FMOS flytur í glæsilegt nýtt hús í desember
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ (FMOS) flytur í nýtt skólahúsnæði í desember.
Nemendur úr Varmár- og Lágafellsskóla með upplestur á Degi íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á Gljúfrasteini.
Árleg heimsókn bæjarráðs í stofnanir 2013
Síðustu tvo daga hafa kjörnir fulltrúar í bæjarráði gert víðreist og farið í árlega heimsókn sína í stofnanir bæjarins.
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2014
Tillaga að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2014 ásamt þriggja ára áætlun hefur verið lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2013
Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar verður afhent næstkomandi þriðjudag 12.nóvember. Viðurkenningin er nú afhent í annað sinn en alls bárust átta umsóknir. Afhendingin fer fram í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 16.30 þar sem verður hægt að sjá og kynna sér hluta af þeim umsóknum sem bárust í ár. Allir velkomnir.
Framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ - óskað eftir ábendingum frá íbúum
Mosfellsbær er tvö grunnskólahverfi. Lágafellsskóli er á vestursvæði, en Varmárskóli og Krikaskóli á austursvæði. Varmárskóli og Lágafellsskóli teljast stórir grunnskólar á landsvísu. Fjölgun heldur áfram í Mosfellsbæ og því er viðbúið að á næstu misserum verði nemendafjöldi þeirra slík að hagræði stærðarinnar eigi ekki lengur við vegna þess að bæta þarf við viðbótarrými m.a. til almennrar kennslu, sérgreinakennslu og annarra stoðrýma. Bæjarstjórn, að tillögu fræðslunefndar, hefur tekið þá ákvörðun um að byggja tvo aðra skóla í bænum á komandi árum. Fræðslunefnd hefur látið gera skýrslu um framtíð skólauppbyggingar í Mosfellsbæ, þar sem teknir eru saman nokkrir valkostir varðandi nýjar skólabyggingar og skólahverfi og lagt mat á hvaða áhrif þeir hafi á skólastarf.
Reykjahverfið - gatnagerð
Mosfellsbær óskar eftir tilboðum í gatnagerð í Reykjahverfi (Reykjahvoll) í Mosfellsbæ. Um er að ræða jarðvinnu, holræsalagnir, vatns- og hitaveitulagnir auk lagningu strengja og ídráttarröra. Verklok 1.maí 2014
Verkefnislýsing fyrir nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
Verkefnislýsing fyrir nýtt svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.
Fagna 50 ára afmæli Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar
Sunnudaginn 3. nóvember efnir Skólahljómsveitin til 50 ára afmælistónleikanna. Tónleikarnir fara fram í Íþróttahúsinu að Varmá og hefjast kl. 14:00. Með hljómsveitinni koma fram einsöngvararnir Íris Hólm, María Ólafsdóttir, Jóhannes Freyr Baldursson og Þórunn Lárusdóttir. Einnig taka þátt félagar úr 11 af 12 kórum Mosfellsbæjar og verða því um 400 manns sem taka þátt í tónleikahaldinu. Í nýjasta Mosfelling er viðtal við Daða Þór Einarsson stjórnanda hljómsveitarinnar og Birgir D Sveinsson stofnanda hljómsveitarinnar og stjórnanda til 40 ára.
7. KÁ í Varmárskóla tekur þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“
Varmárskóli er annar tveggja skóla á landinu sem í haust hafa tekið þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“.
Fljúgandi hundar í Listasal Mosfellsbæjar
Laugardaginn næstkomandi milli kl. 15 – 17 verður opnuð sýningin Fljúgandi hundar í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.
Urðun á Álfsnesi verður hætt innan 4-5 ára.
Stjórn samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hefur samþykkt eigendasamkomulag um meðhöndlun úrgangs og stefnt er að undirritun þess á aðalfundi samtakanna föstudaginn 25. október. Í samkomulaginu felst að reist verður gas og jarðgerðarstöð í Álfsnesi en jafnframt verður Gými lokað og urðun sorps hætt.Sú framtíðarsýn sem lögð er fram í eigendasamkomulaginu byggist á því að auka samstarf við önnur sorpsamlög með það að markmiði að Sorpa bs. hafi innan 3-5 ára aðgang að heildarlausn með jarð- og gasgerðarstöð, urðun, sem og brennslustöð.
Útboð - Opið svæði við leikskóla í Leirvogstungu
Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í frágang á 8425 m2 opnu svæði við leikskólann í Leirvogstungu.
Samráðsfundur um uppbyggingu íþrótta- og tómstundamannvirkja
Laugardaginn 26. október hélt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar samráðsfund meðal íbúa og félagasamtaka í bænum.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum í Hlégarði
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum kjördæmisins í Hlégarði á morgunverðarfundi síðastliðinn fimmtudag.
Unnið að stórbættum aðgangi að nettenginum
Opið hús Skólaskrifstofu - Reiða barnið og skapvondi unglingurinn
Miðvikudaginn 30. október klukkan 20 verður fyrsta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í vetur verður lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Á þessu fyrsta kvöldi mun Jóhanna Dagbjartsdóttir, sálfræðingur við Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar, fjalla um reiði og skapvonsku.
Samráðsfundur um uppbyggingu mannvirkja
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar boðar til samráðsfundar laugardaginn 26. október kl. 9 – 12 í Krikaskóla. Markmið fundarins er forgangsröðun uppbygginga mannvirkja fyrir íþrótta og tómstundastarfsemi í Mosfellsbæ. Í nýútgefinni íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar segir eftirfarandi: „Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin í samráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.“ Komið verði á fót „samráðsvettvangi þar sem leitast verður við að greina og leggja mat á þarfir íþrótta- ogtómstundafélaga fyrir aðstöðu til að sinna hlutverki sínu, til lengri og skemmri tíma.“
Opin hús Skólaskrifstofu veturinn 2013-2014
Líkt og undanfarin 10 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. OPNU HÚSIN eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks árið 2013
Styrkir vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupaMosfellsbær vekur athygli á rétti fatlaðs fólks 18 ára og eldra með lögheimili í bænum til að sækja um styrki skv. 27. grein laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks.