Varmárskóli er annar tveggja skóla á landinu sem í haust hafa tekið þátt í verkefninu „Komum heiminum í lag“.
Nemendur í 7. KÁ hafa ásamt Kristínu Ástu Ólafsdóttur, umsjónarkennarasínum, unnið að verkefni með vinabekknum sínum í Kariobangi skólanum í Nairobi í Keníu í samstarfi við ABC barnahjálp.
Krakkarnir bjuggu til spurningar til að leggja fyrir kenísku krakkana ásamt því að svara spurningum sem brunnu á þeim á móti. Einnig bjuggu krakkarnir til veggspjöld með ýmsum fróðleiksmolum um Ísland, íslenska náttúru, snjó, áhugamál íslenskra barna og margt fleira. Krakkarnir tóku myndir og myndbönd í skólanum og fengu á móti myndir og myndbönd frá vinabekknum.
Áhugi fyrir áframhaldandi samskiptum
Dagana 30. september og 1. október hittust vinabekkirnir síðan á Skype og spurðu og svöruðu spurningum, sungu, kynntu fána landanna, sýndu veggspjöldin og fleira. Viðstaddir voru gestir frá ABC barnahjálpinni ásamt því sem fréttafólk frá Stöð 2 og Vísi kom og tók viðtöl við krakkana.
Verkefnið tókst með eindæmum vel þrátt fyrir tæknilega örðugleika fyrri daginn og hafa bæði kennarar og nemendur áhuga á að halda samskiptum bekkjanna áfram í framtíðinni.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar