19. október 2017 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varamaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Arnar Jónsson, forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, sat einnig fundinn.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2018-2021201705191
Drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar lögð fram.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir drög að áætlun um eignfærðar fjárfestingar.
Lagt fram.
2. Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ201401534
Lögð er fyrir bæjarráð tillaga að byggingu fjölnota íþróttahúss að Varmá
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráðast í byggingu 3.200 fermetra fjölnota íþróttahúss í samræmi við nánari lýsingu í framlögðu minnisblaði og kostnaðaráætlun Verkíss.
Jafnframt samþykkt að senda erindið til íþrótta- og tómstundanefndar til umfjöllunar og kynningar. Framkvæmdastjóri umhverfissviðs mun mæta á fundinn og kynna málið.
3. Áhættumat vegna flóða í Mosfellsbæ201707075
Lögð er fyrir bæjarráð tillögur að framkvæmdum til að varna tjóni vegna flóða í Mosfellsbæ.
Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að ráðast í þær framkvæmdir til varnar tjóni af völdum flóða sem lýst er í framlögðu minnisblaði.
4. Landspilda fyrir Litabolta - fyrirspurn201710027
Landspilda fyrir Litabolta - fyrirspurn um áhuga Mosfellsbæjar að leggja til land.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
5. Vorboðar - ósk um styrk vegna kóramóts í Mosfellsbæ maí 2018201710131
Ósk um styrk frá kór eldri borgara.
Samþykkt með þremur atkvæðum að styrkja Vorboða, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, um 200.000 krónur til að halda kóramót í maí 2018.