Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. nóvember 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
  • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður

Fundargerð ritaði

Sigurður Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021201705191

    Bæjarráð vísaði drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 til fyrri umræðu á þennan fund bæjarstjórnar.

    Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu til fund­ar­ins Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Pét­ur J. Lockton, fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri fjár­mála­deild­ar.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu á fundi 26. októ­ber sl.

    For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

    Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2018.

    1. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að fé­lags­leg heima­þjón­usta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni end­ur­gjalds­laust.
    Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

    Til­gang­ur­inn með þess­ari til­lögu er að koma bet­ur til móts við þá bæj­ar­búa sem eiga rétt á heima­þjón­ustu en um að­g­ang að þeirri þjón­ustu gilda strang­ar regl­ur. Eldri borg­ar­ar er lang stærsti hóp­ur þeirra sem njóta þess­ar­ar þjón­ustu. Eins og þekkt er úr um­ræð­unni þá eru flest­ir líf­eyr­is­þeg­ar og ör­yrkj­ar al­mennt ekki ofald­ir af sín­um líf­eyri og telj­um við að þeir fjár­mun­ir sem koma inn i bæj­ar­sjóð sem end­ur­gjald fyr­ir þessa þjón­ustu séu það litl­ir að bæj­ar­sjóð skaði ekki að gefa þær greiðsl­ur eft­ir.

    2. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að leik­skóla­gjöld verði lækk­uð á kom­andi ári þann­ig að al­mennt gjald, án fæð­is­gjalds, fyr­ir 8 stunda vist­un verði 23.000 krón­ur. Gjald­skrá­in taki breyt­ing­um að öðru leyti í sam­ræmi við fram­an­greint. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi breyt­ing hefði á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

    Til­gang­ur­inn með þess­ari til­lögu er að bæj­ar­fé­lag­ið komi bet­ur til móts við fjöl­skyld­ur ungra barna en vitað er að þar er þjóð­fé­lags­hóp­ur sem hef­ur orð­ið útund­an á ýmsa vegu í sam­fé­lag­inu. Leik­skóla­gjöld í bæn­um okk­ar hafa ver­ið held­ur hærri en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um og telj­um við það mjög mik­il­vægt að þessi grund­vall­ar­þjón­usta bæj­ar­fé­lags­ins sé veitt börn­um á sem sam­bæri­leg­ustu verði við ná­granna okk­ar. Við telj­um að ekki eigi að lækka fæð­is­gjald­ið enda vilj­um við að börn­in fái holl­an og góð­an mat í heilsu­efl­andi sam­fé­lagi. Með því að lækka al­menna gjald­ið eins og til­lag­an ber með sér mun gjald­ið fyr­ir 8 tíma leik­skóla­dvöl verða sam­bæri­legt við gjald­ið í Kópa­vogi.

    3. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að í grunn­skól­um bæj­ar­ins verði börn­um boð­ið end­ur­gjalds­laust upp á hafra­graut í upp­hafi dags eins og gert er víða.
    Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að kanna með hvaða hætti þessi þjón­usta er veitt ann­ars stað­ar og fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

    Til­gang­ur þess­ar­ar til­lögu er að öll­um skóla­börn­um í Mos­fells­bæ standi til boða nær­ing­ar­rík­ur hafra­graut­ur við upp­haf skóla­dags án end­ur­gjalds. Það er vitað að holl­ur og nær­ing­ar­rík­ur morg­un­verð­ur er ein helsta und­ir­staða þess að börn geti nýtt sér að fullu þá kennslu og til­sögn sem skól­inn býð­ur þeim. Hafra­graut­ur er ódýr og holl­ur morg­un­verð­ur, ein­fald­ur en stút­full­ur af flókn­um kol­vetn­um og trefj­um, auk ým­issa víta­mína og steinefna. Hafra­graut­ur er í boði víða í grunn­skól­um og er ekki að sjá ann­að en að góð reynsla sé af því. Við telj­um að fyrsta heilsu­efl­andi sveit­ar­fé­lag­ið á Ís­landi eigi að taka hafra­graut­inn í sína þjón­ustu, börn­um og skólastarfi til heilla.

