Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. nóvember 2013

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar tók á móti þing­mönn­um kjör­dæm­is­ins í Hlé­garði á morg­un­verð­ar­fundi síð­ast­lið­inn fimmtu­dag.

Kjör­dæm­a­vika var á Al­þingi og hana nýttu þing­menn­irn­ir m.a. til að hitta sveit­ar­stjórn­ar­menn í kjör­dæm­inu.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri hélt er­indi fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar­inn­ar. Har­ald­ur tók fyr­ir sam­skipti rík­is og sveit­ar­fé­laga og fór yfir sam­eig­in­leg verk­efni rík­is­ins og Mos­fells­bæj­ar en nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili og fram­halds­skóli eru dæmi um slík verk­efni sem stað­ið hafa yfir und­an­farna mán­uði. Har­ald­ur sagði frá já­kvæð­um og nei­kvæð­um hlið­um þess­ara sam­skipta og hvatti til við­horfs­breyt­inga í þeim efn­um. Mik­il­vægt væri að sam­skipti milli þess­ara að­ila væru já­kvæð og upp­byggi­leg og byggðu á sam­eig­in­leg­um gild­um og benti á gildi Mos­fells­bæj­ar í því sam­hengi, en þau eru: Virð­ing – Já­kvæðni – Fram­sækni – Um­hyggja. Góð­ar um­ræð­ur fóru fram í kjöl­far­ið.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00