1. nóvember 2017 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varabæjarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Bæjarráð vísaði drögum að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 til fyrri umræðu á þennan fund bæjarstjórnar.
Undir þessum dagskrárlið mættu til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur J. Lockton, fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri fjármáladeildar.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á fundi 26. október sl.
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
Tillögur bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2018.
1. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust.
Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Tilgangurinn með þessari tillögu er að koma betur til móts við þá bæjarbúa sem eiga rétt á heimaþjónustu en um aðgang að þeirri þjónustu gilda strangar reglur. Eldri borgarar er lang stærsti hópur þeirra sem njóta þessarar þjónustu. Eins og þekkt er úr umræðunni þá eru flestir lífeyrisþegar og öryrkjar almennt ekki ofaldir af sínum lífeyri og teljum við að þeir fjármunir sem koma inn i bæjarsjóð sem endurgjald fyrir þessa þjónustu séu það litlir að bæjarsjóð skaði ekki að gefa þær greiðslur eftir.
2. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að leikskólagjöld verði lækkuð á komandi ári þannig að almennt gjald, án fæðisgjalds, fyrir 8 stunda vistun verði 23.000 krónur. Gjaldskráin taki breytingum að öðru leyti í samræmi við framangreint. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi breyting hefði á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tilgangurinn með þessari tillögu er að bæjarfélagið komi betur til móts við fjölskyldur ungra barna en vitað er að þar er þjóðfélagshópur sem hefur orðið útundan á ýmsa vegu í samfélaginu. Leikskólagjöld í bænum okkar hafa verið heldur hærri en í nágrannasveitarfélögunum og teljum við það mjög mikilvægt að þessi grundvallarþjónusta bæjarfélagsins sé veitt börnum á sem sambærilegustu verði við nágranna okkar. Við teljum að ekki eigi að lækka fæðisgjaldið enda viljum við að börnin fái hollan og góðan mat í heilsueflandi samfélagi. Með því að lækka almenna gjaldið eins og tillagan ber með sér mun gjaldið fyrir 8 tíma leikskóladvöl verða sambærilegt við gjaldið í Kópavogi.
3. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að í grunnskólum bæjarins verði börnum boðið endurgjaldslaust upp á hafragraut í upphafi dags eins og gert er víða.
Embættismönnum verði falið að kanna með hvaða hætti þessi þjónusta er veitt annars staðar og falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.Tilgangur þessarar tillögu er að öllum skólabörnum í Mosfellsbæ standi til boða næringarríkur hafragrautur við upphaf skóladags án endurgjalds. Það er vitað að hollur og næringarríkur morgunverður er ein helsta undirstaða þess að börn geti nýtt sér að fullu þá kennslu og tilsögn sem skólinn býður þeim. Hafragrautur er ódýr og hollur morgunverður, einfaldur en stútfullur af flóknum kolvetnum og trefjum, auk ýmissa vítamína og steinefna. Hafragrautur er í boði víða í grunnskólum og er ekki að sjá annað en að góð reynsla sé af því. Við teljum að fyrsta heilsueflandi sveitarfélagið á Íslandi eigi að taka hafragrautinn í sína þjónustu, börnum og skólastarfi til heilla.
4. Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að frístundaávísunin verði hækkuð í 50 þúsund krónur haustið 2018 fyrir öll börn í bænum sem rétt eiga á henni. Embættismönnum bæjarins verði falið að reikna út kostnað og koma með tillögur um hvernig mæta megi hækkuninni innan ramma fjárhagsáætlunar.
Tilgangur þessarar tillögu er að létta undir með barnafjölskyldum og stuðla að sem almennastri þátttöku barna í heilbrigðum og uppbyggilegum frístundum. Við teljum mikilvægt að Mosfellsbær dragist ekki aftur úr nágrannasveitarfélögunum hvað varðar stuðning til ungmenna til þátttöku í heilbrigðu íþrótta- og tómstundastarfi.
5. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að sú regla verði tekin upp að óheimilt verði að ráðstafa fjármunum af liðunum Stoðþjónusta og Sérkennsla í grunnskólum án undangengins samþykkis bæjarráðs.
Tilgangur þessarar tillögu er að koma í veg fyrir að fjármunir sem ætlaðir eru til þjónustu við þá nemendur sem höllustum fæti standa skerðist vegna tilfærslu á fjármunum vegna hugsanlegrar fjárvöntunar í aðra þætti skólastarfs.
6. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að fenginn verði utanaðkomandi aðili til að hefja vinnu við gerð Græns skipulags, en á fundi skipulagsnefndar þann 15. september 2015 var samþykkt að hefja gerð þess konar skipulags. Embættismönnum verði falið að meta þann kostnað sem í verkefninu felst og áhrif á tekjur bæjarins og að koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar.
Rökin fyrir þessari tillögu eru að samkvæmt upplýsingum framkvæmdastjóra umhverfissviðs hefur mannekla og vinnuálag á sviðinu komið í veg fyrir að starfsmenn sviðsins hafi getað sinnt þessu máli af fullum þunga. Þess vegna telja fulltrúar Samfylkingar að rétt sé að leita út fyrir bæjarskriftofuna varðandi þetta mikilvæga mál.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonTillögur M-lista Íbúahreyfingarinnar
1. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um uppbyggingu leigumarkaðar fyrir ungt fólk og efnaminni í Mosfellsbæ.
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær grípi til aðgerða til að auka framboð á leiguhúsnæði fyrir ungt fólk og efnaminni í Mosfellsbæ. Til að tryggja viðráðanlegt leiguverð er lagt til að sveitarfélagið leiti eftir samstarfi við byggingarsamvinnufélag sem starfar án hagnaðarmarkmiða.
Mosfellsbær hefur ekki, frekar en Reykjavík, margar lóðir til ráðstöfunar í þéttbýli en útlit er fyrir að sveitarfélagið losni brátt undan samningi vegna 12 hektara lands í Reykjahverfi en þar mætti skipuleggja íbúðabyggð á einkar fjölskylduvænum stað í samstarfi við byggingarfélag á borð við Íbúðafélagið Bjarg.
Skv. lögum um almennar íbúðir 115/2016 er sveitarfélögum heimilt að veita 12% stofnframlag til byggingaraðila til að byggja og kaupa íbúðarhúsnæði sem ætlað er leigjendum sem eru undir tekju- og eignamörkum. Stofnframlagið getur verið í formi lóða og út á það gengur tillaga Íbúahreyfingarinnar.
Reykjavíkurborg og Hafnarfjörður hafa núþegar samið við Bjarg um byggingu á leiguheimilum. Það sem gerir samstarf við félagið fýsilegt er að það hefur traustan bakhjarl sem er í samstarfi við aðila sem hafa langvarandi reynslu af rekstri leigufélaga í Skandínavíu og víðar. Það eru stéttarfélögin ASÍ og BSRB.
Hér er ekki um að ræða félagslegt húsnæði, heldur félagslega aðgerð til að efla leigumarkaðinn og gera tekjulágum kleift að leigja sér öruggt, ódýrt og vandað húsnæði. Skv. dómi sem féll innan ESB standast slíkar aðgerðir lög. Sveitarfélaginu er því ekkert að vanbúnaði.
Íbúahreyfingin leggur áherslu á vistvæna byggð með blágrænar ofanvatnslausnir, græn þök, framúrskarandi almenningssamgöngur, göngu- og hjólastíga og lágmarks bílaeign.2. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjármögnun græns skipulags
Tillögur um umhverfisskipulag sem styður við náttúruvernd, útivist og heilsueflingu hafa lengi verið á sveimi í Mosfellsbæ. S-listi lagði á kjörtímabilinu fram tillögu um svokallað grænt umhverfisskipulag sem var samþykkt af bæjarstjórn en síðan ekki söguna meir.
Á fundi bæjarstjórnar með framkvæmdastjórum sviðanna í gær lagði Íbúahreyfingin til að þessu verkefni yrði útvistað til fagaðila, þ.e. vistvænnar verkfræðistofu sem hefði sérfræðinga á sínum snærum til að gera þetta vel. Það var tekið vel í það af framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Verkefnið er mjög dýrmætt fyrir Mosfellinga. Metnaður í þessa veru gerir sveitarfélagið líka eftirsóknarverðara en ella og leggur Íbúahreyfingin því til að gert verði ráð fyrir a.m.k. 10 milljónum til verkefnisins á árinu 20183. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að stofna embætti jafnréttisfulltrúa í Mosfellsbæ
Tillaga Íbúahreyfingarinnar var að stofna sérstakt embætti jafnréttisfulltrúa. Skv. drögum að fjárhagsáætlun er nú gert ráð fyrir að ráða starfsmann í 50% stöðu til að sinna m.a. verkefnum á sviði jafnréttismála og fagnar Íbúahreyfingin því.Skv. aðalnámskrá grunnskóla er jafnrétti einn af grunnþáttum menntunar og ber skólum að innleiða jafnréttisfræðslu í kennslu á öllum skólastigum. Staða jafnréttisfulltrúa er hugsuð sem leið til að tryggja innleiðinguna en einnig sem þjónusta við störfum hlaðna kennarastétt.
4. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að hækka fjárhagsaðstoð Mosfellsbæjar
Tillagan gengur út á að hækka fjárhagsaðstoð og gerir fjárhagsáætlun nú ráð fyrir 6,5% hækkun og erum við þakklát fyrir það. En betur má ef duga skal. Markmið fjárhagsaðstoðar er að sjá til þess að umsækjendur geti framfleytt sér og er erfitt að sjá að það geti gengið eftir með ekki hærri upphæð. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling í Mosfellsbæ er nú kr. 165.000 á mánuði og hækkar sú tala upp í 175.000 kr. við hækkunina.
Skv. tölum frá Hagstofu Íslands eru meðallaun í landinu hins vegar ca 467.000 kr. Lægstu laun miðast við um 300.000 kr. Upphæð fjárhagsaðstoðar er 125.000 kr. undir því lágmarki. Við vitum öll að það lifir enginn á 300.000 kr. á Íslandi. Markmið fjárhagsáætlunar um að fólk eigi að geta framfleytt sér nást því engan veginn. Í ljósi þess og þeirrar staðreyndar að fólki hefur fækkað sem nýta sér þessa þjónustu leggur Íbúahreyfingin því til að höfuðstóllinn verði hækkaður um kr. 15.000 og við hann bætist síðan fyrrnefnd 6,5% hækkun.5. Tillaga um að opna fjárhagsupplýsingar Mosfellsbæjar á netinu
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir hugmynd sem rædd var að frumkvæði bæjarstjóra á fundi bæjarráðs fyrr á árinu um að birta allar helst fjárhagsupplýsingar Mosfellsbæjar rafrænt á vef sveitarfélagsins. Rafræn birting fjárhagsgagna komi til framkvæmda á fjárhagsárinu 2018 til 2019. Verkefnið sækir fyrirmynd sína til Reykjavíkurborgar.
Tillagan er á dagskrá fjárhagsáætlunar næsta árs og telst því afgreidd.6. Tillaga um að tryggja nægilegt framboð af félagslegu húsnæði í Mosfellsbæ
Tillaga Íbúahreyfingarinnar er að fjölga félagslegum íbúðum í eigu Mosfellsbæjar og fjölgar þeim um eina skv. fjárhagsáætlun. Það er skref í áttina en við viljum sjá Mosfellsbæ gera betur því félagslegum íbúðum í eigu bæjarins hefur ekki fjölgað síðan 2002 en það er árið sem vinstri flokkarnir misstu meirihluta í Mosfellsbæ. Samanburður á fjölda félagslegra íbúa eftir sveitarfélögum er Mosfellsbæ frekar óhagstæður. Í Reykjavík eru 16 íbúðir á 1000 íbúa, í Kópavogi 8, í Mosfellsbær 3-4 og í Garðabæ 2. Það blasir því við að eitthvað þarf að gera.7. Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um eflingu nefnda
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að sá háttur verði framvegis hafður á að fagnefndir Mosfellsbæjar beri saman bækur sínar um val á verkefnum næsta árs áður en til 1. umræðu kemur um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn. Íbúahreyfingin telur mikilvægt að nefndirnar eigi virka hlutdeild í fjárhagsáætlun hvers árs og lítur á það sem skref í átt til eflingar lýðræðis að ákveðin frumkvæðisvinna fari fram í nefndunum áður en til 1. umræða kemur.