    4. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar leggja til að frí­stunda­á­vís­un­in verði hækk­uð í 50 þús­und krón­ur haust­ið 2018 fyr­ir öll börn í bæn­um sem rétt eiga á henni. Emb­ætt­is­mönn­um bæj­ar­ins verði fal­ið að reikna út kostn­að og koma með til­lög­ur um hvern­ig mæta megi hækk­un­inni inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

    Til­gang­ur þess­ar­ar til­lögu er að létta und­ir með barna­fjöl­skyld­um og stuðla að sem al­menn­astri þátt­töku barna í heil­brigð­um og upp­byggi­leg­um frí­stund­um. Við telj­um mik­il­vægt að Mos­fells­bær drag­ist ekki aft­ur úr ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um hvað varð­ar stuðn­ing til ung­menna til þátt­töku í heil­brigðu íþrótta- og tóm­stund­astarfi.

    5. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að sú regla verði tekin upp að óheim­ilt verði að ráð­stafa fjár­mun­um af lið­un­um Stoð­þjón­usta og Sér­kennsla í grunn­skól­um án und­an­geng­ins sam­þykk­is bæj­ar­ráðs.

    Til­gang­ur þess­ar­ar til­lögu er að koma í veg fyr­ir að fjár­mun­ir sem ætl­að­ir eru til þjón­ustu við þá nem­end­ur sem höllust­um fæti standa skerð­ist vegna til­færslu á fjár­mun­um vegna hugs­an­legr­ar fjár­vönt­un­ar í aðra þætti skólastarfs.

    6. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar leggja til að feng­inn verði ut­an­að­kom­andi að­ili til að hefja vinnu við gerð Græns skipu­lags, en á fundi skipu­lags­nefnd­ar þann 15. sept­em­ber 2015 var sam­þykkt að hefja gerð þess kon­ar skipu­lags. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að meta þann kostn­að sem í verk­efn­inu felst og áhrif á tekj­ur bæj­ar­ins og að koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar.

    Rökin fyr­ir þess­ari til­lögu eru að sam­kvæmt upp­lýs­ing­um fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs hef­ur mann­ekla og vinnu­álag á svið­inu kom­ið í veg fyr­ir að starfs­menn sviðs­ins hafi getað sinnt þessu máli af full­um þunga. Þess vegna telja full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar að rétt sé að leita út fyr­ir bæj­ar­skriftof­una varð­andi þetta mik­il­væga mál.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Til­lög­ur M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
    1. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um upp­bygg­ingu leigu­mark­að­ar fyr­ir ungt fólk og efnam­inni í Mos­fells­bæ.
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að Mos­fells­bær grípi til að­gerða til að auka fram­boð á leigu­hús­næði fyr­ir ungt fólk og efnam­inni í Mos­fells­bæ. Til að tryggja við­ráð­an­legt leigu­verð er lagt til að sveit­ar­fé­lag­ið leiti eft­ir sam­starfi við bygg­ing­ar­sam­vinnu­fé­lag sem starf­ar án hagn­að­ar­mark­miða.
    Mos­fells­bær hef­ur ekki, frek­ar en Reykja­vík, marg­ar lóð­ir til ráð­stöf­un­ar í þétt­býli en út­lit er fyr­ir að sveit­ar­fé­lag­ið losni brátt und­an samn­ingi vegna 12 hekt­ara lands í Reykja­hverfi en þar mætti skipu­leggja íbúða­byggð á einkar fjöl­skyldu­væn­um stað í sam­starfi við bygg­ing­ar­fé­lag á borð við Íbúða­fé­lag­ið Bjarg.
    Skv. lög­um um al­menn­ar íbúð­ir 115/2016 er sveit­ar­fé­lög­um heim­ilt að veita 12% stofn­fram­lag til bygg­ing­ar­að­ila til að byggja og kaupa íbúð­ar­hús­næði sem ætlað er leigj­end­um sem eru und­ir tekju- og eigna­mörk­um. Stofn­fram­lag­ið get­ur ver­ið í formi lóða og út á það geng­ur til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
    Reykja­vík­ur­borg og Hafn­ar­fjörð­ur hafa nú­þeg­ar sam­ið við Bjarg um bygg­ingu á leigu­heim­il­um. Það sem ger­ir sam­st­arf við fé­lag­ið fýsi­legt er að það hef­ur traust­an bak­hjarl sem er í sam­starfi við að­ila sem hafa langvar­andi reynslu af rekstri leigu­fé­laga í Skandína­víu og víð­ar. Það eru stétt­ar­fé­lög­in ASÍ og BSRB.
    Hér er ekki um að ræða fé­lags­legt hús­næði, held­ur fé­lags­lega að­gerð til að efla leigu­mark­að­inn og gera tekju­lág­um kleift að leigja sér ör­uggt, ódýrt og vandað hús­næði. Skv. dómi sem féll inn­an ESB standast slík­ar að­gerð­ir lög. Sveit­ar­fé­lag­inu er því ekk­ert að van­bún­aði.
    Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur áherslu á vist­væna byggð með blágræn­ar of­an­vatns­lausn­ir, græn þök, framúrsk­ar­andi al­menn­ings­sam­göng­ur, göngu- og hjóla­stíga og lág­marks bíla­eign.

    2. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um fjár­mögn­un græns skipu­lags
    Til­lög­ur um um­hverf­is­skipu­lag sem styð­ur við nátt­úru­vernd, úti­vist og heilsu­efl­ingu hafa lengi ver­ið á sveimi í Mos­fells­bæ. S-listi lagði á kjör­tíma­bil­inu fram til­lögu um svo­kallað grænt um­hverf­is­skipu­lag sem var sam­þykkt af bæj­ar­stjórn en síð­an ekki sög­una meir.
    Á fundi bæj­ar­stjórn­ar með fram­kvæmda­stjór­um svið­anna í gær lagði Íbúa­hreyf­ing­in til að þessu verk­efni yrði út­vistað til fag­að­ila, þ.e. vist­vænn­ar verk­fræði­stofu sem hefði sér­fræð­inga á sín­um snær­um til að gera þetta vel. Það var tek­ið vel í það af fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.
    Verk­efn­ið er mjög dýr­mætt fyr­ir Mos­fell­inga. Metn­að­ur í þessa veru ger­ir sveit­ar­fé­lag­ið líka eft­ir­sókn­ar­verð­ara en ella og legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in því til að gert verði ráð fyr­ir a.m.k. 10 millj­ón­um til verk­efn­is­ins á ár­inu 2018

    3. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að stofna embætti jafn­rétt­is­full­trúa í Mos­fells­bæ
    Til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar var að stofna sér­stakt embætti jafn­rétt­is­full­trúa. Skv. drög­um að fjár­hags­áætlun er nú gert ráð fyr­ir að ráða starfs­mann í 50% stöðu til að sinna m.a. verk­efn­um á sviði jafn­rétt­is­mála og fagn­ar Íbúa­hreyf­ing­in því.

    Skv. að­al­námskrá grunn­skóla er jafn­rétti einn af grunn­þátt­um mennt­un­ar og ber skól­um að inn­leiða jafn­rétt­is­fræðslu í kennslu á öll­um skóla­stig­um. Staða jafn­rétt­is­full­trúa er hugs­uð sem leið til að tryggja inn­leið­ing­una en einn­ig sem þjón­usta við störf­um hlaðna kenn­ara­stétt.

