisblöð ráðgjafa VSÓ og Verkís og lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að farið verði í framkvæmdir við uppbyggingu fjölnotahúss á Varmársvæðinu og að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Alverk ehf, á samræmi við fyrirliggjandi tilboð.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen Framkvæmdastjóri umhverfissviðs
4. Lántaka Sorpu vegna gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi201809299
Frestað frá síðasta fundi. Ósk frá Sorpu um samþykki Mosfellsbæjar fyrir lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum á 1369. fundi sínum þann 11. október 2018 að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur Mosfellsbæjar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns SORPU bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 750.000.000,- með lánstíma allt að 15 ár, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykkið jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu á gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarráð samþykkir að skuldbinda hér með sveitarfélagið sem eiganda SORPU bs til að breyta ekki ákvæði samþykkta SORPU bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Mosfellsbær selji eignarhlut í SORPU bs til annarra opinberra aðila, skuldbindur Mosfellsbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Haraldi Sverrissyni, kt. 141261-7119 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.5. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn201810004
Frestað frá síðasta fundi: Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum - beiðni um umsögn
Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs.
6. Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda201809393
Frestað frá síðasta fundi. Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda - beiðni um umsögn
Samþykkt með 3 atkvæðum 1369. fundar bæjarráðs að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra Fjölskyldusviðs.
7. Starfsmannamál og reglur um ráðningar201810024
Frestað frá síðasta fundi. Ósk Sveins Óskars Sigurðssonar um að ræða uppsögn starfsmanns. Minnisblað mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs um verklag við ráðningar þ.m.t. þá skyldu að afla upplýsinga úr sakaskrá þegar um er að ræða starfsmenn sem vinna meö börnum og ólögráða einstaklingum.
Frestað sökum þess að ekki gafst tími til að klára umræður um málið.
Gestir
- Linda Udengård Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
- Hanna Guðlaugsdóttir Mannauðsstjóri
8. Alþjóðleg tónlistarhátíð í Mosfellsbæ2018083733
Frestað frá síðasta fundi. Umsögn forstöðumanns bókasafns og menningarmála og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar.
Samþykkt með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að svara bréfritara í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað.
Gestir
- Arnar Jónsson Forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
9. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Viljayfirlýsing201809382
Frestað frá síðasta fundi. Viljayfirlýsing um viðræður um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
11. Selholt l.nr. 204589 - ósk Veitna eftir lóð undir smádreifistöð201711226
Veitur óska eftir lóð í landi Selholts landnr. 204589, land í eigu Mosfellsbæjar, undir smádreifistöð.
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
12. Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða201810054
Samstarf um uppbyggingu almennra íbúða
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
13. Þrettándabrenna og flugeldasýning - ný staðsetning201810077
Þrettándabrenna og flugeldasýning - ósk um nýja staðsetningu
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
14. Samþykktir nefnda Mosfellsbæjar 2018-2022201809407
Tillaga að samþykktum fyrir lýðræðis- og mannréttindanefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd. Tilaga að breytingum á samþykktum íþrótta- og tómstundanefndar og fjölskyldunefndar vegna breytinga á verkaskiptingu nefnda.
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.
15. Umsókn Skógarmanna um styrk201810012
Skógarmenn KFUM Vatnaskógi óska eftir styrk að upphæð 500.000.- fyrir árið 2019 vegna byggingar Birkiskála II sem er 541² nýbygging í Vatnaskógi.
Frestað þar sem fundartími var úti áður en unnt var að taka málið fyrir.