Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tók á móti þingmönnum kjördæmisins í Hlégarði á morgunverðarfundi síðastliðinn fimmtudag.
Kjördæmavika var á Alþingi og hana nýttu þingmennirnir m.a. til að hitta sveitarstjórnarmenn í kjördæminu.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hélt erindi fyrir hönd bæjarstjórnarinnar. Haraldur tók fyrir samskipti ríkis og sveitarfélaga og fór yfir sameiginleg verkefni ríkisins og Mosfellsbæjar en nýtt hjúkrunarheimili og framhaldsskóli eru dæmi um slík verkefni sem staðið hafa yfir undanfarna mánuði. Haraldur sagði frá jákvæðum og neikvæðum hliðum þessara samskipta og hvatti til viðhorfsbreytinga í þeim efnum. Mikilvægt væri að samskipti milli þessara aðila væru jákvæð og uppbyggileg og byggðu á sameiginlegum gildum og benti á gildi Mosfellsbæjar í því samhengi, en þau eru: Virðing – Jákvæðni – Framsækni – Umhyggja. Góðar umræður fóru fram í kjölfarið.
Tengt efni
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Mosfellsbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Fundur þingmanna og bæjarfulltrúa