Nýtt skólahúsnæði vígt í Mosfellsbæ
Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins www.mos.is ( Umsókn um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu ) eða sækja .pdf (29kb) skjal hérUmsóknir sem berast eftir þann tíma hljóta að jafnaði ekki afgreiðslu. Aðilar sem fengu styrk á síðasta ári þurfa að skila inn greinargerð um ráðstöfun þes
Nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 staðfest
Nýtt aðalskipulag staðfestNýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2011-2030 var staðfest af Skipulagsstofnun 19. september 2013 og tók gildi með birtingu auglýsingar í Stjórnartíðindum 3. október. Lauk þar með endurskoðun aðalskipulagsins sem unnið hafði verið að allt frá árinu 2008. Nýja skipulagið leysir af hólmi skipulag sem samþykkt var árið 2003 og hafði gildistímann 2002-2024.Meðal helstu nýmæla í nýju skipulagi m.v. það eldra má nefna breytta stefnumörkun varðandi útfærslu Vesturlandsvegar og gatnamóta við hann með tilliti til „sambúðar vegar og byggðar,“ nánari skilgreiningar og skilmála um hverfisverndarsvæði, frístundabyggð, stök sumarhús og um blandaða byggð í Mosfellsdal, svo og skilgreiningu ævintýragarðs og nýtt svæði fyrir hesthús og hestaíþróttir í landi Hrísbrúar.
Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ
Mosfellsbær er orðið, fyrst sveitarfélaga á Íslandi, heilsueflandi samfélag. Það er vel við hæfi að bærinn okkar sem er þekktur fyrir öflugt íþróttalíf og fallega náttúru taki þar með forystuna í þessu verkefni. Miðvikudaginn 2. október undirrituðu Mosfellsbær, Embætti landlæknis og heilsuklasinn Heilsuvin samstarfssamning um Heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ. Samningurinn er gerður í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem ákvað á 25 ára kaupstaðarafmæli bæjarins að verða fyrsta Heilsueflandi samfélagið með formlegum hætti í samstarfi við Embætti landlæknis.
Tvær skipulagstillögur: Varmárskólasvæði og Tunguvegur
Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, og í tengslum við hana tillaga að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar við gatnamót Skólabrautar.
Hvað mun nýr leikskóli heita?
Í útibúi frá leikskólanum Huldubergi sem nú er risinn við Þrastarhöfða eru starfræktar tvær deildir sem taka á móti 35 börnum.
Ljóðin taka af stað frá Hlemmi
Mosfellsbær og Strætó hvetur farþega sína til þess að njóta “ljóðanna í leiðinni” á ferðum sínum um borgina og vonast til að þau eigi eftir að gera Strætóferðirnar skemmtilegri en Strætó tekur þátt í hinni árlegu lestarhátíð sem að þessu sinni nefnist “Ljóð í leiðinni” og munu ljóð og ljóðlínur verða birt utan á strætó, inni í strætisvögnum, á biðskýlum og á veggspjöldum hér og þar um borgina. Það er einnig hægt að vera með ljóðin í símanum á leið um borgina, því þau munu birtast á farsímavef Bókmenntaborgarinnar, m.bokmenntaborgin.is.
Aukin framlög bæjarins til íþrótta og tómstunda. Tæp 60% hækkun frá 2012.
Nýir samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög vegna barna og unglingastarfs hafa nú verið undirritaðir. Samningarnir gilda fram til ársins 2017 og hafa tekið þó nokkrum breytingum frá síðustu samningum. Framlög verða aukin verulega og er gert ráð fyrir að beinir styrkir sveitarfélagsins til íþrótta- og tómstundafélaga muni hækka um tæp 60% frá árinu 2012 á samningstímanum, úr 53 mkr. í 84 mkr. á ári, segir í fréttatilkynningu frá Mosfellsbæ.Þá eru ótalinn sá styrkur sem liggur í fríum afnotum íþrótta- og tómstundafélaga af íþróttamannvirkjum bæjarfélagsins sem nemur um 200 mkr. á ári.
Jafnréttisviðurkenning 2013 afhent FMOS á Jafnréttisdegi Mosfellsbæjar
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn hátðíðlegur 19. september síðastliðinn í eldri deild Varmárskóla.
Ásgarður færir börnum í Mosfellsbæ leiktæki í Ævintýragarðinn
Handverkstæðið Ásgarður og Íslandsbanki tóku höndum saman í tilefni af 20 ára afmæli Ásgarðs og færðu börnum í Mosfellsbæ leiktæki að gjöf sem staðsett eru í Ævintýragarðinum.