    4. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að hækka fjár­hags­að­stoð Mos­fells­bæj­ar
    Til­lag­an geng­ur út á að hækka fjár­hags­að­stoð og ger­ir fjár­hags­áætlun nú ráð fyr­ir 6,5% hækk­un og erum við þakk­lát fyr­ir það. En bet­ur má ef duga skal. Markmið fjár­hags­að­stoð­ar er að sjá til þess að um­sækj­end­ur geti fram­fleytt sér og er erfitt að sjá að það geti geng­ið eft­ir með ekki hærri upp­hæð. Fjár­hags­að­stoð fyr­ir ein­stak­ling í Mos­fells­bæ er nú kr. 165.000 á mán­uði og hækk­ar sú tala upp í 175.000 kr. við hækk­un­ina.
    Skv. töl­um frá Hag­stofu Ís­lands eru með­al­laun í land­inu hins veg­ar ca 467.000 kr. Lægstu laun mið­ast við um 300.000 kr. Upp­hæð fjár­hags­að­stoð­ar er 125.000 kr. und­ir því lág­marki. Við vit­um öll að það lif­ir eng­inn á 300.000 kr. á Ís­landi. Markmið fjár­hags­áætl­un­ar um að fólk eigi að geta fram­fleytt sér nást því eng­an veg­inn. Í ljósi þess og þeirr­ar stað­reynd­ar að fólki hef­ur fækkað sem nýta sér þessa þjón­ustu legg­ur Íbúa­hreyf­ing­in því til að höf­uð­stóll­inn verði hækk­að­ur um kr. 15.000 og við hann bæt­ist síð­an fyrr­nefnd 6,5% hækk­un.

    5. Til­laga um að opna fjár­hags­upp­lýs­ing­ar Mos­fells­bæj­ar á net­inu
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tek­ur und­ir hug­mynd sem rædd var að frum­kvæði bæj­ar­stjóra á fundi bæj­ar­ráðs fyrr á ár­inu um að birta all­ar helst fjár­hags­upp­lýs­ing­ar Mos­fells­bæj­ar ra­f­rænt á vef sveit­ar­fé­lags­ins. Ra­fræn birt­ing fjár­hags­gagna komi til fram­kvæmda á fjár­hags­ár­inu 2018 til 2019. Verk­efn­ið sæk­ir fyr­ir­mynd sína til Reykja­vík­ur­borg­ar.
    Til­lag­an er á dagskrá fjár­hags­áætl­un­ar næsta árs og telst því af­greidd.

    6. Til­laga um að tryggja nægi­legt fram­boð af fé­lags­legu hús­næði í Mos­fells­bæ
    Til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er að fjölga fé­lags­leg­um íbúð­um í eigu Mos­fells­bæj­ar og fjölg­ar þeim um eina skv. fjár­hags­áætlun. Það er skref í átt­ina en við vilj­um sjá Mos­fells­bæ gera bet­ur því fé­lags­leg­um íbúð­um í eigu bæj­ar­ins hef­ur ekki fjölgað síð­an 2002 en það er árið sem vinstri flokk­arn­ir mis­stu meiri­hluta í Mos­fells­bæ. Sam­an­burð­ur á fjölda fé­lags­legra íbúa eft­ir sveit­ar­fé­lög­um er Mos­fells­bæ frek­ar óhag­stæð­ur. Í Reykja­vík eru 16 íbúð­ir á 1000 íbúa, í Kópa­vogi 8, í Mos­fells­bær 3-4 og í Garða­bæ 2. Það blas­ir því við að eitt­hvað þarf að gera.

    7. Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um efl­ingu nefnda
    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar ger­ir að til­lögu sinni að sá hátt­ur verði fram­veg­is hafð­ur á að fag­nefnd­ir Mos­fells­bæj­ar beri sam­an bæk­ur sín­ar um val á verk­efn­um næsta árs áður en til 1. um­ræðu kem­ur um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn. Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur mik­il­vægt að nefnd­irn­ar eigi virka hlut­deild í fjár­hags­áætlun hvers árs og lít­ur á það sem skref í átt til efl­ing­ar lýð­ræð­is að ákveð­in frum­kvæð­is­vinna fari fram í nefnd­un­um áður en til 1. um­ræða kem­ur.
    Til­lög­unni verði vísað til um­ræðu í fag­nefnd­um.

