Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Varmár­skóli er ann­ar tveggja skóla á land­inu sem í haust hafa tek­ið þátt í verk­efn­inu „Kom­um heim­in­um í lag“.

Nem­end­ur í 7. KÁ hafa ásamt Krist­ínu Ástu Ólafs­dótt­ur, um­sjón­ar­kenn­arasín­um, unn­ið að verk­efni með vina­bekkn­um sín­um í Kari­obangi skól­an­um í Nairobi í Keníu í sam­starfi við ABC barna­hjálp.

Krakk­arn­ir bjuggu til spurn­ing­ar til að leggja fyr­ir ken­ísku krakk­ana ásamt því að svara spurn­ing­um sem brunnu á þeim á móti. Einn­ig bjuggu krakk­arn­ir til vegg­spjöld með ýms­um fróð­leiks­mol­um um Ís­land, ís­lenska nátt­úru, snjó, áhuga­mál ís­lenskra barna og margt fleira. Krakk­arn­ir tóku mynd­ir og mynd­bönd í skól­an­um og fengu á móti mynd­ir og mynd­bönd frá vina­bekkn­um.

Áhugi fyr­ir áfram­hald­andi sam­skipt­um

Dag­ana 30. sept­em­ber og 1. októ­ber hitt­ust vina­bekk­irn­ir síð­an á Skype og spurðu og svör­uðu spurn­ing­um, sungu, kynntu fána land­anna, sýndu vegg­spjöld­in og fleira. Við­stadd­ir voru gest­ir frá ABC barna­hjálp­inni ásamt því sem frétta­fólk frá Stöð 2 og Vísi kom og tók við­töl við krakk­ana.

Verk­efn­ið tókst með ein­dæm­um vel þrátt fyr­ir tækni­lega örð­ug­leika fyrri dag­inn og hafa bæði kenn­ar­ar og nem­end­ur áhuga á að halda sam­skipt­um bekkj­anna áfram í fram­tíð­inni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00