6. apríl 2016 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ólafur Snorri Rafnsson (ÓSR) formaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) varaformaður
- Karen Anna Sævarsdóttir aðalmaður
- Kolbrún Reinholdsdóttir (KR) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Edda Ragna Davíðsdóttir menningarsvið
Fundargerð ritaði
Edda Davísðdóttir Tómstundafulltrúi Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Styrkir til ungra og efnilegra ungmenna sumarið 2016201602252
Fyrir nefndinni liggja 19 umsóknir. Farið verðir yfir umsóknirnar og valið úr þeim smk. reglum þar um.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að eftirfarandi ungmenni hljóti styrk til að stunda íþróttir, listir og tómstundir sumarið 2016. Sjá fylgiskjal.
2. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2015201601291
Niðurstöður þjónustukönnunar sveitarfélaga 2015 lagðar fram.
Frestað
3. Vinnuhópur um uppbyggingu skátaheimilis201403119
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar skátaheimilis.
Á fundinn mætti Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og formaður nefndar um uppbyggingu skátaheimilis. Hann kynnti þá vinnu og umræður sem að fram hefur farið hjá nefndinni. Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir að vera upplýst áfram um þau mál sem að snúa að nefndinni.
4. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar óskar eftir upplýsingum um vinnu nefndar sem að sett var á laggirnar vegna undirbúnings uppbyggingar fjölnota íþróttahúss.
Á fundinn mætti Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri og formaður undirbúningsnefndar um fjölnota íþróttahús. Hann fór yfir vinnu nefndarinnar og skýrslu sem að rituð hefur verið um þá vinnu. Íþrótta og tómstundanefnd óskar eftir að vera upplýst áfram um þau mál sem að snúa að nefndinni.
5. Upplýsingarbréf til nýrra íbúa201604032
Erindi lagt fram að beiðni fulltrúa íbúahreyfingarinnar. Tillaga um að allir nýir íbúar Mosfellsbæjar fái sendar upplýsingar um íþrótta- og tómstundastarf í bæjarfélaginu og fleiri nytsamlegum upplýsingum í samstarfi við önnur svið.
Íþrótta- og tómstundanenfd leggur til að farið verði í að hefja vinnu við verkefnið í samstarfi við svið bæjarins. Með það að markmiði að nýjir íbúar í Mosfellsbæ fá upplýsingar um heilstæða þjónustu bæjarins og íþrótta- og tómstundastarfsemi.
6. Uppbygging útiæfingasvæða við göngustíga Mosfellsbæjar.201604033
Fulltrúi íBúahreyfingarinnar óskar eftir umræðu um málið.
Frestað