Tillögunni verði vísað til umræðu í fagnefndum.8. Tillaga M-lista Íbúahreyfingrinnar um að bæta aðstöðu Tónlistarskólans
Tillagan gengur út á að bæta aðstöðu tónlistarskólans og fjölga stöðugildum til samræmis við fjölgun íbúa. Í tónlistarskólanum hafa verið langir biðlistar frá hruni en í kjölfar þess var stöðugildum kennara fækkað. Í fyrra var einu stöðugildi bætt við og nú á að fjölga þeim um eitt og hálft. Stöðugildi í lok 2018 verða því jafn mörg og þau voru fyrir hrun. Í millitíðinni hefur Mosfellingum þó fjölgað um 2500 og að sama skapi væntanlegum tónlistarsnillingum sem margir hverjir eru nú á biðlista. Skólann vantar meira húsnæði og er að einhverju leyti verið að vinna að því en betur má ef duga skal. Það þarf að bæta aðstöðuna og fjölga kennurum í takt við fjölgun íbúa.
Framboð á tónlistarkennslu getur ráðið úrslitum um hvort fólk flytur í Mosfellsbæ og því brýnt að setja meiri kraft og fjármagn í þetta verkefni.Sigrún H. Pálsdóttir, Bæjarfulltrúi
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa öllum framangreindum tillögum til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2018-2021 á fund bæjarstjórnar 29. nóvembber nk.
Jafnframt samþykkt með níu atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu á fund bæjarstjórnar hinn 29. nóvember nk.
Fundargerðir til staðfestingar
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1326201710015F
Fundargerð 1326. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 704. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1326. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ 201401534
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.
Gerum að tillögu okkar að óskað verði eftir því að stjórn Ungmennafélagsins sendi bæjarstjórn yfirlýsingu þar sem fram kemur afstaða hennar til þessarar framkvæmdar eins og hún liggur fyrir og hvernig hún samræmist stefnumörkun félagsins.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonSamþykkt með níu atkvæðum að vísa tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar til íþrótta- og tómstundanefndar í tengslum við umfjöllun um málið þar.
Afgreiðsla 1326. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Áhættumat vegna flóða í Mosfellsbæ 201707075
Lögð er fyrir bæjarráð tillögur að framkvæmdum til að varna tjóni vegna flóða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1326. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Landspilda fyrir Litabolta - fyrirspurn 201710027
Landspilda fyrir Litabolta - fyrirspurn um áhuga Mosfellsbæjar að leggja til land.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1326. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Vorboðar - ósk um styrk vegna kóramóts í Mosfellsbæ maí 2018 201710131
Ósk um styrk frá kór eldri borgara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1326. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1327201710023F
Fundargerð 1327. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 704. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi Hildar Margrétardóttur um 1325. fund bæjarráðs 201710167
Erindi á dagskrá að beiðni fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1327. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021 201705191
Drög að fjárhagsáætlun 2018-2021 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1327. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsfriðunarsjóði fyrir 2018 201710166
Umsóknir skulu berast fyrir 1. des. nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1327. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar 201706107
Boð um kaup á íbúðum af Íbúðalánasjóði. Minnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1327. fundar bæjarráðs samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 261201710016F
Fundargerð 261. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 704. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Þjálfunarstyrkur nema í Fjölsmiðjunni 201710018
Tillaga um hækkun þjálfunarstyrks nema í Fjölsmiðjunni
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Styrkbeiðni Kvenréttindafélag Íslands 201709095
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Umsókn um styrk í þágu fatlaðra 201709273
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Umsókn um styrk vegna verkefnisins Samvera og súpa 201709372
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Beiðni Kvennaráðgjafarinnar um fjárframlag fyrir rekstrarárið 2018 201709300
Styrkbeiðni 2018
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Drög að leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs húsnæðis 201709325
Drögð leiðbeinandi reglum um úthlutun félagslegs húsnæðis send til umsagnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Akstursþjónusta eldri borgara breyting á reglum. 201710140
Drög að breytingu á reglum um akstursþjónustu eldri borgara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Liðveisla breyting á reglum. 201710170
Drög að breytingu á reglum um liðveislu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Ársfjórðungsyfirlit 2017 201704230
Ársfjórðungsyfirlit fjölskyldusvið III. ársfjórðungur
