Míla langt komin með upp­bygg­ingu á Ljósveitu – Veru­lega auk­inn gagna­flutn­ings­hraði

Ljósnetið

Um þess­ar mund­ir er unn­ið mark­visst að bætt­um netteng­ing­um íM­os­fells­bæ. Þess vegna er jarðrask víða um bæ og starfs­menn að leggja­lagn­ir í jörðu.

Míla er langt komin með upp­bygg­ingu á Ljósveitu. Ávor­mán­uð­um gerði Míla ehf. og Mos­fells­bær með sér sam­komulag umupp­bygg­ingu á opnu að­gangsneti, Ljósveitu, í bæj­ar­fé­lag­inu. Vinna er nú­þeg­ar hafin í Töng­um  og Holt­um, en auk þess er á áætlun að tengja­Lönd­in, Ása­hverf­ið og Skála­túns­hverf­ið á þessu ári. Á fyrri hluta næsta­árs er síð­an áætlað að tengja Reykja­hverf­ið.

Ýmis önn­ur hverfi í Mos­fells­bæ hafa þeg­ar að­gengi að Ljósveitu. Þar má nefna Leir­vogstung­una, TengingarKrika­hverf­ið­og Teig­ana. Haf­ist veð­ur handa við lagn­inu Ljósveitu í Mos­fells­dal og íTún­un­um í byrj­un næsta árs og verð­ur þeirri vinnu lok­ið vor 2014.

Auk­inn gagna­flutn­ings­hraði.
„Með að­gangi að­Ljósveit­unni fá heim­ilin mögu­leika á veru­lega aukn­um­gagna­flutn­ings­hraða. Auk­inn gagna­flutn­ings­hraði Ljósveitu Mílu býð­ur uppá mót­töku á allt að fimm háskerpu­sjón­varð­ps­stöð­um  á sama tíma. Hrað­i­og ör­yggi teng­ing­ar­inn­ar skap­ar kjör­að­stæð­ur til fjar­vinnu, af­þrey­ing­arog sam­skipta. Hraði Ljósveit­unn­ar er það mik­ill að steymi í tölvu hef­u­r­ekki áhrif á möt­töku sjón­varps­efn­is eða nettengdr­ar leikja­tölvu og­sjallsíma, svo dæmi séu tekin, „seg­ir Eva Magnús­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur­þjón­ustu hjá Mílu.
„Hrað­ar og ör­ugg­ar teng­ing­ar eru orð­in stór hlutiaf lífs­gæð­um nú­tíma­fólks og not­end­ur Ljósveit­unn­ar finna sann­ar­lega­fyr­ir aukn­um hraða, því bæði upp- og nið­ur­hal taka mun skemmri tíma en­hefð­bund­in ASDL teng­ing ræð­ur við“, bæt­ir Eva við.

650 heim­ili á vest­ur­svæði fá ljós­leið­ara

Gagna­veita Reykja­vík­ur (GR) vinn­ur nú að teng­ingu­heim­ila í Mos­fells­bæ við ljós­leið­ara­kerfi GR. Um er að ræða 650 heim­ili ávest­ur­svæði bæj­ar­ins. Heim­ili á þessu svæði hafa þeg­ar feng­ið heim­sókn­frá full­trúa GR þar sem bæði áhugi íbúa var kann­að­ur og nauð­syn­legra­heim­ilda vegna fram­kvæmda um einkalóð aflað. 

Skýringamynd

Fram­kvæmd­irn­ar við að leggja streng­ina eru al­far­ið á veg­um­þess­ara fyr­ir­tækja og er íbú­um bent á að hafa sam­band beint við þau til­að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar um gang mála eða þá þjón­ustu sem er í boði.

Al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um GR:
Gagna­veita Reykja­vík­ur ehf. 
Bæj­ar­hálsi 1, 110 Reykja­vík.
Sími 516 7777
Net­fang: gagna­veita[hja]gagna­veita.is
Heima­síða:  http://www.gagna­veita.is/
Al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um Mílu:
Míla ehf.
Suð­ur­lands­braut 30, 108 Reykja­vík
Sími 585 6000
Net­fang: mila[hja]mila.is
Heima­síða: http://www.mila.is

Frétt úr Mos­fell­ing 12. tbl.