Hafist handa við Tunguveg
Nýr vegur frá Skeiðholti að Kvíslartungu sem er mikil samgöngubót fyrir íbúa Leirvogstungu. Mosfellsbær hefur nú lokið við útboð á hönnun og framkvæmd Tunguvegar. Hnit verkfræðistofa, Kanon arkitektar og landslagsarkitektinn Birkir Einarsson munu sjá um hönnun. Verktaki er Ístak ehf. og hafa þeir nú þegar sett upp vinnuaðstöðu neðan Kvíslartungu. Verkið felst í því að leggja nýjan Tunguveg frá Skeiðholti að Kvíslartungu alls um 1 km. Samhliða veginum verður hjóla- og göngustígur. Byggðar verða brýr yfir Varmá og Köldukvísl. Undir brúnum er gert ráð fyrir reiðstíg. Framkvæmdin felst einnig í að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Skeiðholt.
Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar í Grafarvogskirkju 28. september 2013
Árlegir styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar verða haldnir í Grafarvogskirkju laugardaginn 28. september kl. 16.
Hjólastígar í Mosfellsbæ
Í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ eru íbúar hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í bænum til útivistar og notfæra sér um leið nýtt hjóla- og göngustígakort sem gefið var út í upphafi samgönguvikunnar og finna má á heimasíðu bæjarins og á helstu stöðum í bænum. Jafnframt er vakin athygli á korterskortið á heimasíðunni.
Mosfellsbær stuðlar að auknum almenningssamgöngum.
Mosfellsbær vígði í dag nýtt reiðhjólaskýli við strætisvagnabiðstöðina við Háholt. Markmiðið er að stuðla að bættum samgöngum í Mosfellsbæ og gera hjólreiðar og almenningssamgöngur að betri valkosti. Uppsetning hjólreiðaskýlisins mun auka möguleika almennings að nýta sér hjólreiðar innanbæjar, en geyma síðan reiðhjólið í skýlinu, í skjóli fyrir veðri og vindum, á meðan almenningssamgöngur eru nýttar til ferða til og frá Mosfellsbæ. Uppsetning hjólreiðaskýlisins er hluti af samgönguviku í Mosfellsbæ og með framkvæmdinni vill Mosfellsbær skipa sér sess sem sveitarfélag þar sem hjólreiðar og almenningssamgöngur eru raunhæfur kostur.
Ráðstefna í Iðnó um rétt barna til hjólreiða.
Föstudaginn 20. september, fer fram spennandi ráðstefna í Iðnó um rétt barna til hjólreiða. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina Hjólað til framtíðar, er hluti af dagskrá samgönguviku á höfuðborgarsvæðinu sem Mosfellsbær er virkur þátttakandi í. Virtir innlendir og erlendir fyrirlesarar mun flytja þar erindi um hjólreiðar barna. Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á heimasíðu Landsamtaka hjólreiðamanna, www.lhm.is .
Fjölskyldunefnd auglýsir eftir umsóknum
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu í Mosfellsbæ. Umsóknir skulu berast Þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, 2. hæð á þar til gerðum eyðublöðum í síðasta lagi 30. nóvember nk. Eyðublöðin má nálgast í Þjónustuverinu og á heimasíðu bæjarfélagsins
BMX kappar sýna listir sínar við íþróttamiðstöðina að Varmá
Fræðsluganga á Degi íslenskrar náttúru
Mosfellsbær stendur fyrir fræðslugöngu á Degi íslenskrar náttúru næsta mánudag, 16. september, um Ævintýragarðinn í Ullarnesbrekkum að Tungufossi. Farið frá íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 17, allir velkomnir.
Samgönguvika í Mosfellsbæ 16. - 22. september 2013
Dagana 16. – 22. september fer fram Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ.
Þér er boðið á jafnréttisdag Mosfellsbæjar árið 2013.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2013 verður haldinn hátíðlegur í eldri deild Varmárskóla, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 19. september kl. 13 – 14. Yfirskrift dagsins er: Unglingar og fræðsla um jafnrétti. Nemendur á unglingastigi í grunnskólum Mosfellsbæjar eru sérstakir heiðursgestir ásamt kennurum sínum. Starfsfólk Mosfellsbæjar og íbúar í Mosfellsbæ eru einnig hjartanlega velkomnir