    8. Til­laga M-lista Íbúa­hreyfingrinn­ar um að bæta að­stöðu Tón­list­ar­skól­ans
    Til­lag­an geng­ur út á að bæta að­stöðu tón­list­ar­skól­ans og fjölga stöðu­gild­um til sam­ræm­is við fjölg­un íbúa. Í tón­list­ar­skól­an­um hafa ver­ið lang­ir bið­list­ar frá hruni en í kjöl­far þess var stöðu­gild­um kenn­ara fækkað. Í fyrra var einu stöðu­gildi bætt við og nú á að fjölga þeim um eitt og hálft. Stöðu­gildi í lok 2018 verða því jafn mörg og þau voru fyr­ir hrun. Í milli­tíð­inni hef­ur Mos­fell­ing­um þó fjölgað um 2500 og að sama skapi vænt­an­leg­um tón­list­arsnill­ing­um sem marg­ir hverj­ir eru nú á bið­lista. Skól­ann vant­ar meira hús­næði og er að ein­hverju leyti ver­ið að vinna að því en bet­ur má ef duga skal. Það þarf að bæta að­stöð­una og fjölga kenn­ur­um í takt við fjölg­un íbúa.
    Fram­boð á tón­list­ar­kennslu get­ur ráð­ið úr­slit­um um hvort fólk flyt­ur í Mos­fells­bæ og því brýnt að setja meiri kraft og fjár­magn í þetta verk­efni.

    Sigrún H. Páls­dótt­ir, Bæj­ar­full­trúi

    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með níu at­kvæð­um að vísa öll­um fram­an­greind­um til­lög­um til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2018-2021 á fund bæj­ar­stjórn­ar 29. nóvembber nk.

    Jafn­framt sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu á fund bæj­ar­stjórn­ar hinn 29. nóv­em­ber nk.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1326201710015F

    Fund­ar­gerð 1326. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2.1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018-2021 201705191

      Drög að áætlun um eign­færð­ar fjár­fest­ing­ar lögð fram.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1326. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.2. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ 201401534

      Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð til­laga að bygg­ingu fjöl­nota íþrótta­húss að Varmá

      Niðurstaða þessa fundar:

      Til­laga bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
      Ger­um að til­lögu okk­ar að óskað verði eft­ir því að stjórn Ung­menna­fé­lags­ins sendi bæj­ar­stjórn yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur af­staða henn­ar til þess­ar­ar fram­kvæmd­ar eins og hún ligg­ur fyr­ir og hvern­ig hún sam­ræm­ist stefnu­mörk­un fé­lags­ins.

      Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
      Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

      Sam­þykkt með níu at­kvæð­um að vísa til­lögu bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar í tengsl­um við um­fjöllun um mál­ið þar.

      Af­greiðsla 1326. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.3. Áhættumat vegna flóða í Mos­fells­bæ 201707075

      Lögð er fyr­ir bæj­ar­ráð til­lög­ur að fram­kvæmd­um til að varna tjóni vegna flóða í Mos­fells­bæ.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1326. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.4. Land­spilda fyr­ir Lita­bolta - fyr­ir­spurn 201710027

      Land­spilda fyr­ir Lita­bolta - fyr­ir­spurn um áhuga Mos­fells­bæj­ar að leggja til land.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1326. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.5. Vor­boð­ar - ósk um styrk vegna kór­a­móts í Mos­fells­bæ maí 2018 201710131

      Ósk um styrk frá kór eldri borg­ara.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1326. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1327201710023F

      Fund­ar­gerð 1327. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 4. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 261201710016F

        Fund­ar­gerð 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Þjálf­un­ar­styrk­ur nema í Fjölsmiðj­unni 201710018

          Til­laga um hækk­un þjálf­un­ar­styrks nema í Fjölsmiðj­unni

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.2. Styrk­beiðni Kven­rétt­inda­fé­lag Ís­lands 201709095

          Bæj­ar­ráð vís­aði er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fjöl­skyldu­nefnd­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.3. Um­sókn um styrk í þágu fatl­aðra 201709273

          Bæj­ar­ráð vís­aði er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fjöl­skyldu­nefnd­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.4. Um­sókn um styrk vegna verk­efn­is­ins Sam­vera og súpa 201709372

          Bæj­ar­ráð vís­aði er­ind­inu til um­sagn­ar og af­greiðslu fjöl­skyldu­nefnd­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.5. Beiðni Kvenna­ráð­gjaf­ar­inn­ar um fjár­fram­lag fyr­ir rekstr­ar­ár­ið 2018 201709300

          Styrk­beiðni 2018

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.6. Drög að leið­bein­andi regl­um um út­hlut­un fé­lags­legs hús­næð­is 201709325

          Drögð leið­bein­andi regl­um um út­hlut­un fé­lags­legs hús­næð­is send til um­sagn­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.7. Akst­urs­þjón­usta eldri borg­ara breyt­ing á regl­um. 201710140

          Drög að breyt­ingu á regl­um um akst­urs­þjón­ustu eldri borg­ara.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.8. Lið­veisla breyt­ing á regl­um. 201710170

          Drög að breyt­ingu á regl­um um lið­veislu.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.9. Árs­fjórð­ungs­yf­ir­lit 2017 201704230

          Árs­fjórð­ungs­yf­ir­lit fjöl­skyldu­svið III. árs­fjórð­ung­ur

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.10. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1149 201710017F

          Trún­að­ar­mála­fund­ur-af­greiðsla fund­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.11. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 454 201709027F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.12. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 458 201710009F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.13. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 459 201710011F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.14. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 460 201710014F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.15. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur - 461 201710018F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.16. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1145 201709026F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.17. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1146 201709031F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.18. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1147 201710008F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.19. Trún­að­ar­mála­fund­ur - 1148 201710012F

          Fund­ar­gerð lögð fram.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 261. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 5. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 342201710021F

          Fund­ar­gerð 342. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd 201503558

            Fram­vindu­skýrsla vegna Helga­fells­skóla kynnt. Deilda­stjóri ný­bygg­inga hjá um­hverf­is­sviði mæt­ir á fund­inn.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 342. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.2. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar á fræðslu­sviði 2017 201703415

            Upp­lýs­ing­ar um fjölda barna í Mos­fells­bæ 1. októ­ber 2017

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 342. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.3. Hag­ir og líð­an ungs fólks í Mos­fells­bæ 2017 201705328

            Nið­ur­stöð­ur rann­sókna með­al grunn­skóla­barna í 5.-7. bekk 2017

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 342. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 6. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 447201710022F

            Fund­ar­gerð 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 6.1. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 - breyt­ing vegna stækk­un­ar á vaxta­mörk­um svæð­is­skipu­lags. 201710136

              Lögð fram lýs­ing verk­efn­is og mats­lýs­ing vegna breyt­inga á Að­al­skipu­lagi vegna land­notk­un­ar á Hólms­heiði.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.2. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Lauga­veg­ur-Skip­holt reit­ur 25 201710106

              Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg dags. 6.októ­ber 2017 varð­andi breyt­ingu á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010-2030, Lauga­veg­ur-Skip­holt, reit­ur 25.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.3. End­ur­skoð­un Að­al­skipu­lags Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps 201512340

              Borist hef­ur er­indi frá Grímsnes- og Grafn­ings­hreppi dags. 12. októ­ber 2017 varð­andi end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Grímsnes-og Grafn­ings­hrepps.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.4. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur 2010-2030 - Hraun­bær - Bæj­ar­háls 201710157

              Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg dags. 12.októ­ber 2017 varð­andi breyt­ingu á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010-2030, Hraun­bær-Bæj­ar­háls.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.5. Að­al­skipu­lag Ölfuss 2010-2022 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi vegna hafn­ar­svæð­is í Þor­láks­höfn. 201710215

