Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á Gljúfrasteini.
Opið verður á safninu laugardaginn 16. nóvember frá kl. 10 – 17 og er aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á dagskrá frá kl. 16 sem að þessu sinni verður helguð börnum.
Nemendur úr Lágafellsskóla sem tóku þátt í upplestrarkeppninni Laxnessinn, sem haldin er árlega á afmælisdegi Halldórs Laxness 23. apríl, lesa upp. Þá munu nemendur úr Varmárskóla í Mosfellsbæ sem tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni einnig lesa upp. Auk þeirra munu tveir barnabókarithöfundar koma fram. Það eru þau Kristín Helga Gunnarsdóttir, höfundur bókarinnar Mói Hrekkjusvín og Kjartan Yngvi Björnsson sem gefur út bókina Draumsverð núna fyrir jólin ásamt Snæbirni Brynjarssyni. Draumsverð er framhald af fyrri bók þeirra, Hrafnsauga, en fyrir hana hlutu þeir íslensku barnabókaverðlaunin árið 2012.
Dagskrá
- Nemendur úr Varmárskóla
– Anna Pálína Sigurðardóttir
– Amanda Lind Davíðsdóttir - Kristín Helga Gunnarsdóttir les úr bók sinni Mói Hrekkjusvín
- Nemendur úr Lágafellsskóla
– Sólveig Rósa Hugadóttir
– Ástríður Magnúsdóttir
– Rakel Ösp Gylfadóttir - Kjartan Yngvi Björnsson les úr bókinni Draumasverð
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.