Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. nóvember 2013

Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ (FMOS) flyt­ur í nýtt skóla­hús­næði í des­em­ber.

Skól­inn hef­ur ver­ið í bráða­birgða­hús­næði í Brú­ar­landi frá stofn­un árið 2009. Und­an­far­in tvö ár hafa þrengsl­in ver­ið mjög mik­il því um 250 nem­end­ur stunda nám í skól­an­um, en nú er stutt í að það breyt­ist þeg­ar skól­inn fer úr um það bil 700 fer­metr­um í um 4000 fer­metra í nýja hús­inu eft­ir nokkr­ar vik­ur. Það þýð­ir að hægt verð­ur að byrja að fjölga nem­end­um frá og með ára­mót­um, en áætl­að er að nýja skóla­hús­ið fyll­ist á næstu miss­er­um, en það rúm­ar um 500 nem­end­ur.

Nem­end­ur og starfs­menn eru orðn­ir spennt­ir og óþreyju­full­ir að bíða eft­ir nýja hús­inu og hlakka til að kom­ast í góða að­stöðu til að stunda nám og kennslu, en skipu­lag kennslu­rýmanna tek­ur mið af verk­efnamið­uð­um kennslu­hátt­um FMOS með blöndu af litl­um og stór­um stof­um og opn­um rým­um. Breyt­ing­in fyr­ir nem­end­ur verð­ur mjög mik­il því í nýju kennslu­rýmun­um verð­ur nóg pláss til að stunda nám­ið, bæði í kennslu­stund­um og til verk­efna­vinnu utan þeirra sem hef­ur sár­lega vant­að í þrengsl­un­um í Brú­ar­landi.

Mesta breyt­ing­in verð­ur þó á að­stöðu til verk­legr­ar kennslu í raun­grein­um og óhætt er að full­yrða að raun­greina­stof­urn­ar í nýja hús­inu verða með best búnu raun­greina­stof­um á land­inu. Starfs­að­staða kenn­ara og annarra starfs­manna breyt­ist líka mjög mik­ið og má eig­in­lega segja að kenn­ar­ar fái nú loks­ins vinnu­að­stöðu því hún er varla fyr­ir hendi í nú­ver­andi hús­næði!

Nýtt mötu­neyti mun setja mik­inn svip á skóla­starf­ið, en þar verð­ur boð­ið upp á girni­leg­an, fjöl­breytt­an og holl­an mat all­an dag­inn og mat­sal­ur­inn er líka hugs­að­ur sem íverustað­ur fyr­ir nem­end­ur á milli kennslu­stunda. Sal­ur­inn gef­ur líka tæki­færi til að hafa hvers kyns uppá­kom­ur með góðu hljóð­kerfi og leik­sviði.

En þó að til­hlökk­un­in sé mik­il þá munu bæði nem­end­ur og starfs­menn sjá eft­ir Brú­ar­landi, þessu fal­lega húsi sem hef­ur mikla sál og góð­an anda. Í þessu gamla húsi hef­ur orð­ið til al­veg sér­stak­lega góð­ur skóla­brag­ur með­al nem­enda og starfs­manna og þess vegna er það mik­il­vægt að færa hann yfir í nýja hús­ið.

Fyrsti at­burð­ur í nýja skóla­hús­inu verð­ur út­skrift­ar­há­tíð 20. des­em­ber kl. 14:00 þar sem um 25 nem­end­ur verða út­skrif­að­ir frá skól­an­um.

All­ir vel­unn­ar­ar skól­ans eru vel­komn­ir á þessa há­tíð.

Guð­björg Að­al­bergs­dótt­ir
Skóla­meist­ari

Tengt efni