Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu gerðu í ágúst 2012 með sérsamning um endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins. Sameiginleg svæðisskipulagsnefnd leiðir verkefnið, sameiginleg stefnasveitarfélaganna um hagkvæma og sjálfbæra þróun höfuðborgarsvæðisins.
Tekin hefur verið saman lýsing á því hvernig staðið verður aðverkefninu. Lýsingin er forskrift að þeirri vinnunni sem framundan er; viðfangsefni hans og verklag. Allar sveitarstjórnir hafa samþykkt lýsinguna og er verkefnið þegar komið vel af stað.
Lýsingin er nú kynnt á vef Samtaka sveitarfélaga áhöfuðborgarsvæðinu og á vefsvæðum aðildarsveitarfélaganna, Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og Kjósarhrepps, í samræmi við 23. gr. skipulagslaga. Útprentað eintak liggur einnig frammi á skrifstofum SSH, Hamraborg 9, Kópavogi.
Íbúar á höfuðborgarsvæðisins og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir tilað kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum um nálgun og helstuforsendur áætlunargerðarinnar. Þær má senda til ssh[hja]ssh.is eða til svæðisskipulagsstjóra SSH, Hamraborg 9, 200 Kópavogi.
Tengt efni
Sameiginleg loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið formlega undirrituð
Stefnt skal að kolefnishlutleysi árið 2035.
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð
Þann 3. apríl 2023 var Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins stofnuð eftir tveggja ára undirbúning.
Nýjar lyftur í Bláfjöllum
Þrátt fyrir að lítill snjór sé í fjöllunum eins og er er búið að opna í Bláfjöllum.