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Trúnaðarmálafundur - 1149 201710017F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Barnaverndarmálafundur - 454 201709027F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Barnaverndarmálafundur - 458 201710009F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Barnaverndarmálafundur - 459 201710011F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.14. Barnaverndarmálafundur - 460 201710014F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.15. Barnaverndarmálafundur - 461 201710018F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.16. Trúnaðarmálafundur - 1145 201709026F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.17. Trúnaðarmálafundur - 1146 201709031F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.18. Trúnaðarmálafundur - 1147 201710008F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.19. Trúnaðarmálafundur - 1148 201710012F
Fundargerð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 261. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 342201710021F
Fundargerð 342. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 704. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd 201503558
Framvinduskýrsla vegna Helgafellsskóla kynnt. Deildastjóri nýbygginga hjá umhverfissviði mætir á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 342. fundar fræðslunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Tölulegar upplýsingar á fræðslusviði 2017 201703415
Upplýsingar um fjölda barna í Mosfellsbæ 1. október 2017
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 342. fundar fræðslunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Hagir og líðan ungs fólks í Mosfellsbæ 2017 201705328
Niðurstöður rannsókna meðal grunnskólabarna í 5.-7. bekk 2017
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 342. fundar fræðslunefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 447201710022F
Fundargerð 447. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 704. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 - breyting vegna stækkunar á vaxtamörkum svæðisskipulags. 201710136
Lögð fram lýsing verkefnis og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi vegna landnotkunar á Hólmsheiði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Laugavegur-Skipholt reitur 25 201710106
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 6.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Laugavegur-Skipholt, reitur 25.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Endurskoðun Aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 201512340
Borist hefur erindi frá Grímsnes- og Grafningshreppi dags. 12. október 2017 varðandi endurskoðun aðalskipulags Grímsnes-og Grafningshrepps.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 - Hraunbær - Bæjarháls 201710157
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 12.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Aðalskipulag Ölfuss 2010-2022 - breyting á aðalskipulagi vegna hafnarsvæðis í Þorlákshöfn. 201710215
Borist hefur erindi Sveitarfélaginu Ölfuss dags. 19. október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Ölfuss 2010-2022, hafnarsvæði í Þorlákshöfn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Sunnukriki 3 /Umsókn um byggingarleyfi 201709287
Sunnubær ehf. Borgartúni 29 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja þjónustuhús og hótel á lóðinni nr. 3 við Sunnukrika í samræmi við framlögð gögn. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 445. og 446. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal19-00.pdfFylgiskjal19-01.pdfFylgiskjal19-02.pdfFylgiskjal19-03.pdfFylgiskjal19-04.pdfFylgiskjal19-05.pdfFylgiskjal19-06.pdfFylgiskjal19-07.pdfFylgiskjal19-08.pdfFylgiskjal19-09.pdfFylgiskjal19-10.pdfFylgiskjal19-11.pdfFylgiskjal19-12.pdfFylgiskjal19-13.pdfFylgiskjal19-14.pdfFylgiskjal19-15.pdfFylgiskjalSkráningartafla.pdf
6.7. Ásar 4 - fyrirspurn vegna byggingar á raðhúsum á lóðinni að Ásum 4. 201710204
Borist hefur erindi frá Pétri Steinþórssyni dags. 18. október 2017 varðandi byggingu raðhúss á lóðinni að Ásum 4.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Lynghóll lnr. 125346 - breyting á deiliskipulagi 201710254
Borist hefur erindi frá Agli Guðmundssyni dags. 23. október 2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir Lynghól lnr. 125346.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Ævintýragarður - deiliskipulag 201710251
Lögð fram kostnaðaráætlun og minnisblað umhverfisstjóra vegna deiliskipulagsvinnu við Ævintýragarð. Skipulagsfulltrúi óskar eftir samþykki skipulagsnefndar til að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Ævintýragarðsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Meltúnsreitur - ósk Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um skipulagningu mannvirkis á reitnum. 201710257
Borist hefur erindi frá Skógræktarfélagi Mosfellsbæjar dags. 19. október 2017 varðandi skipulagningu mannvirkis á Meltúnsreit.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Samgöngur Leirvogstungu 201611252
Á 444. fundi skipulagsnefndar 15. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Erindinu vísað til væntanlegrar vinnu við gerð samgönguáætlunar fyrir Mosfellsbæ og endurskoðunar á leiðakerfi Strætó bs. Jafnframt felur nefndin skipulagsfulltrúa að óska eftir fundi með samtökum sveitafélaga á vesturlandi um málið." Skipulagsfulltrúi hefur átt fund með framkvæmdastjóra samtaka sveitarfélaga á vesturlandi. Borist hefur nýtt erindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.12. Bugðufljót 21, Umsókn um byggingarleyfi 201709310
Ístak hf. Bugðufljóti 19 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr Moelven timbureiningum aðstöðu fyrir mötuneyti á lóðinni nr. 21 við Bugðufljót í samræmi við framlögð gögn.