              Borist hef­ur er­indi Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfuss dags. 19. októ­ber 2017 varð­andi breyt­ingu á Að­al­skipu­lagi Ölfuss 2010-2022, hafn­ar­svæði í Þor­láks­höfn.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.6. Sunnukriki 3 /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201709287

              Sunnu­bær ehf. Borg­ar­túni 29 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja þjón­ustu­hús og hót­el á lóð­inni nr. 3 við Sunnukrika í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið. Frestað á 445. og 446. fundi.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.7. Ásar 4 - fyr­ir­spurn vegna bygg­ing­ar á rað­hús­um á lóð­inni að Ásum 4. 201710204

              Borist hef­ur er­indi frá Pétri Stein­þórs­syni dags. 18. októ­ber 2017 varð­andi bygg­ingu rað­húss á lóð­inni að Ásum 4.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.8. Lyng­hóll lnr. 125346 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201710254

              Borist hef­ur er­indi frá Agli Guð­munds­syni dags. 23. októ­ber 2017 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir Lyng­hól lnr. 125346.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.9. Æv­in­týragarð­ur - deili­skipu­lag 201710251

              Lögð fram kostn­að­ar­áætlun og minn­is­blað um­hverf­is­stjóra vegna deili­skipu­lags­vinnu við Æv­in­týra­garð. Skipu­lags­full­trúi ósk­ar eft­ir sam­þykki skipu­lags­nefnd­ar til að hefja vinnu við gerð deili­skipu­lags Æv­in­týra­garðs­ins.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.10. Mel­túns­reit­ur - ósk Skóg­rækt­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar um skipu­lagn­ingu mann­virk­is á reitn­um. 201710257

              Borist hef­ur er­indi frá Skóg­rækt­ar­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar dags. 19. októ­ber 2017 varð­andi skipu­lagn­ingu mann­virk­is á Mel­túns­reit.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.11. Sam­göng­ur Leir­vogstungu 201611252

              Á 444. fundi skipu­lags­nefnd­ar 15. sept­em­ber 2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Er­ind­inu vísað til vænt­an­legr­ar vinnu við gerð sam­göngu­áætlun­ar fyr­ir Mos­fells­bæ og end­ur­skoð­un­ar á leiða­kerfi Strætó bs. Jafn­framt fel­ur nefnd­in skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir fundi með sam­tök­um sveita­fé­laga á vest­ur­landi um mál­ið." Skipu­lags­full­trúi hef­ur átt fund með fram­kvæmda­stjóra sam­taka sveit­ar­fé­laga á vest­ur­landi. Borist hef­ur nýtt er­indi.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.12. Bugðufljót 21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201709310

              Ístak hf. Bugðufljóti 19 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr Moel­ven timb­urein­ing­um að­stöðu fyr­ir mötu­neyti á lóð­inni nr. 21 við Bugðufljót í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð 146,8 m2, 381,7 m3. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið. Frestað á 446. fundi. Bæj­ar­stjórn og skipu­lags­nefnd hafa heim­sótt vinnu­búð­ir Ístaks.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.13. Eg­ils­mói 4 Mos­fells­dal - breyt­ing á deili­skipu­lagi. 201708361

              Á 445. fundi skipu­lags­nefnd­ar 29. sept­em­ber 2017 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Nefnd­in synj­ar er­ind­inu þar sem það sam­ræm­ist ekki ákvæð­um að­al­skipu­lags um stærð­ir lóða í Mos­fells­dal en þar er mið­að við að þétt­leiki byggð­ar verði um 1 íbúð per. ha." Borist hef­ur nýtt er­indi.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.14. Bjark­ar­holt/Há­holt - nafn­gift­ir og núm­er lóða. 201710256

              Lagt fram minn­is­blað bygg­ing­ar­full­trúa og skipu­lags­full­trúa varð­andi nafn­gift­ir og núm­er lóða við Bjark­ar­holt/Há­holt.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.15. Voga­tunga 75-77, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710203

