Umhverfissvið Mosfellsbæjar, óskar eftir tilboðum í frágang á 8425 m2 opnu svæði við leikskólann í Leirvogstungu.
Ífrágangi felst m.a. gröftur og tilfærsla á efni, lagnin fráveitu ografstrengja. Gera sparkvöll, körfuboltavöll og göngustíga, ásamt því aðgrasþekja og gróðursetja.
Helstu magntölur:
- Tilflutningur á jarðvegi innan lóðar: 2750 m3
- Gröftur og brottakstur: 1000 m3
- Grúsfylling: 2130 m3
- Grasþökur: 1160 m2
- Sáning: 4660 m2
- Malbik: 690 m2
- Gróðurbeð: 560 m3
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 15. maí 2014.
Útboðsgögn á geisladiski verða afhent án endurgjalds í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar frá og með þriðjudeginum 29. október 2013.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en þriðjudaginn 12. nóvember 2013, kl. 14:00, þá verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.