Síðustu tvo daga hafa kjörnir fulltrúar í bæjarráði gert víðreist og farið í árlega heimsókn sína í stofnanir bæjarins.
Forstöðumenn í grunnskólum, leikskólum, íþróttamiðstöðvum, áhaldahúsi og bókasafni svo eitthvað sé nefnt hafa tekið vel á móti fulltrúunum. Farið var yfir reksturinn almennt og kynnt það sem er á döfinni hjá hverjum og einum ásamt því að sýna starfsemi og aðstöðu.
Bæjarráð heimsótti líka 7. KÁ í Varmárskóla sem hefur verið í fréttum vegna skype samskipta sinna við vinabekk í Kenía í tengslum við verkefnið Komum heiminum í lag.
Tengt efni
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Mosfellsbær hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
Fundur þingmanna og bæjarfulltrúa