Laugardaginn næstkomandi milli kl. 15 – 17 verður opnuð sýningin Fljúgandi hundar í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2.
Þar sýnir Anna Þóra Karlsdóttir myndverk sem unnin eru í ull. Sýning Önnu Þóru er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar kl. 12 – 18 virka daga og kl. 12 – 15 á laugardögum.
Sýningin stendur til 30. nóvember.
Við opnunina mun Guðrún Helga Stefánsdóttir syngja nokkur lög.
Öll hjartanlega velkomin – Aðgangur ókeypis.
Tengt efni
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2024
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2023.
Listasalur Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum fyrir sýningarárið 2023
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní nk.
Lokadagar sýningarinnar vatnaveran mín í Listasalnum
Í Listasal Mosfellsbæjar stendur nú yfir sýningin vatnaveran mín eftir listahópinn SÚL_VAD.