Stærð 146,8 m2, 381,7 m3. Byggingarfulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið. Frestað á 446. fundi. Bæjarstjórn og skipulagsnefnd hafa heimsótt vinnubúðir Ístaks.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.13. Egilsmói 4 Mosfellsdal - breyting á deiliskipulagi. 201708361
Á 445. fundi skipulagsnefndar 29. september 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin synjar erindinu þar sem það samræmist ekki ákvæðum aðalskipulags um stærðir lóða í Mosfellsdal en þar er miðað við að þéttleiki byggðar verði um 1 íbúð per. ha." Borist hefur nýtt erindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.14. Bjarkarholt/Háholt - nafngiftir og númer lóða. 201710256
Lagt fram minnisblað byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa varðandi nafngiftir og númer lóða við Bjarkarholt/Háholt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.15. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi 201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Byggingafulltrúi óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um erindið þar sem sótt er um leyfi fyrir húsum með flötu þaki en í deiliskipulagi er gert ráð fyrir risþökum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 319 201710020F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 447. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 704. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 319201710020F
Fundargerð 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Ástu-Sólliljugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi 201708298
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvílyft fjórbýlishús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 2-4 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð bílgeymslur 58,4 m2, íbúðir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi 201710084
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvílyft fjórbýlishús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 6-8 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð bílgeymslur 58,4 m2, íbúðir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Ástu-Sólliljugata 10-12, Umsókn um byggingarleyfi 201710086
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tvílyft fjórbýlishús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð. 1. hæð bílgeymslur 58,4 m2, íbúðir 228,6 m2, 2. hæð 281,4 m2, 1914,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Gerplustræti 31-37 (breytingar), Umsókn um byggingarleyfi 201710058
Mannverk ehf. Hlíðarsmára 12 Kópavogi sækir um leyfi fyrir fyrirkomulagsbreytingum á íbúðum 0205 og 0305, glelrlokun á svalagöngum og skipulagsbreytingum á lóð í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.5. Hvirfill, Umsókn um byggingarleyfi 2017081498
Bjarki Bjarnason Hvirfli Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta hesthúsi að Hvirfli í vinnustofu og íbúð listamanns í samræmi við framlögð gögn. Jafnframt er sótt um leyfi til að byggja 4,4 m2 vindfang úr timbri við austur hlið hússins.
Stærð hússsins er 149,7 m2, 446,1 m3.
Á fundi 445. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun.
"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afgreiðslu málsins þegar fullnægjandi hönnunargögn liggja fyrir".Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.6. Laxatunga 165, Umsókn um byggingarleyfi 201709328
Kári P. Ólafsson Lágholti 3 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 165 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúð 162,1 m2, bílgeymsla 36,2 m2, 809,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.7. Skálahlíð 28, Umsókn um byggingarleyfi 201710067
Þórarinn Eggertsson Traðarholti 276 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 28 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Íbúðrrými 191,2 m2, bílgeymsla 42,7 m2, 828,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.8. Uglugata 11-11a, Umsókn um byggingarleyfi 201709358
Deshús byggingarfélag ehf. Vesturgötu 73 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr stáli parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 11 og 11A við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 11: Íbúð 1. hæð 70,0 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 96,2 m2, 616,7 m3.
Stærð nr. 11A: Íbúð 1. hæð 70,0 m2, bílgeymsla 25,5 m2, 2. hæð 96,2 m2, 616,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
7.9. Vogatunga 75-77, Umsókn um byggingarleyfi 201710203
VK verkfræðistofa Síðumúla 13 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr timbri parhús með innbyggðum bílgeymdlum á lóðunum nr. 75 og 77 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð nr. 75: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.
Stærð nr. 77: Íbúð 139,0 m2, 31,2 m2, 580,1 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 319. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 704. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 273. fundar Stætó bs201710168
Fundargerð 273. fundar Stætó bs
Lagt fram.
9. Fundargerð 362. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201710294
Fundargerð 362. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
10. Fundargerð 380. fundar Sorpu bs201710323
Fundargerð 380. fundar Sorpu bs
Lagt fram.