Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. apríl 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varaformaður
 • Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
 • Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
 • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
 • Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið

Fundargerð ritaði

Edda Davísðdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Styrk­ir til ungra og efni­legra ung­menna sum­ar­ið 2016201602252

  Fyrir nefndinni liggja 19 umsóknir. Farið verðir yfir umsóknirnar og valið úr þeim smk. reglum þar um.

  Íþrótta- og tóm­stunda­nefnd legg­ur til að eft­ir­far­andi ung­menni hljóti styrk til að stunda íþrótt­ir, list­ir og tóm­stund­ir sum­ar­ið 2016. Sjá fylgiskjal.

 • 2. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2015201601291

  Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 lagðar fram.

  Frestað

 • 3. Vinnu­hóp­ur um upp­bygg­ingu skáta­heim­il­is201403119

  Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar skátaheimilis.

  Á fund­inn mætti Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri og formað­ur nefnd­ar um upp­bygg­ingu skáta­heim­il­is. Hann kynnti þá vinnu og um­ræð­ur sem að fram hef­ur far­ið hjá nefnd­inni. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd ósk­ar eft­ir að vera upp­lýst áfram um þau mál sem að snúa að nefnd­inni.

  • 4. Fjöl­nota íþrótta­hús í Mos­fells­bæ201401534

   Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar fjölnota íþróttahúss.

   Á fund­inn mætti Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri og formað­ur und­ir­bún­ings­nefnd­ar um fjöl­nota íþrótta­hús. Hann fór yfir vinnu nefnd­ar­inn­ar og skýrslu sem að rit­uð hef­ur ver­ið um þá vinnu. Íþrótta og tóm­stunda­nefnd ósk­ar eft­ir að vera upp­lýst áfram um þau mál sem að snúa að nefnd­inni.

  • 5. Upp­lýs­ing­ar­bréf til nýrra íbúa201604032

   Erindi lagt fram að beiðni fulltrúa íbúahreyfingarinnar. Tillaga um að allir nýir íbúar Mosfellsbæjar fái sendar upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf í bæjarfélaginu og fleiri nytsamlegum upplýsingum í samstarfi við önnur svið.

   Íþrótta- og tóm­stundan­en­fd legg­ur til að far­ið verði í að hefja vinnu við verk­efn­ið í sam­starfi við svið bæj­ar­ins. Með það að mark­miði að nýj­ir íbú­ar í Mos­fells­bæ fá upp­lýs­ing­ar um heil­stæða þjón­ustu bæj­ar­ins og íþrótta- og tóm­stund­a­starf­semi.

   • 6. Upp­bygg­ing útiæf­inga­svæða við göngu­stíga Mos­fells­bæj­ar.201604033

    Fulltrúi íBúahreyfingarinnar óskar eftir umræðu um málið.

    Frestað

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15