Íþrótta-og tómstundanefnd Mosfellsbæjar boðar til samráðsfundar laugardaginn26. október kl. 9 – 12 í Krikaskóla. Markmið fundarins er forgangsröðunuppbygginga mannvirkja fyrir íþrótta og tómstundastarfsemi í Mosfellsbæ.Í nýútgefinni íþrótta- og tómstundastefnu Mosfellsbæjar segireftirfarandi: „Forgangsröðun uppbyggingar mannvirkja verði unnin ísamráði við íbúa, hagsmunaðila og íþrótta- og tómstundafélög bæjarins.“Komið verði á fót „samráðsvettvangi þar sem leitast verður við að greinaog leggja mat á þarfir íþrótta- og
tómstundafélaga fyrir aðstöðu til að sinna hlutverki sínu, til lengri og skemmri tíma.“
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur nú til að stigið verði fyrsta skref að slíku samráði með fundinum í Krikaskóla 26. október.
Á fundinn eru því hvattir til að mæta allir þeir aðilar í bæjarfélaginu sem að hafa áhuga á að vera með í verkefninu frá byrjun.
Gylfi Dalman ráðgjafi stjórnar vinnu fundarins ásamt Halldóri Halldórssyni sérfræðingi í forgangsröðun opinberra verkefna.
Kaffi og veitingar verða í boði á fundinum.