              VK verk­fræði­stofa Síðumúla 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 75 og 77 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
              Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
              Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Bygg­inga­full­trúi ósk­ar eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar um er­ind­ið þar sem sótt er um leyfi fyr­ir hús­um með flötu þaki en í deili­skipu­lagi er gert ráð fyr­ir ris­þök­um.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 319 201710020F

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 447. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            Fundargerðir til kynningar

            • 7. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 319201710020F

              Fund­ar­gerð 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 7.1. Ástu-Sólliljugata 2-4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201708298

                Gerplustræti 1-5 slf. Borg­ar­túni 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tví­lyft fjór­býl­is­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni nr. 2-4 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð. 1. hæð bíl­geymsl­ur 58,4 m2, íbúð­ir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710084

                Gerplustræti 1-5 slf. Borg­ar­túni 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tví­lyft fjór­býl­is­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni nr. 6-8 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð. 1. hæð bíl­geymsl­ur 58,4 m2, íbúð­ir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.3. Ástu-Sólliljugata 10-12, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710086

                Gerplustræti 1-5 slf. Borg­ar­túni 20 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tví­lyft fjór­býl­is­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni nr. 10-12 við Ástu-Sóllilju­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð. 1. hæð bíl­geymsl­ur 58,4 m2, íbúð­ir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.4. Gerplustræti 31-37 (breyt­ing­ar), Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710058

                Mann­verk ehf. Hlíð­arsmára 12 Kópa­vogi sæk­ir um leyfi fyr­ir fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á íbúð­um 0205 og 0305, glel­r­lok­un á svala­göng­um og skipu­lags­breyt­ing­um á lóð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.5. Hvirfill, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 2017081498

                Bjarki Bjarna­son Hvirfli Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta hest­húsi að Hvirfli í vinnu­stofu og íbúð lista­manns í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Jafn­framt er sótt um leyfi til að byggja 4,4 m2 vind­fang úr timbri við aust­ur hlið húss­ins.
                Stærð hússs­ins er 149,7 m2, 446,1 m3.
                Á fundi 445. fundi skipu­lags­nefnd­ar var gerð eft­ir­far­andi bók­un.
                "Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við af­greiðslu máls­ins þeg­ar full­nægj­andi hönn­un­ar­gögn liggja fyr­ir".

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.6. Laxa­tunga 165, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201709328

                Kári P. Ólafs­son Lág­holti 3 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 165 við Laxa­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð: Íbúð 162,1 m2, bíl­geymsla 36,2 m2, 809,8 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.7. Skála­hlíð 28, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710067

                Þór­ar­inn Eggerts­son Trað­ar­holti 276 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 28 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð: Íbúðr­rými 191,2 m2, bíl­geymsla 42,7 m2, 828,2 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.8. Uglugata 11-11a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201709358

                Des­hús bygg­ing­ar­fé­lag ehf. Vest­ur­götu 73 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stáli par­hús með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­un­um nr. 11 og 11A við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð nr. 11: Íbúð 1. hæð 70,0 m2, bíl­geymsla 25,5 m2, 2. hæð 96,2 m2, 616,7 m3.
                Stærð nr. 11A: Íbúð 1. hæð 70,0 m2, bíl­geymsla 25,5 m2, 2. hæð 96,2 m2, 616,7 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 7.9. Voga­tunga 75-77, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201710203

                VK verk­fræði­stofa Síðumúla 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri par­hús með inn­byggð­um bíl­geymdl­um á lóð­un­um nr. 75 og 77 við Voga­tungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
                Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 319. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 704. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

              • 8. Fund­ar­gerð 273. fund­ar Stætó bs201710168

                Fundargerð 273. fundar Stætó bs

                Lagt fram.

              • 9. Fund­ar­gerð 362. fund­ar Stjórn­ar skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins201710294

                Fundargerð 362. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

                Lagt fram.

              • 10. Fund­ar­gerð 380. fund­ar Sorpu bs201710323

                Fundargerð 380. fundar Sorpu bs

                Lagt fram.

                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:32